Vill endurskrifa sögu valdaránsins í kennslubókum Kjartan Kjartansson skrifar 4. apríl 2019 12:56 Mótmæli voru haldin þegar 55 ár voru liðin frá valdaráninu á sunnudag. Skilti mótmælandans segir að það hafi verið einræði, pyntingar hafi átt sér stað og að jörðin sé hnöttótt. Vísir/Getty Menntamálaráðherra Brasilíu ætlar að endurskoða kennslubækur þannig að ekki verði talað um valdarán hersins fyrir 55 árum sem slíkt heldur „fullvalda ákvörðun brasilísks samfélags“. Þannig vill að brasilískum börnum verði kennd „víðari útgáfa sögunnar“. Jair Bolsonaro, hægriöfgamaðurinn sem var kjörinn forseti Brasilíu í fyrra, hefur margoft mært herforingjastjórnina sem réði ríkjum í landinu í 21 ár. Um helgina skipaði hann hernum að halda upp á að 55 ár væru liðin frá því að herinn rændi völdum af vinstrimanninum Joao Goulart. Nú vill Ricardo Vélez, menntamálaráðherra, að hætt verði að tala um „valdarán“ í kennslubókum fyrir skóla og að talað verði um herforingjastjórnina sem „lýðræðislega stjórn með valdi“. Tilgangurinn sé að börn geti myndað sér „sanna og raunverulega hugmynd“ um það sem átti sér stað, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. „Brasilísk saga sýnir að það sem gerðist 31. mars árið 1964 var fullvalda ákvörðun brasilísks samfélags,“ sagði ráðherrann í viðtali. Hátt í fimm hundruð manns voru myrtir eða látnir hverfa í tíð herforingjastjórnarinnar og þúsundir til viðbótar voru fangelsaðir og pyntaðir í landinu. Vélez telur að stjórn hersins hafi verið nauðsynleg á sínum tíma. Þegar Goulart var steypt af stóli hafi það ekki verið valdarán gegn stjórnarskránni á þeim tíma heldur „stofnanaleg tilfærsla“. Hugmyndir ráðherrans falla þó í grýttan jarðveg hjá forseta námsgagnastofnunar Brasilíu. Hann segir að breytingar á kennsluefni verði aðeins byggðar á víðtækum rannsóknum en ekki skoðunum. Stofnunin væri alfarið á móti endurskoðun sögunnar sem byggðist á skoðunum. Brasilía Tengdar fréttir Dómari stöðvar hátíðarhöld Bolsonaro vegna valdaráns hersins Forsetinn vildi að því yrði fagnað að 55 ár verða í ár liðin frá því að herinn rændi völdum í landinu. Hundruð manna voru myrt eða látin hverfa í tíð herforingjastjórnarinnar. 30. mars 2019 12:35 Banni við hátíðarhöldum Bolsonaro aflétt Hátíðarhöld Brasilíuforseta í tilefni af 55 ára afmæl valdaráns hersins geta farið fram í dag en mótmæli hafa verið boðuð í nokkrum borgum. 31. mars 2019 09:05 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Fleiri fréttir Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Sjá meira
Menntamálaráðherra Brasilíu ætlar að endurskoða kennslubækur þannig að ekki verði talað um valdarán hersins fyrir 55 árum sem slíkt heldur „fullvalda ákvörðun brasilísks samfélags“. Þannig vill að brasilískum börnum verði kennd „víðari útgáfa sögunnar“. Jair Bolsonaro, hægriöfgamaðurinn sem var kjörinn forseti Brasilíu í fyrra, hefur margoft mært herforingjastjórnina sem réði ríkjum í landinu í 21 ár. Um helgina skipaði hann hernum að halda upp á að 55 ár væru liðin frá því að herinn rændi völdum af vinstrimanninum Joao Goulart. Nú vill Ricardo Vélez, menntamálaráðherra, að hætt verði að tala um „valdarán“ í kennslubókum fyrir skóla og að talað verði um herforingjastjórnina sem „lýðræðislega stjórn með valdi“. Tilgangurinn sé að börn geti myndað sér „sanna og raunverulega hugmynd“ um það sem átti sér stað, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. „Brasilísk saga sýnir að það sem gerðist 31. mars árið 1964 var fullvalda ákvörðun brasilísks samfélags,“ sagði ráðherrann í viðtali. Hátt í fimm hundruð manns voru myrtir eða látnir hverfa í tíð herforingjastjórnarinnar og þúsundir til viðbótar voru fangelsaðir og pyntaðir í landinu. Vélez telur að stjórn hersins hafi verið nauðsynleg á sínum tíma. Þegar Goulart var steypt af stóli hafi það ekki verið valdarán gegn stjórnarskránni á þeim tíma heldur „stofnanaleg tilfærsla“. Hugmyndir ráðherrans falla þó í grýttan jarðveg hjá forseta námsgagnastofnunar Brasilíu. Hann segir að breytingar á kennsluefni verði aðeins byggðar á víðtækum rannsóknum en ekki skoðunum. Stofnunin væri alfarið á móti endurskoðun sögunnar sem byggðist á skoðunum.
Brasilía Tengdar fréttir Dómari stöðvar hátíðarhöld Bolsonaro vegna valdaráns hersins Forsetinn vildi að því yrði fagnað að 55 ár verða í ár liðin frá því að herinn rændi völdum í landinu. Hundruð manna voru myrt eða látin hverfa í tíð herforingjastjórnarinnar. 30. mars 2019 12:35 Banni við hátíðarhöldum Bolsonaro aflétt Hátíðarhöld Brasilíuforseta í tilefni af 55 ára afmæl valdaráns hersins geta farið fram í dag en mótmæli hafa verið boðuð í nokkrum borgum. 31. mars 2019 09:05 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Fleiri fréttir Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Sjá meira
Dómari stöðvar hátíðarhöld Bolsonaro vegna valdaráns hersins Forsetinn vildi að því yrði fagnað að 55 ár verða í ár liðin frá því að herinn rændi völdum í landinu. Hundruð manna voru myrt eða látin hverfa í tíð herforingjastjórnarinnar. 30. mars 2019 12:35
Banni við hátíðarhöldum Bolsonaro aflétt Hátíðarhöld Brasilíuforseta í tilefni af 55 ára afmæl valdaráns hersins geta farið fram í dag en mótmæli hafa verið boðuð í nokkrum borgum. 31. mars 2019 09:05
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila