Segir ekkert í nýjum kjarasamningi tryggja styttingu vinnuvikunnar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. apríl 2019 13:48 Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að það sé ekkert í nýjum kjarasamningi sem tryggi rétt starfsfólks á styttingu vinnuvikunnar. Um sé að ræða valkvæða heimild sem krefjist samkomulags vinnuveitanda og starfsfólks. Fbl/Anton Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að það sé ekkert í nýjum kjarasamningi sem tryggi rétt starfsfólks á styttingu vinnuvikunnar. Viðræðuheimildir um styttingu vinnuvikunnar séu engin sérstök tímamót fyrir almennt verkafólk. Á heimasíðu Alþýðusambands Íslands segir aftur á móti að þetta séu mestu breytingar í tæpa hálfa öld. Um sé að ræða valkvæða heimild í kjarasamningi sem krefjist samkomulags vinnuveitanda og starfsfólks. Viðar segir að í nýjum kjarasamningi sé að finna einungis minniháttar breytingar varðandi styttingu vinnuvikunnar. Þannig feli samningurinn í sér heimild til vinnustaðabundinna viðræðna og framkvæmdar á raunstyttingu vinnutíma gegn því að launaðir kaffitímar verði afnumdir að hluta eða í heild.Í kjarasamningunum frá 2015 er viðræðuheimild um styttingu vinnuvikunnar.Þetta sé sambærilegt heimildinni sem sé að finna í kjarasamningunum frá maí 2015 í kafla 5 þar sem fjallað er um viðræðuheimild um styttri vinnutíma með sömu framleiðslu. „Það eina sem verið er að gera núna varðandi vinnutímabreytingar er að rýmka aðeins tilgreindar heimildir innan þessa 5. kafla,“ segir Viðar. Þannig sé verið að bjóða upp á að fórna launuðum kaffitímum gegn styttingu vinnuvikunnar auk lítilsháttar raunstyttingu. Viðar segir að Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hafi fyrir hönd síns félags náð fram raunverulegri styttingu á vinnutíma síns starfsfólks. Það sama sé ekki upp á teningnum hjá almennu verkafólki.Stytting vinnuvikunnar mikilvægt baráttumál Viðar segir að vinnumarkaðurinn sé heilt yfir kominn mjög skammt á veg í styttingu vinnuvikunnar. Það sé aðkallandi mál að stytta vinnutímann hjá fólki sem vinnur of mikið og býr af þeim sökum við heilsufarsvandamál. „Á sama tíma erum við líka að takast á við það að það er auðvitað bara mjög mikill vinnukúltúr á Íslandi. Láglaunafólk á Íslandi hefur þurft að venjast því og laga sig að því að leiðin til að geta lifað af launum sínum er að vinna ofboðslega mikið og vinna ofboðslega langan vinnudag; mikil yfirvinna og vaktavinna eins og við sjáum í okkar launakönnunum. Það er ákveðin hugarfarsleg barátta að koma því til skila að þegar maður talar um styttingu vinnutímans að þá sé maður að tala um að þú haldir þínum launum.“ Viðar segir að stytting vinnutímans sé sannarlega baráttumál sem þurfti að taka lengra. „Þetta snýst um það að fólk er að ofkeyra sig og gengur á getu líkamans til að endurnýja sig. Svo er fólk að klóra sér í kollinum yfir kulnun í starfi og stoðkerfisvandamálum. Mér finnst það nú ekki vera mikil ráðgáta,“ segir Viðar. Ásættanleg niðurstaða í þessari lotu baráttunnar Viðar segir hina nýju kjarasamninga vera ásættanlega niðurstöðu. „Við náum þarna tæplega ¾ af þeirri krónutöluhækkun sem við vildum sjá á lægstu laun og yfir að vísu aðeins lengra tímabil. Því til viðbótar fáum við auðvitað góða skattalækkun sem um munar og við erum með þessi ákvæði um hagvaxtartengdar launauppbætur sem gætu líklega orðið verulegar og skipt máli. Á heildina litið þá föllumst við á þetta sem ásættanlega niðurstöðu í þessari lotu baráttunnar.“ Kjaramál Tengdar fréttir Reynir á trúnaðarmannakerfið að fylgja eftir styttingu vinnuvikunnar Forseti ASÍ segir að stytting vinnuvikunnar sé stór breyting en á sama tíma mjög spennandi verkefni. 4. apríl 2019 11:07 Vinnuvikan verði 36 stundir Í nýundirrituðum kjarasamningum á almenna vinnumarkaðnum er að finna ákvæði um styttingu vinnuvikunnar. 3. apríl 2019 23:54 Stytting vinnuvikunnar valkvætt ákvæði í kjarasamningi ASÍ segir þetta mestu breytingu á vinnutíma í hálfa öld en í tilkynningu frá Eflingu segir að ákvæðið feli ekki í sér neina tryggingu fyrir því að vinnutími verði styttur hjá verkafólki. 4. apríl 2019 13:11 Undirritun samninga dregst á langinn Vonir standa þó til að hægt verði að undirrita samningana í kvöld. 3. apríl 2019 18:28 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Fleiri fréttir Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Sjá meira
Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að það sé ekkert í nýjum kjarasamningi sem tryggi rétt starfsfólks á styttingu vinnuvikunnar. Viðræðuheimildir um styttingu vinnuvikunnar séu engin sérstök tímamót fyrir almennt verkafólk. Á heimasíðu Alþýðusambands Íslands segir aftur á móti að þetta séu mestu breytingar í tæpa hálfa öld. Um sé að ræða valkvæða heimild í kjarasamningi sem krefjist samkomulags vinnuveitanda og starfsfólks. Viðar segir að í nýjum kjarasamningi sé að finna einungis minniháttar breytingar varðandi styttingu vinnuvikunnar. Þannig feli samningurinn í sér heimild til vinnustaðabundinna viðræðna og framkvæmdar á raunstyttingu vinnutíma gegn því að launaðir kaffitímar verði afnumdir að hluta eða í heild.Í kjarasamningunum frá 2015 er viðræðuheimild um styttingu vinnuvikunnar.Þetta sé sambærilegt heimildinni sem sé að finna í kjarasamningunum frá maí 2015 í kafla 5 þar sem fjallað er um viðræðuheimild um styttri vinnutíma með sömu framleiðslu. „Það eina sem verið er að gera núna varðandi vinnutímabreytingar er að rýmka aðeins tilgreindar heimildir innan þessa 5. kafla,“ segir Viðar. Þannig sé verið að bjóða upp á að fórna launuðum kaffitímum gegn styttingu vinnuvikunnar auk lítilsháttar raunstyttingu. Viðar segir að Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hafi fyrir hönd síns félags náð fram raunverulegri styttingu á vinnutíma síns starfsfólks. Það sama sé ekki upp á teningnum hjá almennu verkafólki.Stytting vinnuvikunnar mikilvægt baráttumál Viðar segir að vinnumarkaðurinn sé heilt yfir kominn mjög skammt á veg í styttingu vinnuvikunnar. Það sé aðkallandi mál að stytta vinnutímann hjá fólki sem vinnur of mikið og býr af þeim sökum við heilsufarsvandamál. „Á sama tíma erum við líka að takast á við það að það er auðvitað bara mjög mikill vinnukúltúr á Íslandi. Láglaunafólk á Íslandi hefur þurft að venjast því og laga sig að því að leiðin til að geta lifað af launum sínum er að vinna ofboðslega mikið og vinna ofboðslega langan vinnudag; mikil yfirvinna og vaktavinna eins og við sjáum í okkar launakönnunum. Það er ákveðin hugarfarsleg barátta að koma því til skila að þegar maður talar um styttingu vinnutímans að þá sé maður að tala um að þú haldir þínum launum.“ Viðar segir að stytting vinnutímans sé sannarlega baráttumál sem þurfti að taka lengra. „Þetta snýst um það að fólk er að ofkeyra sig og gengur á getu líkamans til að endurnýja sig. Svo er fólk að klóra sér í kollinum yfir kulnun í starfi og stoðkerfisvandamálum. Mér finnst það nú ekki vera mikil ráðgáta,“ segir Viðar. Ásættanleg niðurstaða í þessari lotu baráttunnar Viðar segir hina nýju kjarasamninga vera ásættanlega niðurstöðu. „Við náum þarna tæplega ¾ af þeirri krónutöluhækkun sem við vildum sjá á lægstu laun og yfir að vísu aðeins lengra tímabil. Því til viðbótar fáum við auðvitað góða skattalækkun sem um munar og við erum með þessi ákvæði um hagvaxtartengdar launauppbætur sem gætu líklega orðið verulegar og skipt máli. Á heildina litið þá föllumst við á þetta sem ásættanlega niðurstöðu í þessari lotu baráttunnar.“
Kjaramál Tengdar fréttir Reynir á trúnaðarmannakerfið að fylgja eftir styttingu vinnuvikunnar Forseti ASÍ segir að stytting vinnuvikunnar sé stór breyting en á sama tíma mjög spennandi verkefni. 4. apríl 2019 11:07 Vinnuvikan verði 36 stundir Í nýundirrituðum kjarasamningum á almenna vinnumarkaðnum er að finna ákvæði um styttingu vinnuvikunnar. 3. apríl 2019 23:54 Stytting vinnuvikunnar valkvætt ákvæði í kjarasamningi ASÍ segir þetta mestu breytingu á vinnutíma í hálfa öld en í tilkynningu frá Eflingu segir að ákvæðið feli ekki í sér neina tryggingu fyrir því að vinnutími verði styttur hjá verkafólki. 4. apríl 2019 13:11 Undirritun samninga dregst á langinn Vonir standa þó til að hægt verði að undirrita samningana í kvöld. 3. apríl 2019 18:28 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Fleiri fréttir Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Sjá meira
Reynir á trúnaðarmannakerfið að fylgja eftir styttingu vinnuvikunnar Forseti ASÍ segir að stytting vinnuvikunnar sé stór breyting en á sama tíma mjög spennandi verkefni. 4. apríl 2019 11:07
Vinnuvikan verði 36 stundir Í nýundirrituðum kjarasamningum á almenna vinnumarkaðnum er að finna ákvæði um styttingu vinnuvikunnar. 3. apríl 2019 23:54
Stytting vinnuvikunnar valkvætt ákvæði í kjarasamningi ASÍ segir þetta mestu breytingu á vinnutíma í hálfa öld en í tilkynningu frá Eflingu segir að ákvæðið feli ekki í sér neina tryggingu fyrir því að vinnutími verði styttur hjá verkafólki. 4. apríl 2019 13:11
Undirritun samninga dregst á langinn Vonir standa þó til að hægt verði að undirrita samningana í kvöld. 3. apríl 2019 18:28