Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins ætlar að bjóða Bretum nýjan tólf mánaða frest á útgöngu þeirra úr Evrópusambandinu. Þetta fullyrðir breska ríkisútvarpið og hefur eftir ónefndum háttsettum embættismanni hjá sambandinu.
Hugmynd Tusk er sú að Bretar geti horfið fyrr á braut ef þeir samþykkja útgöngusamning sem þeir hafa reyndar fellt ítrekað. Eins og staðan er í dag fara Bretar út án samnings þann tólfta þessa mánaðar.
Theresa May hefur þegar sagt að Bretar verði að fá lengri frest ef koma á í veg fyrir að þeir hverfi úr sambandinu samningslausir.
Tusk sagður ætla að bjóða Bretum nýjan frest

Tengdar fréttir

Buðu opinberum starfsmönnum sálræna aðstoð vegna Brexit
Umhverfis-, matvæla- og landsbyggðarráðuneytið réði fyrirtæki sem sérhæfir sig í hugrænni atferlismeðferð þegar undirbúningur fyrir útgöngu án samnings stóð sem hæst í vetur.

Sjá rautt vegna samstarfs við Corbyn
Harðir Brexit-sinnar innan breska Íhaldsflokksins eru foxillir vegna viðræðna leiðtogans við leiðtoga Verkamannaflokksins. Þau reyna nú að leysa úr pattstöðunni sem myndast hefur á þingi í Brexit-málinu.

Samþykktu að skipa May að biðja ESB um frest
Breska þingið fær að ráða hversu langur fresturinn verður samkvæmt frumvarpi sem neðri deildin samþykkti í trássi við vilja ríkisstjórnarinnar í gær.