Erlent

Tusk sagður ætla að bjóða Bretum nýjan frest

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Theresa May forsætisráðherra Bretlands og Donald Tusk forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins.
Theresa May forsætisráðherra Bretlands og Donald Tusk forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins. Getty/Simon Dawson
Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins ætlar að bjóða Bretum nýjan tólf mánaða frest á útgöngu þeirra úr Evrópusambandinu. Þetta fullyrðir breska ríkisútvarpið og hefur eftir ónefndum háttsettum embættismanni hjá sambandinu.

Hugmynd Tusk er sú að Bretar geti horfið fyrr á braut ef þeir samþykkja útgöngusamning sem þeir hafa reyndar fellt ítrekað. Eins og staðan er í dag fara Bretar út án samnings þann tólfta þessa mánaðar.

Theresa May hefur þegar sagt að Bretar verði að fá lengri frest ef koma á í veg fyrir að þeir hverfi úr sambandinu samningslausir.


Tengdar fréttir

Sjá rautt vegna samstarfs við Corbyn

Harðir Brexit-sinnar innan breska Íhaldsflokksins eru foxillir vegna viðræðna leiðtogans við leiðtoga Verkamannaflokksins. Þau reyna nú að leysa úr pattstöðunni sem myndast hefur á þingi í Brexit-málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×