Tvær nýjar tegundir lána á meðal tillagna fyrir unga og tekjulága Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. apríl 2019 11:18 Tvær nýjar tegundir lána, skattfrjáls ráðstöfun lífeyrissparnaðar til íbúðakaupa, vaxtabætur, frestun afborgunar af námslánum og ný löggjöf um blandað eignarform er á meðal tillagna starfshóps um aðgerðir til að lækka þröskuld ungs fólks og tekjulágra inn á húsnæðismarkaðinn. Alls eru tillögurnar í fjórtán liðum. Vísir/vilhelm Tvær nýjar tegundir lána, skattfrjáls ráðstöfun lífeyrissparnaðar til íbúðakaupa, vaxtabætur, frestun afborgana á námslánum og ný löggjöf um blandað eignarform er á meðal tillagna starfshóps um aðgerðir til að lækka þröskuld ungs fólks og tekjulágra inn á húsnæðismarkaðinn. Alls eru tillögurnar í fjórtán liðum. Frosti Sigurjónsson er formaður hópsins sem kom saman til fundar alls fjórtán sinnum. Tillögur hópsins taka mið af ábendingum frá almenningi, aðilum vinnumarkaðarins, fulltrúum lífeyrissjóða og lánastofnana, hagsmunasamtökum heimilanna og átakshópi um aukið framboð á íbúðum. Frosti Sigurjónsson, Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, og fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar fjölluðu um tillögurnar á fundinum. Tillögurnar miða að því að hraða öflun höfuðstóls, létta afborgunarbyrði lána hjá ungu fólki og tekjulágum hópum. Frosti kynnti tillögurnar í höfuðstöðvum Íbúðalánasjóðs sem hófst klukkan 11:00 í morgun. Í skýrslunni kemur fram að ráðstöfunartekjur ungs fólks hafi hækkað minna en annarra aldurshópa á undanförnum árum á sama tíma og verð lítilla íbúða, sem henta fyrstu kaupendum, hafi hækkað mest.Tillaga 1 – Startlán: Fyrsta tillaga starfshópsins er svokallað startlán að norskri fyrirmynd. Tillagan snýst um að ríkið veiti viðbótarlán með háum veðhlutföllum og hagstæðum vöxtum til afmarkaðra hópa sem eigi sérstaklega erfitt með að eignast húsnæði. Á startlánum mætti stilla vexti þannig að greiðslubyrði yrði viðráðanlegri fyrir fólk með lágar tekjur en þannig myndu opnast möguleikar á íbúðakaupum. Starfshópurinn telur enn fremur að hægt verði að koma til móts við tekjulága hópa með því að heimila hærri veðhlutföll á startlánum en öðrum viðbótarlánum. Að mati starfshópsins er æskilegast að startlánin yrðu óverðtryggð til að lágmarka áhættu ríkisins af lánveitingum og tryggja eignamyndun hjá lántaka á fyrrihluta lánstímans. Startlánið yrði þó háð því að um hagkvæmt húsnæði sé að ræða sem sé í samræmi við þarfir lántaka. Tiltekinn hluti startlána gæti verið tengdur nýjum íbúðum til þess að auka framboð nýs hagkvæms húsnæðis. Tillaga 2 – Eignarfjárlán: Önnur tillaga starfshóps er að bjóða upp á eiginfjárlán (e. equity loans) að breskri fyrirmynd. Eiginfjárlán er úrræði sem styður við þá sem ekki ráða við startlán. Ríkið myndi þannig veita eiginfjárlán sem geta numið 15-30% af kaupverði og eru án afborgana. Eiginfjárlán lækka bæði þröskuld útborgunar og greiðslugetu og gætu nýst t.d. þeim hópi sem ekki ræður við greiðslubyrði startlána. Eiginfjárlán yrðu líkt og startlánið afmarkað við hagkvæmt húsnæði. Hópurinn telur að hægt yrði nota eiginfjárlán til að skapa aukinn hvata til byggingar hagkvæms húsnæðis á þeim svæðum sem þeirra er þörf. Þannig sé hægt að búa til hvata með því að bjóða aukið lánshlutfall til slíkra íbúða. Höfuðstóll eiginfjárlána tekur breytingum með markaðsvirði íbúðarinnar. Lánið myndi endurgreiðast við sölu íbúðar eða eftir 25 ár. Lántaki mætti greiða lánið upp fyrr á matsvirði eða í áföngum og hefur hvata til þess því eftir fimm ár reiknast hóflegir vextir á lánið. Tillaga 3 – Tekjulágir geti fullnýtt skattfrjálsan húsnæðissparnað: Þriðja tillaga starfshópsins miðar að því að tekjulágir geti fullnýtt skattfrjálsa ráðstöfun séreignasparnaðar og verði heimilt að leggja meira en 4% af launum skattfrjálst í séreignasparnað til að nýta hámarksfjárhæðina. Tillaga 4 – Ráðstafa megi einnig 3,5 prósentustigum lífeyrisiðgjalds skattfrjálst til húsnæðissparnaðar: Fjórða tillaga starfshópsins fjallar um heimild til ráðstöfunar allt að 6% séreignarsparnaðar skattfrjálst til fyrstu íbúðakaupa verði útvíkkuð þannig að einnig verði heimilt að nýta 3,5 prósentustig iðgjalds lífeyrissparnaðar til íbúðakaupa eða samtals 9,5% af launum. Tillaga 5 – Árleg hámarksráðstöfun verði uppreiknuð og fylgi þróun á verði íbúðarhúsnæðis: Fimmta tillagan fjallar um að hámarksráðstöfun skattfrjálsrar ráðstöfunar innan hvers árs verði uppreiknuð með hliðsjón af þróun íbúðaverðs en það hefur hækkað um 22% frá því fjárhæðin var ákveðin í lögum. Fjárhæðin myndi fylgja framvegis þróun íbúðaverðs. Tillaga 6 – Skilyrði um fyrstu kaup verði rýmkað: Skattfrjáls ráðstöfun lífeyrissparnaðar til íbúðakaupa verði einnig í boði fyrir fólk sem hefur einhvern tímann áður átt íbúðarhúsnæði enda hafi það ekki átt íbúð undanfarin t.d. 2 ár og ekki áður fullnýtt úrræðið. Tillaga 7 – Skilyrði um samfellda nýtingu verði aflétt: Í stað núverandi skilyrðis um samfellda nýtingu séreignasparnaðar miðar tillaga starfshóps að því að heimilt verði að nýta úrræðið yfir 120 mánaða tímabil með hléum. Tillaga 8 – Efla kynningu á úrræðum meðal yngri aldurshópa: Um fimmtungur leigjenda á aldrinum 18-24 ára kveðst hafa lítinn áhuga á að nýta sér skattfrjálsan húsnæðissparnað enda hafði meirihluti þessa hóps ekki kynnt sér úrræðið. Ein af tillögum starfshópsins miðar að því að efla kynningu á þeim úrræðum sem eru í boði. Tillaga 9 – Vaxtabótum beint að tekjulægri hópum: Ein af tillögunum snýst um að beina vaxtabótum að tekjulægri hópum. Kerfi vaxtabóta yrði þannig breytt þannig að vaxtabætur verði fyrst og fremst fyrir afmarkaða félagshópa sem eiga sérstaklega erfitt með að eignast íbúð. Tillaga 10 – Hvatar til að draga úr notkun verðtryggðra lána: Ein af tillögum starfshópsins er að búa til hvata til að draga úr notkun verðtryggðra lána. Ofangreind úrræði um startlán, eiginfjárlán, aukna ráðstöfun lífeyrissparnaðar til íbúðakaupa og vaxtabætur gætu þannig verið háð skilyrðum um að önnur fjármögnun íbúðarkaupa sé ekki verðtryggð. Mögulegt er að nýta vaxtabætur sem hvata til að draga úr notkun verðtryggingar. Tillaga 11 – Frestun afborgana á námslánum LÍN um fimm ár: Ellefta tillaga starfshópsins lýtur námslánum. Hann stingur upp á því að heimilt yrði að fresta afborgun á námslánum fyrstu fimm árin eftir kaup á íbúð og/eða fá þegar greiddar afborganir endurlánaðar í tengslum við íbúðakaup. Fyrir hvert ár verði þannig hægt að fresta eða fá endurlánaða allt að 200 þúsund kr. afborgun, samtals allt að einni milljón króna á fimm árum. Tillaga 12 – Afsláttur af stimpilgjaldi við fyrstu kaup verði 200 þúsund krónur: Í stað lækkunar af stimpilgjaldi 0,4% í stað 0,8% af kaupverði fyrstu íbúðar yrði afslátturinn föst krónutala, 200 þúsund krónur. Með breytingunni yrði stuðningurinn sá sami í krónum talið hvort sem keypt er ódýr eða dýr fyrsta íbúð. Tillaga 13 – Stuðningur við þá sem kjósa að byggja sjálfir: Íbúðalánasjóður yrði miðstöð upplýsinga fyrir húsbyggendur og kæmi í auknum mæli að fjármögnun slíkra verkefna á fyrri byggingarstigum. Tillaga 14 – valkostir á mörkum eignar og leigu verði efldir: Á meðal þeirra möguleika sem þar koma til greina væri ný löggjöf um blönduð eignarform, aukin uppbygging hagkvæms húsnæðis með búseturétti, kaupleiga innan almenna íbúðakerfisins og meðeign hins opinbera í húsnæði. Húsnæðismál Tengdar fréttir Bein útsending: Kynna nýja tegund lána fyrir tekjulága Sérstakur kynningarfundur fer fram í höfuðstöðvum Íbúðalánasjóðs klukkan 11 en reiknað er með að fundurinn standi í klukkustund. 5. apríl 2019 10:49 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Tvær nýjar tegundir lána, skattfrjáls ráðstöfun lífeyrissparnaðar til íbúðakaupa, vaxtabætur, frestun afborgana á námslánum og ný löggjöf um blandað eignarform er á meðal tillagna starfshóps um aðgerðir til að lækka þröskuld ungs fólks og tekjulágra inn á húsnæðismarkaðinn. Alls eru tillögurnar í fjórtán liðum. Frosti Sigurjónsson er formaður hópsins sem kom saman til fundar alls fjórtán sinnum. Tillögur hópsins taka mið af ábendingum frá almenningi, aðilum vinnumarkaðarins, fulltrúum lífeyrissjóða og lánastofnana, hagsmunasamtökum heimilanna og átakshópi um aukið framboð á íbúðum. Frosti Sigurjónsson, Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, og fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar fjölluðu um tillögurnar á fundinum. Tillögurnar miða að því að hraða öflun höfuðstóls, létta afborgunarbyrði lána hjá ungu fólki og tekjulágum hópum. Frosti kynnti tillögurnar í höfuðstöðvum Íbúðalánasjóðs sem hófst klukkan 11:00 í morgun. Í skýrslunni kemur fram að ráðstöfunartekjur ungs fólks hafi hækkað minna en annarra aldurshópa á undanförnum árum á sama tíma og verð lítilla íbúða, sem henta fyrstu kaupendum, hafi hækkað mest.Tillaga 1 – Startlán: Fyrsta tillaga starfshópsins er svokallað startlán að norskri fyrirmynd. Tillagan snýst um að ríkið veiti viðbótarlán með háum veðhlutföllum og hagstæðum vöxtum til afmarkaðra hópa sem eigi sérstaklega erfitt með að eignast húsnæði. Á startlánum mætti stilla vexti þannig að greiðslubyrði yrði viðráðanlegri fyrir fólk með lágar tekjur en þannig myndu opnast möguleikar á íbúðakaupum. Starfshópurinn telur enn fremur að hægt verði að koma til móts við tekjulága hópa með því að heimila hærri veðhlutföll á startlánum en öðrum viðbótarlánum. Að mati starfshópsins er æskilegast að startlánin yrðu óverðtryggð til að lágmarka áhættu ríkisins af lánveitingum og tryggja eignamyndun hjá lántaka á fyrrihluta lánstímans. Startlánið yrði þó háð því að um hagkvæmt húsnæði sé að ræða sem sé í samræmi við þarfir lántaka. Tiltekinn hluti startlána gæti verið tengdur nýjum íbúðum til þess að auka framboð nýs hagkvæms húsnæðis. Tillaga 2 – Eignarfjárlán: Önnur tillaga starfshóps er að bjóða upp á eiginfjárlán (e. equity loans) að breskri fyrirmynd. Eiginfjárlán er úrræði sem styður við þá sem ekki ráða við startlán. Ríkið myndi þannig veita eiginfjárlán sem geta numið 15-30% af kaupverði og eru án afborgana. Eiginfjárlán lækka bæði þröskuld útborgunar og greiðslugetu og gætu nýst t.d. þeim hópi sem ekki ræður við greiðslubyrði startlána. Eiginfjárlán yrðu líkt og startlánið afmarkað við hagkvæmt húsnæði. Hópurinn telur að hægt yrði nota eiginfjárlán til að skapa aukinn hvata til byggingar hagkvæms húsnæðis á þeim svæðum sem þeirra er þörf. Þannig sé hægt að búa til hvata með því að bjóða aukið lánshlutfall til slíkra íbúða. Höfuðstóll eiginfjárlána tekur breytingum með markaðsvirði íbúðarinnar. Lánið myndi endurgreiðast við sölu íbúðar eða eftir 25 ár. Lántaki mætti greiða lánið upp fyrr á matsvirði eða í áföngum og hefur hvata til þess því eftir fimm ár reiknast hóflegir vextir á lánið. Tillaga 3 – Tekjulágir geti fullnýtt skattfrjálsan húsnæðissparnað: Þriðja tillaga starfshópsins miðar að því að tekjulágir geti fullnýtt skattfrjálsa ráðstöfun séreignasparnaðar og verði heimilt að leggja meira en 4% af launum skattfrjálst í séreignasparnað til að nýta hámarksfjárhæðina. Tillaga 4 – Ráðstafa megi einnig 3,5 prósentustigum lífeyrisiðgjalds skattfrjálst til húsnæðissparnaðar: Fjórða tillaga starfshópsins fjallar um heimild til ráðstöfunar allt að 6% séreignarsparnaðar skattfrjálst til fyrstu íbúðakaupa verði útvíkkuð þannig að einnig verði heimilt að nýta 3,5 prósentustig iðgjalds lífeyrissparnaðar til íbúðakaupa eða samtals 9,5% af launum. Tillaga 5 – Árleg hámarksráðstöfun verði uppreiknuð og fylgi þróun á verði íbúðarhúsnæðis: Fimmta tillagan fjallar um að hámarksráðstöfun skattfrjálsrar ráðstöfunar innan hvers árs verði uppreiknuð með hliðsjón af þróun íbúðaverðs en það hefur hækkað um 22% frá því fjárhæðin var ákveðin í lögum. Fjárhæðin myndi fylgja framvegis þróun íbúðaverðs. Tillaga 6 – Skilyrði um fyrstu kaup verði rýmkað: Skattfrjáls ráðstöfun lífeyrissparnaðar til íbúðakaupa verði einnig í boði fyrir fólk sem hefur einhvern tímann áður átt íbúðarhúsnæði enda hafi það ekki átt íbúð undanfarin t.d. 2 ár og ekki áður fullnýtt úrræðið. Tillaga 7 – Skilyrði um samfellda nýtingu verði aflétt: Í stað núverandi skilyrðis um samfellda nýtingu séreignasparnaðar miðar tillaga starfshóps að því að heimilt verði að nýta úrræðið yfir 120 mánaða tímabil með hléum. Tillaga 8 – Efla kynningu á úrræðum meðal yngri aldurshópa: Um fimmtungur leigjenda á aldrinum 18-24 ára kveðst hafa lítinn áhuga á að nýta sér skattfrjálsan húsnæðissparnað enda hafði meirihluti þessa hóps ekki kynnt sér úrræðið. Ein af tillögum starfshópsins miðar að því að efla kynningu á þeim úrræðum sem eru í boði. Tillaga 9 – Vaxtabótum beint að tekjulægri hópum: Ein af tillögunum snýst um að beina vaxtabótum að tekjulægri hópum. Kerfi vaxtabóta yrði þannig breytt þannig að vaxtabætur verði fyrst og fremst fyrir afmarkaða félagshópa sem eiga sérstaklega erfitt með að eignast íbúð. Tillaga 10 – Hvatar til að draga úr notkun verðtryggðra lána: Ein af tillögum starfshópsins er að búa til hvata til að draga úr notkun verðtryggðra lána. Ofangreind úrræði um startlán, eiginfjárlán, aukna ráðstöfun lífeyrissparnaðar til íbúðakaupa og vaxtabætur gætu þannig verið háð skilyrðum um að önnur fjármögnun íbúðarkaupa sé ekki verðtryggð. Mögulegt er að nýta vaxtabætur sem hvata til að draga úr notkun verðtryggingar. Tillaga 11 – Frestun afborgana á námslánum LÍN um fimm ár: Ellefta tillaga starfshópsins lýtur námslánum. Hann stingur upp á því að heimilt yrði að fresta afborgun á námslánum fyrstu fimm árin eftir kaup á íbúð og/eða fá þegar greiddar afborganir endurlánaðar í tengslum við íbúðakaup. Fyrir hvert ár verði þannig hægt að fresta eða fá endurlánaða allt að 200 þúsund kr. afborgun, samtals allt að einni milljón króna á fimm árum. Tillaga 12 – Afsláttur af stimpilgjaldi við fyrstu kaup verði 200 þúsund krónur: Í stað lækkunar af stimpilgjaldi 0,4% í stað 0,8% af kaupverði fyrstu íbúðar yrði afslátturinn föst krónutala, 200 þúsund krónur. Með breytingunni yrði stuðningurinn sá sami í krónum talið hvort sem keypt er ódýr eða dýr fyrsta íbúð. Tillaga 13 – Stuðningur við þá sem kjósa að byggja sjálfir: Íbúðalánasjóður yrði miðstöð upplýsinga fyrir húsbyggendur og kæmi í auknum mæli að fjármögnun slíkra verkefna á fyrri byggingarstigum. Tillaga 14 – valkostir á mörkum eignar og leigu verði efldir: Á meðal þeirra möguleika sem þar koma til greina væri ný löggjöf um blönduð eignarform, aukin uppbygging hagkvæms húsnæðis með búseturétti, kaupleiga innan almenna íbúðakerfisins og meðeign hins opinbera í húsnæði.
Húsnæðismál Tengdar fréttir Bein útsending: Kynna nýja tegund lána fyrir tekjulága Sérstakur kynningarfundur fer fram í höfuðstöðvum Íbúðalánasjóðs klukkan 11 en reiknað er með að fundurinn standi í klukkustund. 5. apríl 2019 10:49 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Bein útsending: Kynna nýja tegund lána fyrir tekjulága Sérstakur kynningarfundur fer fram í höfuðstöðvum Íbúðalánasjóðs klukkan 11 en reiknað er með að fundurinn standi í klukkustund. 5. apríl 2019 10:49