Vilja flýta framkvæmdum vegna umferðaröryggis Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. apríl 2019 14:41 Starfshópurinn setti saman lista yfir níu verkefni sem þykir rétt að flýta með hliðsjón af umferðaröryggi, umferðarþunga og þjóðhagslegum ábata af framkvæmdum. Fyrsti valkostur starfshóps um fjármögnun samgöngukerfisins er breytt forgangsröðun í ríkisútgjöldum. Starfshópurinn setti saman lista yfir níu verkefni sem þykir rétt að flýta með hliðsjón af umferðaröryggi, umferðarþunga og þjóðhagslegum ábata af framkvæmdum. Flýtiframkvæmdirnar níu eru allar utan höfuðborgarsvæðisins og hefur hópurinn reiknað út að henti vel að fjármagna með gjaldtöku af umferð. Starfshópurinn skilaði í dag skýrslu um flýtiframkvæmdir og leiðir til fjármögnunar þeirra en Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður starfshópsins, fjallaði um niðurstöðurnar á kynningarfundi sem fór fram í samgöngu-og sveitarstjórnarráðuneytinu í dag og hófst klukkan 13:00. Áætlað er að flýtiframkvæmdirnar muni kosta samtals um 40 milljarða króna á næstu sjö árum. Leiðarljós hópsins var að leita leiða til að flýta uppbyggingu brýnna samgöngumannvirkja í þágu umferðaröryggis. Forgangsverkefnin níu eru eftirfarandi: Grindavíkurvegur – Bláalónsvegur – Grindavík Reykjanesbraut – Fitjar-Flugstöð Reykjanesbraut – Krýsuvíkurvegur – Hvassahraun Suðurlandsvegur – Biskupstungnabraut- Kambar Suðurlandsvegur – Fossvellir – Norðlingavað Suðurlandsvegur – Skeiðavegamót – Selfoss Suðurlandsvegur – Ölfusárbrú Vesturlandsvegur – Hvalfjarðargöng – Borgarnes Vesturlandsvegur – Þingvallavegur – Leirvogstunga og um Kjalarnes Opinbert hlutafélag og samvinnuverkefni Næsti valkostur við flýtiframkvæmdirnar er að stofna opinbert hlutafélag um framkvæmdir, lántökur og innheimtu veggjalda að mati starfshópsins. Hann telur þó engar fjármögnunarleiðir fyrir hendi sem ekki eru háðar svigrúmi ríkisins nema framkvæmdir sem gætu hentað sem samvinnuverkefni. Hópurinn telur að samvinnuverkefni gætu vel hentað fyrir stórar nýframkvæmdir á borð við Sundabraut og tvöföldun Hvalfjarðarganga. Starfshópurinn leggur til að hugmyndir um veggjöld vegna einstakra framkvæmda verði þróaðar áfram. Fjármögnun vegaframkvæmda með ríkisfé útilokar ekki gjaldtöku að framkvæmdum loknum að mati starfshópsins. Lagt er til að gjaldtaka af umferð miðist við hverja framkvæmd fyrir sig og verði í samræmi við kostnað tiltekinnar framkvæmdar. Það sé mikilvægt að gjaldið sem innheimt verði á einum stað verði ekki notað til að standa undir framkvæmdum á öðrum stað. Hópurinn vill að miðað verði við að hlutfall kostnaðar vegna gjaldtöku af innheimtum tekjum verði ekki hærra en 10%. Í starfshópnum sátu Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður hópsins, Benedikt Árnason skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu, Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri, Hreinn Haraldsson fyrrverandi vegamálastjóri, Ingveldur Sæmundsdóttir aðstoðarmaður samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Lísa Kristjánsdóttir, aðstoðarmaður forsætisráðherra, og Páll Ásgeir Guðmundsson, aðstoðarmaður fjármála- og efnahagsráðherra. Með hópnum starfaði starfsfólk í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu og Vegagerðinni. Samgöngur Vegtollar Ný Ölfusárbrú Umferðaröryggi Tengdar fréttir Óttast að fólk verði rukkað út og suður með veggjöldum Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar segist óttast að með veggjöldum verði fólk rukkað út og suður. 17. febrúar 2019 12:04 Undrast sinnaskipti samgönguráðherra varðandi veggjöld Ráðherrann vil nú skoða að setja arðgreiðslur frá Landsvirkjun í uppbyggingu vegakerfisins sem ríkisstjórnin hefur stenft að setja í þjóðarsjóð til að mæta áföllum í framtíðinni. 12. febrúar 2019 13:00 Formaður samgöngunefndar segir samgönguráðherra verða að fara að gera upp hug sinn Formaður umhverfis- og samgöngunefndar segir samgönguráðherra verða að fara gera upp við sig hvaða leiðir eigi að fara í nauðsynlegum stórframkvæmdum í vegakerfinu. 12. febrúar 2019 19:30 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Fyrsti valkostur starfshóps um fjármögnun samgöngukerfisins er breytt forgangsröðun í ríkisútgjöldum. Starfshópurinn setti saman lista yfir níu verkefni sem þykir rétt að flýta með hliðsjón af umferðaröryggi, umferðarþunga og þjóðhagslegum ábata af framkvæmdum. Flýtiframkvæmdirnar níu eru allar utan höfuðborgarsvæðisins og hefur hópurinn reiknað út að henti vel að fjármagna með gjaldtöku af umferð. Starfshópurinn skilaði í dag skýrslu um flýtiframkvæmdir og leiðir til fjármögnunar þeirra en Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður starfshópsins, fjallaði um niðurstöðurnar á kynningarfundi sem fór fram í samgöngu-og sveitarstjórnarráðuneytinu í dag og hófst klukkan 13:00. Áætlað er að flýtiframkvæmdirnar muni kosta samtals um 40 milljarða króna á næstu sjö árum. Leiðarljós hópsins var að leita leiða til að flýta uppbyggingu brýnna samgöngumannvirkja í þágu umferðaröryggis. Forgangsverkefnin níu eru eftirfarandi: Grindavíkurvegur – Bláalónsvegur – Grindavík Reykjanesbraut – Fitjar-Flugstöð Reykjanesbraut – Krýsuvíkurvegur – Hvassahraun Suðurlandsvegur – Biskupstungnabraut- Kambar Suðurlandsvegur – Fossvellir – Norðlingavað Suðurlandsvegur – Skeiðavegamót – Selfoss Suðurlandsvegur – Ölfusárbrú Vesturlandsvegur – Hvalfjarðargöng – Borgarnes Vesturlandsvegur – Þingvallavegur – Leirvogstunga og um Kjalarnes Opinbert hlutafélag og samvinnuverkefni Næsti valkostur við flýtiframkvæmdirnar er að stofna opinbert hlutafélag um framkvæmdir, lántökur og innheimtu veggjalda að mati starfshópsins. Hann telur þó engar fjármögnunarleiðir fyrir hendi sem ekki eru háðar svigrúmi ríkisins nema framkvæmdir sem gætu hentað sem samvinnuverkefni. Hópurinn telur að samvinnuverkefni gætu vel hentað fyrir stórar nýframkvæmdir á borð við Sundabraut og tvöföldun Hvalfjarðarganga. Starfshópurinn leggur til að hugmyndir um veggjöld vegna einstakra framkvæmda verði þróaðar áfram. Fjármögnun vegaframkvæmda með ríkisfé útilokar ekki gjaldtöku að framkvæmdum loknum að mati starfshópsins. Lagt er til að gjaldtaka af umferð miðist við hverja framkvæmd fyrir sig og verði í samræmi við kostnað tiltekinnar framkvæmdar. Það sé mikilvægt að gjaldið sem innheimt verði á einum stað verði ekki notað til að standa undir framkvæmdum á öðrum stað. Hópurinn vill að miðað verði við að hlutfall kostnaðar vegna gjaldtöku af innheimtum tekjum verði ekki hærra en 10%. Í starfshópnum sátu Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður hópsins, Benedikt Árnason skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu, Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri, Hreinn Haraldsson fyrrverandi vegamálastjóri, Ingveldur Sæmundsdóttir aðstoðarmaður samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Lísa Kristjánsdóttir, aðstoðarmaður forsætisráðherra, og Páll Ásgeir Guðmundsson, aðstoðarmaður fjármála- og efnahagsráðherra. Með hópnum starfaði starfsfólk í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu og Vegagerðinni.
Samgöngur Vegtollar Ný Ölfusárbrú Umferðaröryggi Tengdar fréttir Óttast að fólk verði rukkað út og suður með veggjöldum Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar segist óttast að með veggjöldum verði fólk rukkað út og suður. 17. febrúar 2019 12:04 Undrast sinnaskipti samgönguráðherra varðandi veggjöld Ráðherrann vil nú skoða að setja arðgreiðslur frá Landsvirkjun í uppbyggingu vegakerfisins sem ríkisstjórnin hefur stenft að setja í þjóðarsjóð til að mæta áföllum í framtíðinni. 12. febrúar 2019 13:00 Formaður samgöngunefndar segir samgönguráðherra verða að fara að gera upp hug sinn Formaður umhverfis- og samgöngunefndar segir samgönguráðherra verða að fara gera upp við sig hvaða leiðir eigi að fara í nauðsynlegum stórframkvæmdum í vegakerfinu. 12. febrúar 2019 19:30 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Óttast að fólk verði rukkað út og suður með veggjöldum Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar segist óttast að með veggjöldum verði fólk rukkað út og suður. 17. febrúar 2019 12:04
Undrast sinnaskipti samgönguráðherra varðandi veggjöld Ráðherrann vil nú skoða að setja arðgreiðslur frá Landsvirkjun í uppbyggingu vegakerfisins sem ríkisstjórnin hefur stenft að setja í þjóðarsjóð til að mæta áföllum í framtíðinni. 12. febrúar 2019 13:00
Formaður samgöngunefndar segir samgönguráðherra verða að fara að gera upp hug sinn Formaður umhverfis- og samgöngunefndar segir samgönguráðherra verða að fara gera upp við sig hvaða leiðir eigi að fara í nauðsynlegum stórframkvæmdum í vegakerfinu. 12. febrúar 2019 19:30
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“