FA og VR/LÍV undirrita kjarasamning Samúel Karl Ólason skrifar 5. apríl 2019 15:21 Frá undirskriftinni. Félag atvinnurekenda Félag atvinnurekenda hefur undirritað kjarasamning við VR og Landssamband íslenzkra verzlunarmanna. SÍ tilkynningu á vef FA segir að hann verði kynntur á félagsfundi næstkomandi miðvikudag. Svo verði hann lagður fyrir stjórn FA til staðfestingar á fimmtudaginn.Engin ákvæði eru um prósentuhækkanir í samningnum.2019: Öll laun hækka um kr. 17 þúsund á mánuði frá og með 1. apríl.2020: Taxtar hækka um kr. 24 þúsund á mánuði en almenn hækkun er kr. 18 þús. frá og með 1. apríl.2021: Taxtar hækka um kr. 24 þúsund á mánuði en almenn hækkun er kr. 15.750 frá og með 1. janúar.2022: Taxtar hækka um kr. 25 þúsund á mánuði en almenn hækkun er kr. 17.250 frá og með 1. janúar. Í samningnum má einnig finna tengingu við hagvaxtastigið í landinu. Þannig myndu laun hækka ef landsframleiðsla eykst umfram tiltekin mörk. Þar að auki snýr samningurinn að launaþróunartryggingu á taxtalaun. Samkvæmt FA er markmiðið að tryggja að félagsmenn sem taki laun samkvæmt töxtum fylgi almennri launaþróun, verði launaskrið á almennum vinnumarkaði. Orlofsuppbót mun hækka árlega um þúsund krónur og auk þess verður greiddur 26 þúsund króna orlofsuppbótarauki til allra fyrir 2. maí 2019. „Orlofsuppbót árið 2019 verður því samtals 76 þúsund krónur. Jafnframt er gert ráð fyrir að orlofsuppbótin, sem samkvæmt samningi VR/LÍV og FA á að greiðast 1. júní, verði á þessu ári greidd ekki síðar en 2. maí,“ segir á vef FA. Þar segir einnig að ákvæði sé í samningnum um að vinnuvikan styttist um 45 mínútur. Virkur vinnutími fari úr 36 klst og 15 mín í 35 klst og 30 mín. Sú stytting kemur til framkvæmda um áramót og þarf að útfæra hana sérstaklega á hverjum vinnustað. „Eftir sem áður er talsverður munur á heildarkjarasamningi FA og VR/LÍV og samningi sömu aðila við SA. Samningur FA er opnari og sveigjanlegri og má nefna að skilgreining dagvinnutímabils er mun rýmri en í samningi VR/LÍV og SA. Þannig má vinna umsaminn hámarksdagvinnutíma samkvæmt samningnum hvenær sem er á tímabilinu frá kl. 7 til kl. 19, en þrengri skilgreiningar eru í samningum SA.“ Kjaramál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Félag atvinnurekenda hefur undirritað kjarasamning við VR og Landssamband íslenzkra verzlunarmanna. SÍ tilkynningu á vef FA segir að hann verði kynntur á félagsfundi næstkomandi miðvikudag. Svo verði hann lagður fyrir stjórn FA til staðfestingar á fimmtudaginn.Engin ákvæði eru um prósentuhækkanir í samningnum.2019: Öll laun hækka um kr. 17 þúsund á mánuði frá og með 1. apríl.2020: Taxtar hækka um kr. 24 þúsund á mánuði en almenn hækkun er kr. 18 þús. frá og með 1. apríl.2021: Taxtar hækka um kr. 24 þúsund á mánuði en almenn hækkun er kr. 15.750 frá og með 1. janúar.2022: Taxtar hækka um kr. 25 þúsund á mánuði en almenn hækkun er kr. 17.250 frá og með 1. janúar. Í samningnum má einnig finna tengingu við hagvaxtastigið í landinu. Þannig myndu laun hækka ef landsframleiðsla eykst umfram tiltekin mörk. Þar að auki snýr samningurinn að launaþróunartryggingu á taxtalaun. Samkvæmt FA er markmiðið að tryggja að félagsmenn sem taki laun samkvæmt töxtum fylgi almennri launaþróun, verði launaskrið á almennum vinnumarkaði. Orlofsuppbót mun hækka árlega um þúsund krónur og auk þess verður greiddur 26 þúsund króna orlofsuppbótarauki til allra fyrir 2. maí 2019. „Orlofsuppbót árið 2019 verður því samtals 76 þúsund krónur. Jafnframt er gert ráð fyrir að orlofsuppbótin, sem samkvæmt samningi VR/LÍV og FA á að greiðast 1. júní, verði á þessu ári greidd ekki síðar en 2. maí,“ segir á vef FA. Þar segir einnig að ákvæði sé í samningnum um að vinnuvikan styttist um 45 mínútur. Virkur vinnutími fari úr 36 klst og 15 mín í 35 klst og 30 mín. Sú stytting kemur til framkvæmda um áramót og þarf að útfæra hana sérstaklega á hverjum vinnustað. „Eftir sem áður er talsverður munur á heildarkjarasamningi FA og VR/LÍV og samningi sömu aðila við SA. Samningur FA er opnari og sveigjanlegri og má nefna að skilgreining dagvinnutímabils er mun rýmri en í samningi VR/LÍV og SA. Þannig má vinna umsaminn hámarksdagvinnutíma samkvæmt samningnum hvenær sem er á tímabilinu frá kl. 7 til kl. 19, en þrengri skilgreiningar eru í samningum SA.“
Kjaramál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira