Formúla 1

Leclerc mun nota sömu vél í Kína

Bragi Þórðarson skrifar
Leclerc varð að sjá á eftir fyrsta sætinu í Barein.
Leclerc varð að sjá á eftir fyrsta sætinu í Barein. Getty
Hinn 21 árs gamli Charles Leclerc stóð sig eins og hetja í annari keppni sinni með Ferrari um síðustu helgi

Leclerc náði sínum fyrsta ráspól í Formúlu 1 í tímatökunum og leiddi kappaksturinn örugglega þegar rúmir tíu hringir voru eftir. Þá kom upp bilun í vél Ferrari bílsins sem varð til þess að Charles endaði þriðji.

Ferrari hefur gefið út að orsök bilunarinnar hafi verið að vír brann yfir í kveikjukerfi vélarinnar. Liðið bætti við að bilun sem þessi hefur aldrei komið upp áður.

Hver ökumaður má einungis nota fjórar vélar á hverju keppnistímabili og vill Ferrari liðið því ekki skipta um vélina í bíl Leclerc. Liðið er viss um að bilunin skaðaði ekki vélina og telur það því enga áhættu að halda sömu vél í Kína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×