Með væna forystu eftir holu í höggi 6. apríl 2019 08:27 Kim fagnaði höggi sínu á sextándu vel og innilega. Vísir/Getty Suður-Kóreumaðurinn Si Woo Kim náði að fylgja eftir frábærum fyrsta hring á Valero Texas Open-mótinu með því að ná draumahöggi allra kylfinga á öðrum hring í gær. Kim spilaði á 66 höggum á fyrsta hring, sex höggum undir pari, og gerði slíkt hið sama í gær. En á sextándu holu gerði hann sér lítið fyrir og sló holu í höggi. Um var að ræða 152 metra langa holu og sló Kim með járnkylfu númer níu. Þetta er í annað sinn á ferlinum sem Kim nær holu í höggi á PGA-móti og í 22. sinn á núverandi mótaröð þar sem að kylfingur nær þessu afreki.What a line. What a shot. What a statement. What a celebration. Si Woo Kim makes an ACE at the par-3 16th.#LiveUnderParpic.twitter.com/7YYC7n7PiX — PGA TOUR (@PGATOUR) April 5, 2019 En fáir hafa afrekað að ná holu í höggi á móti þar sem þeir bera svo sigur úr býtum og gæti Kim því komist í fámennan hóp ef honum tekst að halda forystu sinni allt til loka. Kim bar sigur úr býtum á Players-meistaramótinu árið 2017 og er með fjögurra högga forystu á mótinu. Sex kylfingar eru á átta höggum undir pari, meðal annarra Jordan Spieth og Rickie Fowler. Þetta er síðasta PGA-mótið fyrir fyrsta risamót ársins en Masters-mótið hefst í næstu viku. Sýnt er beint frá Valero Texas Open mótinu á Stöð 2 Golf en útsending hefst klukkan 17.00 í dag. Golf Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Suður-Kóreumaðurinn Si Woo Kim náði að fylgja eftir frábærum fyrsta hring á Valero Texas Open-mótinu með því að ná draumahöggi allra kylfinga á öðrum hring í gær. Kim spilaði á 66 höggum á fyrsta hring, sex höggum undir pari, og gerði slíkt hið sama í gær. En á sextándu holu gerði hann sér lítið fyrir og sló holu í höggi. Um var að ræða 152 metra langa holu og sló Kim með járnkylfu númer níu. Þetta er í annað sinn á ferlinum sem Kim nær holu í höggi á PGA-móti og í 22. sinn á núverandi mótaröð þar sem að kylfingur nær þessu afreki.What a line. What a shot. What a statement. What a celebration. Si Woo Kim makes an ACE at the par-3 16th.#LiveUnderParpic.twitter.com/7YYC7n7PiX — PGA TOUR (@PGATOUR) April 5, 2019 En fáir hafa afrekað að ná holu í höggi á móti þar sem þeir bera svo sigur úr býtum og gæti Kim því komist í fámennan hóp ef honum tekst að halda forystu sinni allt til loka. Kim bar sigur úr býtum á Players-meistaramótinu árið 2017 og er með fjögurra högga forystu á mótinu. Sex kylfingar eru á átta höggum undir pari, meðal annarra Jordan Spieth og Rickie Fowler. Þetta er síðasta PGA-mótið fyrir fyrsta risamót ársins en Masters-mótið hefst í næstu viku. Sýnt er beint frá Valero Texas Open mótinu á Stöð 2 Golf en útsending hefst klukkan 17.00 í dag.
Golf Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira