Vilja breyta námi slökkviliðsmanna á Íslandi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 6. apríl 2019 12:48 Formaður Félags slökkviliðsstjóra segir sum slökkvilið ekki getað unnið eftir nýrri reglugerð sökum fjárskorts. Hann segir stöðu slökkviliða á landinu misjafna og fari eftir því hversu burðug sveitarfélögin eru til þess að reka þau. Formaður Félags slökkviliðsstjóra segir sum slökkvilið ekki getað unnið eftir nýrri reglugerð sökum fjárskorts. Hann segir stöðu slökkviliða á landinu misjafna og fari eftir því hversu burðug sveitarfélögin eru til þess að reka þau. Reglugerð um starfsemi slökkviliða sem tók gildi á síðast ári var sett með það að markmiði að festa en frekar í sessi þau verkefni sem slökkviliðum ber að sinna. Pétur Pétursson, formaður Félags slökkviliðsstjóra segir að þar sem að ekki hafi verið farið eftir þeim reglum og leiðbeiningum um rekstur slökkviliða og þar sem ekki hafi verið sett nægilega fjármagn til reksturs þeirra til langs tíma geti verið erfitt fyrir sveitarfélög að standast þær kröfur sem gerðar séu til reksturs slökkviliða.„Menn hafa spurt sig að því hvort það sé mikill kostnaðarauki af þessari nýju reglugerð og jú hann er einhver alls staðar en hann er auðvitað hvað mestur þar sem skilyrðin hafa ekki verið uppfyllt en það er kannski ekki hægt að kenna um nýrri reglugerð heldur frekar því hvernig á málum hefur verið haldið,“ segir Pétur. Pétur segir að Mannvirkjastofn, sem hefur eftirlit með starfsemi slökkviliða, ekki hafa mörg úrræði til þess að beita sér í málefninu þar sem að þarf kannski að gera betur og bæta í. „Mannvirkjastofnun hefur hinst vega staðið sig mjög vel í því að bæði að fara um landið og gera stikkprufur og annað slíkt. Þar skortir kannski, eigum við að segja valdheimildir hjá mannvirkjastofnun til þess að taka á málunum. Auðvitað er síðan ekki gott heldur að ganga í svona mál af einhverri hörku heldur held ég að bæði stjórnmálamenn og sveitarstjórnarmenn og fólkið í landinu verði að gera sér grein fyrir því að þetta er málaflokkur sem að við verðum að hafa og við verðum að reka. Þetta er ein af grunnþjónustunum samfélagsins,“ segir Pétur. Árlegur fundur slökkviliðsstjóra með Mannvirkjastofnun er haldinn á Fáskrúðsfirði um helgina þar sem farið er meðal annars yfir starfsemi slökkviliðanna en menntunarmál slökkviliðsmanna hafa verið til umræðu hjá félaginu þar sem lagðar eru til talsverðar breytingar. „Við keyrum þetta á námskeiðum í dag og við aðskiljum þá sem að við köllum atvinnumenn í dag, eða sem sagt slökkviliðsmenn sem hafa þetta að aðalstarfi og svo erum við með hlutastarfandi menn. Norðmenn hafa um árabil verið að skoða breytingu á sínu kerfi. Þeir hafa verið með viðlíka kerfi og þeir eru búnir að eyða mörgum árum í að hanna nýtt menntakerfi og eru að stefna í það að fara með slökkviliðsnám í þriggja ára nám sem að við klárum nokkrum vikum og námskeiðum. Við höfum lagt til, hjá Félagi slökkviliðsstjóra, að þessum málaflokki verði breytt og við hefðum helst vilja sjá þennan málaflokk fara inn í einhver önnur skólaúrræði heldur en á stuttu námskeiðisformi,“ sagði Pétur Pétursson, ný endurkjörinn formaður Félags slökkviliðsstjóra á Íslandi. Skóla - og menntamál Slökkvilið Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Sjá meira
Formaður Félags slökkviliðsstjóra segir sum slökkvilið ekki getað unnið eftir nýrri reglugerð sökum fjárskorts. Hann segir stöðu slökkviliða á landinu misjafna og fari eftir því hversu burðug sveitarfélögin eru til þess að reka þau. Reglugerð um starfsemi slökkviliða sem tók gildi á síðast ári var sett með það að markmiði að festa en frekar í sessi þau verkefni sem slökkviliðum ber að sinna. Pétur Pétursson, formaður Félags slökkviliðsstjóra segir að þar sem að ekki hafi verið farið eftir þeim reglum og leiðbeiningum um rekstur slökkviliða og þar sem ekki hafi verið sett nægilega fjármagn til reksturs þeirra til langs tíma geti verið erfitt fyrir sveitarfélög að standast þær kröfur sem gerðar séu til reksturs slökkviliða.„Menn hafa spurt sig að því hvort það sé mikill kostnaðarauki af þessari nýju reglugerð og jú hann er einhver alls staðar en hann er auðvitað hvað mestur þar sem skilyrðin hafa ekki verið uppfyllt en það er kannski ekki hægt að kenna um nýrri reglugerð heldur frekar því hvernig á málum hefur verið haldið,“ segir Pétur. Pétur segir að Mannvirkjastofn, sem hefur eftirlit með starfsemi slökkviliða, ekki hafa mörg úrræði til þess að beita sér í málefninu þar sem að þarf kannski að gera betur og bæta í. „Mannvirkjastofnun hefur hinst vega staðið sig mjög vel í því að bæði að fara um landið og gera stikkprufur og annað slíkt. Þar skortir kannski, eigum við að segja valdheimildir hjá mannvirkjastofnun til þess að taka á málunum. Auðvitað er síðan ekki gott heldur að ganga í svona mál af einhverri hörku heldur held ég að bæði stjórnmálamenn og sveitarstjórnarmenn og fólkið í landinu verði að gera sér grein fyrir því að þetta er málaflokkur sem að við verðum að hafa og við verðum að reka. Þetta er ein af grunnþjónustunum samfélagsins,“ segir Pétur. Árlegur fundur slökkviliðsstjóra með Mannvirkjastofnun er haldinn á Fáskrúðsfirði um helgina þar sem farið er meðal annars yfir starfsemi slökkviliðanna en menntunarmál slökkviliðsmanna hafa verið til umræðu hjá félaginu þar sem lagðar eru til talsverðar breytingar. „Við keyrum þetta á námskeiðum í dag og við aðskiljum þá sem að við köllum atvinnumenn í dag, eða sem sagt slökkviliðsmenn sem hafa þetta að aðalstarfi og svo erum við með hlutastarfandi menn. Norðmenn hafa um árabil verið að skoða breytingu á sínu kerfi. Þeir hafa verið með viðlíka kerfi og þeir eru búnir að eyða mörgum árum í að hanna nýtt menntakerfi og eru að stefna í það að fara með slökkviliðsnám í þriggja ára nám sem að við klárum nokkrum vikum og námskeiðum. Við höfum lagt til, hjá Félagi slökkviliðsstjóra, að þessum málaflokki verði breytt og við hefðum helst vilja sjá þennan málaflokk fara inn í einhver önnur skólaúrræði heldur en á stuttu námskeiðisformi,“ sagði Pétur Pétursson, ný endurkjörinn formaður Félags slökkviliðsstjóra á Íslandi.
Skóla - og menntamál Slökkvilið Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Sjá meira