Forsetaframbjóðendur í lyfjapróf fyrir kappræður Andri Eysteinsson skrifar 6. apríl 2019 16:56 Petró Pórósjenkó forseti Úkraínu hér í miðju lyfjaprófi. EPA/Mikhail Palinchak Forseti Úkraínu, Petró Pórósjenkó varð við kröfu mótframbjóðanda síns, Vólódímírs Selenskíj, um að gangast undir áfengis- og lyfjapróf fyrir kappræður forsetaframbjóðendanna tveggja sem munu fara fram á Ólympíuleikvanginum í Kænugarði. CNN greinir frá. Selenskíj, sem er leikari og hefur enga reynslu af pólitík nema frá hlutverki sínu sem forseti Úkraínu í þarlendum gamanþáttum, sigraði fyrstu umferð forsetakosninganna sem fóru fram 31. mars síðastliðinn. Selenskíj hlaut rúm 30% atkvæða og tryggði sig þar með inn í seinni umferð kosninganna þar sem hann mætir sitjandi forseta, Petró Pórósjenkó, sem fékk næst flest atkvæði í fyrri umferðinni. Í kjölfar úrslitanna skoraði Selenskíj á Pórósjenko að mæta sér í kappræðum í beinni útsendingu. Talið var í fyrstu að um grín væri að ræða en Selenskíj birti í vikunni myndband þar sem hann stendur við áskorunina og skýtur á Pórósjenkó fyrir að hafa hafnað áskorun Juliu Tymosjenkó um kappræður fyrir kosningarnar 2014.Pórósjenkó kom á óvart og samþykkti áskorunina Skilmálar Selenskíj fyrir kappræðurnar voru að þær yrðu haldnar í beinni útsendingu á öllum sjónvarpsstöðvum Úkraínu, færu fram á Ólympíuleikvanginum, sem tekur 70 þúsund manns í sæti, og að frambjóðendurnir tveir þyrftu að gangast undir áfengis- og lyfjapróf áður en þær færu fram til þess að sýna fram á að þeir væru hvorki alkóhólistar né eiturlyfjafíklar. Talið var að Pórósjenkó myndi virða áskorunina að vettugi en allt kom fyrir ekki, Pórósjenkó samþykkti að mæta Selenskíj og sagði kappræður ekki vera neitt grín. Pórósjenkó gekkst því undir lyfjapróf í dag og sýndi frá því í beinni útsendingu á Facebook-síðu sinni. Pórósjenkó hvatti Selenskíj til að taka prófin með sér en Selenskíj kaus heldur að gera það einn. „Ég gekkst undir blóðprufuna, það var tekið mikið af mínu unga blóði úr æðum mínum,“ sagði Selenskíj eftir prófið og skaut þar á aldur mótframbjóðanda síns. Seinni umferð forsetakosninganna í Úkraínu fer fram 21. Apríl næstkomandi. Úkraína Tengdar fréttir Gamanleikari og forseti berjast um æðsta embætti Úkraínu Gamanleikari með enga pólitíska reynslu leiðir í forsetakosningunum í Úkraínu en fyrri umferð þeirra fór fram um helgina. 1. apríl 2019 07:40 Grínistinn efstur í Úkraínu Útgönguspár bentu til þess að grínistinn Volodymyr Zelenskiy hefði fengið flest atkvæði í fyrri umferð úkraínsku forsetakosninganna sem fram fór í gær. 1. apríl 2019 07:00 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Sjá meira
Forseti Úkraínu, Petró Pórósjenkó varð við kröfu mótframbjóðanda síns, Vólódímírs Selenskíj, um að gangast undir áfengis- og lyfjapróf fyrir kappræður forsetaframbjóðendanna tveggja sem munu fara fram á Ólympíuleikvanginum í Kænugarði. CNN greinir frá. Selenskíj, sem er leikari og hefur enga reynslu af pólitík nema frá hlutverki sínu sem forseti Úkraínu í þarlendum gamanþáttum, sigraði fyrstu umferð forsetakosninganna sem fóru fram 31. mars síðastliðinn. Selenskíj hlaut rúm 30% atkvæða og tryggði sig þar með inn í seinni umferð kosninganna þar sem hann mætir sitjandi forseta, Petró Pórósjenkó, sem fékk næst flest atkvæði í fyrri umferðinni. Í kjölfar úrslitanna skoraði Selenskíj á Pórósjenko að mæta sér í kappræðum í beinni útsendingu. Talið var í fyrstu að um grín væri að ræða en Selenskíj birti í vikunni myndband þar sem hann stendur við áskorunina og skýtur á Pórósjenkó fyrir að hafa hafnað áskorun Juliu Tymosjenkó um kappræður fyrir kosningarnar 2014.Pórósjenkó kom á óvart og samþykkti áskorunina Skilmálar Selenskíj fyrir kappræðurnar voru að þær yrðu haldnar í beinni útsendingu á öllum sjónvarpsstöðvum Úkraínu, færu fram á Ólympíuleikvanginum, sem tekur 70 þúsund manns í sæti, og að frambjóðendurnir tveir þyrftu að gangast undir áfengis- og lyfjapróf áður en þær færu fram til þess að sýna fram á að þeir væru hvorki alkóhólistar né eiturlyfjafíklar. Talið var að Pórósjenkó myndi virða áskorunina að vettugi en allt kom fyrir ekki, Pórósjenkó samþykkti að mæta Selenskíj og sagði kappræður ekki vera neitt grín. Pórósjenkó gekkst því undir lyfjapróf í dag og sýndi frá því í beinni útsendingu á Facebook-síðu sinni. Pórósjenkó hvatti Selenskíj til að taka prófin með sér en Selenskíj kaus heldur að gera það einn. „Ég gekkst undir blóðprufuna, það var tekið mikið af mínu unga blóði úr æðum mínum,“ sagði Selenskíj eftir prófið og skaut þar á aldur mótframbjóðanda síns. Seinni umferð forsetakosninganna í Úkraínu fer fram 21. Apríl næstkomandi.
Úkraína Tengdar fréttir Gamanleikari og forseti berjast um æðsta embætti Úkraínu Gamanleikari með enga pólitíska reynslu leiðir í forsetakosningunum í Úkraínu en fyrri umferð þeirra fór fram um helgina. 1. apríl 2019 07:40 Grínistinn efstur í Úkraínu Útgönguspár bentu til þess að grínistinn Volodymyr Zelenskiy hefði fengið flest atkvæði í fyrri umferð úkraínsku forsetakosninganna sem fram fór í gær. 1. apríl 2019 07:00 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Sjá meira
Gamanleikari og forseti berjast um æðsta embætti Úkraínu Gamanleikari með enga pólitíska reynslu leiðir í forsetakosningunum í Úkraínu en fyrri umferð þeirra fór fram um helgina. 1. apríl 2019 07:40
Grínistinn efstur í Úkraínu Útgönguspár bentu til þess að grínistinn Volodymyr Zelenskiy hefði fengið flest atkvæði í fyrri umferð úkraínsku forsetakosninganna sem fram fór í gær. 1. apríl 2019 07:00