Brúneiskum lögum um samkynhneigð mótmælt í London Andri Eysteinsson skrifar 6. apríl 2019 21:52 Dorchester hótelið er í eigu soldánsins af Brúnei. Getty/ Chris J Ratcliffe Tugir manna söfnuðust saman fyrir utan Dorchester hótelið sem er í eigu Hassanal Bolkiah soldáns Brúnei og mótmæltu þar lagabreytingum sem gerðar voru nýverið í landinu. Á dögunum tóku gildi íslömsk lög í smáríkinu og með þeim var dauðarefsing lögð við kynlífi samkynhneigðra í landinu. AP greinir frá.Ýmsir þekktir aðilar hafa í kjölfarið hvatt til þess að hótel í eigu soldánsins verði sniðgengin, þar á meðal eru George og Amal Clooney, Elton John og Ellen DeGeneres. Mótmælendur flögguðu regnbogafána og sögðu Soldáninn eiga að skammast sín. Oxford-háskólinn í Bretlandi hefur einnig gagnrýnt lagabreytinguna og íhugar nú að svipta soldáninn heiðursgráðu sem hann hlaut frá skólanum árið 1993. Þingmaðurinn Emily Thornberry í Verkamannaflokknum hefur einnig sagt að verði breytingin ekki afturkölluð ætti að „fleygja“ Brúnei út úr samstarfi Breska samveldisins. Með nýju lögunum munu samkynhneigðir sem verða uppvísir um að stunda kynlíf, vera dæmdir til þess að verða grýttir til dauða eða að fá svipuhögg. Lögin munu gilda um alla þá sem staddir verða í Brúnei og skiptir engu hverrar trúar eða af hvaða þjóðerni þeir eru. Bretland Brúnei England Tengdar fréttir Brúnei leggur dauðarefsingu við samkynhneigð Sameinuðu þjóðirnar segja að sjaríalögin í landinu séu alvarlegt bakslag fyrir mannréttindi. 3. apríl 2019 07:28 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Louvre-safni lokað vegna þjófnaðar Erlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Louvre-safni lokað vegna þjófnaðar Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Sjá meira
Tugir manna söfnuðust saman fyrir utan Dorchester hótelið sem er í eigu Hassanal Bolkiah soldáns Brúnei og mótmæltu þar lagabreytingum sem gerðar voru nýverið í landinu. Á dögunum tóku gildi íslömsk lög í smáríkinu og með þeim var dauðarefsing lögð við kynlífi samkynhneigðra í landinu. AP greinir frá.Ýmsir þekktir aðilar hafa í kjölfarið hvatt til þess að hótel í eigu soldánsins verði sniðgengin, þar á meðal eru George og Amal Clooney, Elton John og Ellen DeGeneres. Mótmælendur flögguðu regnbogafána og sögðu Soldáninn eiga að skammast sín. Oxford-háskólinn í Bretlandi hefur einnig gagnrýnt lagabreytinguna og íhugar nú að svipta soldáninn heiðursgráðu sem hann hlaut frá skólanum árið 1993. Þingmaðurinn Emily Thornberry í Verkamannaflokknum hefur einnig sagt að verði breytingin ekki afturkölluð ætti að „fleygja“ Brúnei út úr samstarfi Breska samveldisins. Með nýju lögunum munu samkynhneigðir sem verða uppvísir um að stunda kynlíf, vera dæmdir til þess að verða grýttir til dauða eða að fá svipuhögg. Lögin munu gilda um alla þá sem staddir verða í Brúnei og skiptir engu hverrar trúar eða af hvaða þjóðerni þeir eru.
Bretland Brúnei England Tengdar fréttir Brúnei leggur dauðarefsingu við samkynhneigð Sameinuðu þjóðirnar segja að sjaríalögin í landinu séu alvarlegt bakslag fyrir mannréttindi. 3. apríl 2019 07:28 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Louvre-safni lokað vegna þjófnaðar Erlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Louvre-safni lokað vegna þjófnaðar Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Sjá meira
Brúnei leggur dauðarefsingu við samkynhneigð Sameinuðu þjóðirnar segja að sjaríalögin í landinu séu alvarlegt bakslag fyrir mannréttindi. 3. apríl 2019 07:28