Nýliði síðasta árs í forystu fyrir lokahringinn á fyrsta risamótinu Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 7. apríl 2019 09:28 Ko þarf að halda vel á spöðunum á morgun til þess að hreppa fyrsta risatitilinn vísir/getty Jin Young Ko tók forystuna af In-Kyung Kim á þriðja hring ANA Inspirational mótsins, fyrsta risamóti ársins í kvennagolfinu. Hin tuttugu og þriggja ára Ko spilaði á fjórum höggum undir pari á þriðja hringnum í Kaliforníu í nótt og er því samtals á átta undir í mótinu, höggi á undan Kim sem átti erfðan hring í nótt. Á síðustu þremur LPGA mótum sem Ko hefur tekið þátt í endaði hún önnur, fyrsta og þriðja svo hún er svo sannarlega með gott gengi á bakinu inn í þetta mót. Hún hefur hins vegar aldrei unnið risamót. „Ég er ekki stressuð og ég er ekki hrædd,“ sagði Ko eftir hringinn í nótt. Hennar besti árangur á risamóti er annað sætið á Opna breska árið 2015. Ko var valin nýliði ársins á LPGA mótaröðinni á síðasta ári og náði hún mest fimm högga forystu á hringnum í nótt eftir frábæra byrjun, en hún fékk fimm fugla á fyrri níu holunum. Skolli og tvöfaldur skolli undir lokin eyðilögðu hins vegar aðeins fyrir henni og því er forystan aðeins eitt högg fyrir lokahringinn.Jin Young Ko took full advantage of the calm conditions Saturday, shooting a 4-under 68 to take solo lead of the tournament at -8. Ko won the @LPGAfounders two weeks ago, and was the 2018 @LPGA Rookie of the Year. HIGHLIGHTS pic.twitter.com/BNqz3sau7F — LPGA (@LPGA) April 7, 2019 Jafnar í þriðja sætinu eru Mi Hyang Lee og Danielle Kang og því eru þrír af fjórum efstu kylfingunum frá Suður-Kóreu. Hin Bandaríska Kang sagði mótið í ár vera eitt það erfiðasta sem hún hafi spilað á þessum velli, en hún hefur verið á meðal þátttakanda síðustu átta ár. Hennar besti árangur er 26. sætið og því stefnir allt í að hún bæti hann. Lee endaði hringinn í nótt eins og best verður á kosið en hún gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á 17. braut, sem er par 3 hola, og fékk svo fugl á þeirri átjándu. 17. holan er einmitt holan þar sem Ólafía Þórunn Kristinsdóttir fór holu í höggi á þessu sama móti fyrir ári síðan.Highlighted by her ace, @hyang2golf shot a 4-under 68 on Saturday at the @ANAinspiration. Lee will be looking to win her third career @LPGA event tomorrow, and her first major. HIGHLIGHTS pic.twitter.com/W6Su9jR1C1 — LPGA (@LPGA) April 7, 2019 Fjórði og síðasti hringurinn fer svo fram í kvöld og verður sýnt beint frá honum á Stöð 2 Sport 4. Útsendingin hefst klukkan 21:00. Golf Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Fleiri fréttir Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Jin Young Ko tók forystuna af In-Kyung Kim á þriðja hring ANA Inspirational mótsins, fyrsta risamóti ársins í kvennagolfinu. Hin tuttugu og þriggja ára Ko spilaði á fjórum höggum undir pari á þriðja hringnum í Kaliforníu í nótt og er því samtals á átta undir í mótinu, höggi á undan Kim sem átti erfðan hring í nótt. Á síðustu þremur LPGA mótum sem Ko hefur tekið þátt í endaði hún önnur, fyrsta og þriðja svo hún er svo sannarlega með gott gengi á bakinu inn í þetta mót. Hún hefur hins vegar aldrei unnið risamót. „Ég er ekki stressuð og ég er ekki hrædd,“ sagði Ko eftir hringinn í nótt. Hennar besti árangur á risamóti er annað sætið á Opna breska árið 2015. Ko var valin nýliði ársins á LPGA mótaröðinni á síðasta ári og náði hún mest fimm högga forystu á hringnum í nótt eftir frábæra byrjun, en hún fékk fimm fugla á fyrri níu holunum. Skolli og tvöfaldur skolli undir lokin eyðilögðu hins vegar aðeins fyrir henni og því er forystan aðeins eitt högg fyrir lokahringinn.Jin Young Ko took full advantage of the calm conditions Saturday, shooting a 4-under 68 to take solo lead of the tournament at -8. Ko won the @LPGAfounders two weeks ago, and was the 2018 @LPGA Rookie of the Year. HIGHLIGHTS pic.twitter.com/BNqz3sau7F — LPGA (@LPGA) April 7, 2019 Jafnar í þriðja sætinu eru Mi Hyang Lee og Danielle Kang og því eru þrír af fjórum efstu kylfingunum frá Suður-Kóreu. Hin Bandaríska Kang sagði mótið í ár vera eitt það erfiðasta sem hún hafi spilað á þessum velli, en hún hefur verið á meðal þátttakanda síðustu átta ár. Hennar besti árangur er 26. sætið og því stefnir allt í að hún bæti hann. Lee endaði hringinn í nótt eins og best verður á kosið en hún gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á 17. braut, sem er par 3 hola, og fékk svo fugl á þeirri átjándu. 17. holan er einmitt holan þar sem Ólafía Þórunn Kristinsdóttir fór holu í höggi á þessu sama móti fyrir ári síðan.Highlighted by her ace, @hyang2golf shot a 4-under 68 on Saturday at the @ANAinspiration. Lee will be looking to win her third career @LPGA event tomorrow, and her first major. HIGHLIGHTS pic.twitter.com/W6Su9jR1C1 — LPGA (@LPGA) April 7, 2019 Fjórði og síðasti hringurinn fer svo fram í kvöld og verður sýnt beint frá honum á Stöð 2 Sport 4. Útsendingin hefst klukkan 21:00.
Golf Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Fleiri fréttir Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira