Gistinóttum Airbnb fækkað eftir að reglur voru hertar Birgir Olgeirsson skrifar 8. apríl 2019 14:41 Aukin skilyrði og eftirlit virðast hafa dregið úr áhuga einstaklinga til þess að standa í slíkri leigustarfsemi en dregið hefur úr skráningu heimagististaða á síðustu misserum. Vísir/Vilhelm Eftir að hafa komið sem stormsveipur inn á íslenskan gistimarkað á síðustu árum virðist heldur hafa dregið úr áhuga fólks á að leigja fasteignir út í Airbnb. Greint er frá þessu á vef Hagsjár Landsbankans. Þar segir að gistinóttum á hótelum og gistiheimilum hafi fjölgað um 5,1 prósent á síðasta ári. Það er talsvert önnur þróun en varðandi gistinætur í Airbnb þar sem gistinóttum fækkaði um 3,3 prósent á milli ára. Fækkun gistinátta í Airbnb má einungis rekja til fækkunar gistinátta á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum. Fækkunin nam 9,4% á höfuðborgarsvæðinu og 11,4% á Suðurnesjum en gistinóttum fjölgaði á öðrum svæðum landsins. Mesta hlutfallslega fjölgunin var á Vesturlandi, 18,6% en einnig var mikil fjölgun á Norðurlandi vestra (15,6%) og Austurlandi (12,3%). Airbnb kom eins og stormsveipur inn á íslenskan gistimarkað eins og víða annars staðar í heiminum en eftirlit með starfseminni hefur verið eflt á síðustu misserum og tekið fastar á því að sköttum sé skilað af tekjum sem innheimtast af slíkri starfsemi.Eins hafa líka verið sett þrengri skilyrði fyrir slíkri starfsemi og felast þau meðal annars í því að ekki megi leigja út fasteignir til meira en 90 daga á ári eða hafa af þeim meiri tekjur en sem nemur 2 milljónum króna á ári. Sé annað skilyrði brotið er litið svo á að þar sé um atvinnustarfsemi að ræða og gilda aðrar reglur um slíkt. Eins þarf að skrá slík heimili sérstaklega sem heimagististað. Aukin skilyrði og eftirlit virðast hafa dregið úr áhuga einstaklinga til þess að standa í slíkri leigustarfsemi en dregið hefur úr skráningu heimagististaða á síðustu misserum. Á síðasta ári dróst fjöldi heimagististaða á höfuðborgarsvæðinu saman um 11,3% borið saman við 31,5% fjölgun árið Svipaða sögu má segja af Suðurnesjum en þar dróst fjöldinn saman um 9,8% á síðasta ári eftir 24,7% aukningu árið áður. Fjöldi heimagististaða á nokkrum öðrum landsvæðum dróst einnig saman en í heild sinni dróst fjöldi heimagististaða, yfir landið í heild, saman um 4,7% milli ára. Airbnb Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira
Eftir að hafa komið sem stormsveipur inn á íslenskan gistimarkað á síðustu árum virðist heldur hafa dregið úr áhuga fólks á að leigja fasteignir út í Airbnb. Greint er frá þessu á vef Hagsjár Landsbankans. Þar segir að gistinóttum á hótelum og gistiheimilum hafi fjölgað um 5,1 prósent á síðasta ári. Það er talsvert önnur þróun en varðandi gistinætur í Airbnb þar sem gistinóttum fækkaði um 3,3 prósent á milli ára. Fækkun gistinátta í Airbnb má einungis rekja til fækkunar gistinátta á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum. Fækkunin nam 9,4% á höfuðborgarsvæðinu og 11,4% á Suðurnesjum en gistinóttum fjölgaði á öðrum svæðum landsins. Mesta hlutfallslega fjölgunin var á Vesturlandi, 18,6% en einnig var mikil fjölgun á Norðurlandi vestra (15,6%) og Austurlandi (12,3%). Airbnb kom eins og stormsveipur inn á íslenskan gistimarkað eins og víða annars staðar í heiminum en eftirlit með starfseminni hefur verið eflt á síðustu misserum og tekið fastar á því að sköttum sé skilað af tekjum sem innheimtast af slíkri starfsemi.Eins hafa líka verið sett þrengri skilyrði fyrir slíkri starfsemi og felast þau meðal annars í því að ekki megi leigja út fasteignir til meira en 90 daga á ári eða hafa af þeim meiri tekjur en sem nemur 2 milljónum króna á ári. Sé annað skilyrði brotið er litið svo á að þar sé um atvinnustarfsemi að ræða og gilda aðrar reglur um slíkt. Eins þarf að skrá slík heimili sérstaklega sem heimagististað. Aukin skilyrði og eftirlit virðast hafa dregið úr áhuga einstaklinga til þess að standa í slíkri leigustarfsemi en dregið hefur úr skráningu heimagististaða á síðustu misserum. Á síðasta ári dróst fjöldi heimagististaða á höfuðborgarsvæðinu saman um 11,3% borið saman við 31,5% fjölgun árið Svipaða sögu má segja af Suðurnesjum en þar dróst fjöldinn saman um 9,8% á síðasta ári eftir 24,7% aukningu árið áður. Fjöldi heimagististaða á nokkrum öðrum landsvæðum dróst einnig saman en í heild sinni dróst fjöldi heimagististaða, yfir landið í heild, saman um 4,7% milli ára.
Airbnb Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira