Drógu laun af starfsmönnum vegna verkfallsaðgerða þó þeir væru ekki á vakt Birgir Olgeirsson skrifar 8. apríl 2019 17:00 Reykjavík Natura er eitt af hótelum Icelandair Hotels. Vísir/Vilhelm Icelandair Hotels dró laun af þeim starfsmönnum sem eru félagsmenn í Eflingu vegna verkfallsaðgerða stéttarfélagsins þó þeir hefðu ekki verið á vakt umrædda verkfallsdaga. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir það óskiljanlega ákvörðun hjá fyrirtækinu. Hann segir starfsmenn hótelsins hafa leitað til Eflingar vegna málsins. „Fólk er algjörlega miður sín,“ segir Viðar. Um er að ræða verkfallsaðgerðir sem stóðu yfir dagana 8. mars og 22. mars síðastliðinn. Viðar segir félagsmenn Eflingar sem starfa hjá Icelandair Hotels hafi framvísað launaseðlum þar sem ýmist var búið að draga af þeim laun fyrir einn eða tvo daga. „Þetta er ógeðslegt,“ segir Viðar. Viðar segir Eflingu ætla að gera kröfu á Icelandair Hotels um að greiða starfsmönnunum sem ekki voru á vakt laun, ef ekki verður orðið við henni verður farið með málið fyrir dóm.Frá verkfallsaðgerðum hótelstarfsmanna í mars.Vísir/VilhelmMagnea Þórey Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandair Hotels, segir það rétt að ekki voru greidd laun fyrir verkfallsdaga starfsmanna sem tilheyra þeim stéttarfélögum sem voru í verkfalli. „Enda búið að staðfesta að þeirra hálfu að félagsmenn í verkfalli gætu sótt launagreiðslur fyrir sömu daga í verkfallssjóði félaganna.“ Viðar segir að þeir félagsmenn stéttarfélaganna sem voru á vakt á Icelandair Hotels þann dag sem verkfallsaðgerðirnar áttu sér stað eigi að fá launagreiðslur úr verkfallssjóði félaganna. Það gildi hins vegar ekki um þá starfsmenn sem ekki voru á vakt þessa daga og lögðu því ekki niður störf. Hann segir það því ekki rétta túlkun hjá Icelandair Hotels að hægt sé að draga laun af þeim starfsmönnum sem ekki voru á vakt dagana sem verkfallsaðgerðir fóru fram. Icelandair Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Fleiri fréttir Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Sjá meira
Icelandair Hotels dró laun af þeim starfsmönnum sem eru félagsmenn í Eflingu vegna verkfallsaðgerða stéttarfélagsins þó þeir hefðu ekki verið á vakt umrædda verkfallsdaga. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir það óskiljanlega ákvörðun hjá fyrirtækinu. Hann segir starfsmenn hótelsins hafa leitað til Eflingar vegna málsins. „Fólk er algjörlega miður sín,“ segir Viðar. Um er að ræða verkfallsaðgerðir sem stóðu yfir dagana 8. mars og 22. mars síðastliðinn. Viðar segir félagsmenn Eflingar sem starfa hjá Icelandair Hotels hafi framvísað launaseðlum þar sem ýmist var búið að draga af þeim laun fyrir einn eða tvo daga. „Þetta er ógeðslegt,“ segir Viðar. Viðar segir Eflingu ætla að gera kröfu á Icelandair Hotels um að greiða starfsmönnunum sem ekki voru á vakt laun, ef ekki verður orðið við henni verður farið með málið fyrir dóm.Frá verkfallsaðgerðum hótelstarfsmanna í mars.Vísir/VilhelmMagnea Þórey Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandair Hotels, segir það rétt að ekki voru greidd laun fyrir verkfallsdaga starfsmanna sem tilheyra þeim stéttarfélögum sem voru í verkfalli. „Enda búið að staðfesta að þeirra hálfu að félagsmenn í verkfalli gætu sótt launagreiðslur fyrir sömu daga í verkfallssjóði félaganna.“ Viðar segir að þeir félagsmenn stéttarfélaganna sem voru á vakt á Icelandair Hotels þann dag sem verkfallsaðgerðirnar áttu sér stað eigi að fá launagreiðslur úr verkfallssjóði félaganna. Það gildi hins vegar ekki um þá starfsmenn sem ekki voru á vakt þessa daga og lögðu því ekki niður störf. Hann segir það því ekki rétta túlkun hjá Icelandair Hotels að hægt sé að draga laun af þeim starfsmönnum sem ekki voru á vakt dagana sem verkfallsaðgerðir fóru fram.
Icelandair Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Fleiri fréttir Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Sjá meira