Pála Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 9. apríl 2019 07:00 Ég var einsog villuráfandi sauður þegar ég kynntist Pálu. Ekki af neinum sjúkleikum heldur vegna þess að ég einblíndi á aukaatriðin og var gjörsamlega blindur á lífið sjálft. Ég var óhamingjusamur enda fannst mér ég ekkert kunna nema kannski að yrkja eftir hefðbundnum bragarháttum sem kom sér ekkert sérlega vel þar sem ég var að vinna í sumarskóla fyrir einhverf börn. Samstarfsmennirnir voru orðnir þreyttir á mér þar sem ég átti það til að klæða Gunnar í sokkana hennar Gunnu, setti hlutina aldrei á sinn stað, drakk af djús sem var ekki minn og skráði allt rangt sem ég gleymdi ekki að skrá. En svo kom nýi yfirmaðurinn: Pála. Ekki leist mér á blikuna þegar hún sagðist ætla að fylgjast með okkur í viku og leggja svo línurnar. Mér fannst ég lítt gæfulegur til úttektar. Vikan var ekki liðin þegar hún kallaði mig á sinn fund. Það sem gerðist á þessum fundi, og það sem í raun einkenndi allt hennar starf, var uppljómun fyrir mig sem markaði mig til lífstíðar. Hún taldi mér trú um að ég gæti reynst gæfa fyrir börnin sem ég var að vinna með. Það voru ekki aðeins orðin sem opnuðu manni nýja veröld heldur einnig krafturinn og kærleikurinn sem stafaði af þessum heiðbláu augum. En svo flutti hún til Danmerkur og ég til Grikklands og ég sá hana aldrei meir. Tíminn leið og svo les ég andlátsfrétt sem fær mig til að pæla: Páll var verkfæri sem gerði okkur kleift að rækta jörðina sem síðan greiddi götu okkar til siðmenningar. Pála var álíka vegsemd fyrir mig þar sem hún kenndi mér að yrkja á akri sálarinnar. Er þá of seint að segja takk? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Ég var einsog villuráfandi sauður þegar ég kynntist Pálu. Ekki af neinum sjúkleikum heldur vegna þess að ég einblíndi á aukaatriðin og var gjörsamlega blindur á lífið sjálft. Ég var óhamingjusamur enda fannst mér ég ekkert kunna nema kannski að yrkja eftir hefðbundnum bragarháttum sem kom sér ekkert sérlega vel þar sem ég var að vinna í sumarskóla fyrir einhverf börn. Samstarfsmennirnir voru orðnir þreyttir á mér þar sem ég átti það til að klæða Gunnar í sokkana hennar Gunnu, setti hlutina aldrei á sinn stað, drakk af djús sem var ekki minn og skráði allt rangt sem ég gleymdi ekki að skrá. En svo kom nýi yfirmaðurinn: Pála. Ekki leist mér á blikuna þegar hún sagðist ætla að fylgjast með okkur í viku og leggja svo línurnar. Mér fannst ég lítt gæfulegur til úttektar. Vikan var ekki liðin þegar hún kallaði mig á sinn fund. Það sem gerðist á þessum fundi, og það sem í raun einkenndi allt hennar starf, var uppljómun fyrir mig sem markaði mig til lífstíðar. Hún taldi mér trú um að ég gæti reynst gæfa fyrir börnin sem ég var að vinna með. Það voru ekki aðeins orðin sem opnuðu manni nýja veröld heldur einnig krafturinn og kærleikurinn sem stafaði af þessum heiðbláu augum. En svo flutti hún til Danmerkur og ég til Grikklands og ég sá hana aldrei meir. Tíminn leið og svo les ég andlátsfrétt sem fær mig til að pæla: Páll var verkfæri sem gerði okkur kleift að rækta jörðina sem síðan greiddi götu okkar til siðmenningar. Pála var álíka vegsemd fyrir mig þar sem hún kenndi mér að yrkja á akri sálarinnar. Er þá of seint að segja takk?
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar