Myndband af þremur ungum drengjum að flytja lagið hefur vakið athygli á YouTube og hefur verið horft á það yfir fjögur þúsund sinnum á miðlinum.
Um er að ræða þá Jón Kristinn Símonarson, nemi í 2. bekk í Grandaskóla, Sigurð Stein Símonarson og Leo Hilaj nemar í 1. bekk í sama skóla en Jón og Sigurður eru bræður.
Flutningurinn þeirra er virkilega góður og hafa menn greinilega æft atriðið vel en hreyfingar og raddbeiting drengjanna er til fyrirmyndar.
Hér að neðan má sjá myndbandið sem slegið hefur í gegn.