Fjölskylda Jóns fær særandi skilaboð frá fjölda miðla Birgir Olgeirsson skrifar 9. apríl 2019 11:53 Jón Þröstur Jónsson hefur ekki sést síðan hann gekk út af hóteli sínu í Dyflinni þann 9. febrúar síðastliðinn. Fjölskylda Jóns Þrastar Jónssonar, sem hvarf í Dublin í febrúar síðastliðnum, segist hafa hlotið mikinn stuðning og samúð frá aðstandendum jafnt sem ókunnugum undanfarið. Hafa þessar kveðjur leitt til þess að þau hafa geta haldið leit sinni áfram að Jóni á þessum erfiðu tímum. Frá þessu segir fjölskyldan á Facebook-síðu sem tileinkuð er leitinni að Jóni Þresti. Þar segist fjölskyldan hafa fengið tugi skilaboða frá manneskjum sem segjast vera miðlar eða skyggn og búi yfir mikilvægum upplýsingum um hvar Jón er niður kominn. „Eftir því sem dagarnir líða, fjölgar þessum skilaboðum sem vísa í allar áttir,“ segir í stöðuuppfærslu fjölskyldu Jóns Þrastar. Fjölskyldan biðlar til þessara einstaklinga, sem telja sig hafa mikilvægar upplýsingar frá framliðnu fólki eða orðið fyrir uppljómun og telja sig vita hvar Jón er, að halda þeim upplýsingum fyrir sjálfa sig og hafa ekki samband. „Við virðum ykkar trú og lífsviðhorf, en ef þið væruð í okkar sporum þá myndu þið kannski skilja hversu særandi það er að fá slík skilaboð á nokkurra daga fresti frá manneskjum sem halda því fram að okkar kæri bróðir sé fastur undir bjargi í námu eða eitthvað verra. Ef svo ólíklega vill til að við þurfum aðstoð miðla eða manneskja með ofurnáttúrulega hæfileika, þá munum við sjálf leita til þeirra.“ Að lokum óskar fjölskyldan eftir upplýsingum frá þeim sem hafa séð Jón Þröst í raun og veru eða upplýsingum frá þeim sem hafa mikilvægar upplýsingar um Jón rétt fyrir eða eftir hvarfið. Leitin að Jóni Þresti Mest lesið „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Innlent „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Innlent Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna Innlent Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Innlent Fyrstu trén felld á morgun Innlent Girnist Gasa og vill íbúana burt Erlent Líkamsárás, hótanir og umferðarslys Innlent Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórnin markalaus með sitt nýfengna vald „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Líkamsárás, hótanir og umferðarslys „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Fyrstu trén felld á morgun Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Segir fullan einhug um öll mál hjá samhentri ríkisstjórn Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna „Við í Framsókn erum að setja allt í loft upp“ „Ég er bara pínu leiður“ Stefnuræða forsætisráðherra „Manni finnst að manni sé kippt út úr baráttunni“ Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Óvissa í Ráðhúsinu og dýrustu auglýsingar í heimi Vilja að bankinn „láti af mismunun“ og telja rök hans ekki halda vatni Hamar fannst í bíl hjónanna sem Alfreð ók Fundinum lokið án árangurs Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Ráðuneytið biður umboðsmann Alþingis afsökunar Hálfs árs dómur yfir skólastjóra fyrir umboðssvik Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Fékk að borða hjá hjónunum þegar hann var svangur Ungir nágrannar heyrðu óvenjuleg hljóð frá heimili hjónanna Miðflokkurinn gagnrýnir að Daði Már flytji tölu Tryggja varnir Sjúkratrygginga eftir stórfelld fjársvik verkefnastjóra Sprungin dekk og ónýtar felgur Óvíst hversu langan tíma myndun meirihluta tekur Kennarar klæðast svörtu í dag Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Sjá meira
Fjölskylda Jóns Þrastar Jónssonar, sem hvarf í Dublin í febrúar síðastliðnum, segist hafa hlotið mikinn stuðning og samúð frá aðstandendum jafnt sem ókunnugum undanfarið. Hafa þessar kveðjur leitt til þess að þau hafa geta haldið leit sinni áfram að Jóni á þessum erfiðu tímum. Frá þessu segir fjölskyldan á Facebook-síðu sem tileinkuð er leitinni að Jóni Þresti. Þar segist fjölskyldan hafa fengið tugi skilaboða frá manneskjum sem segjast vera miðlar eða skyggn og búi yfir mikilvægum upplýsingum um hvar Jón er niður kominn. „Eftir því sem dagarnir líða, fjölgar þessum skilaboðum sem vísa í allar áttir,“ segir í stöðuuppfærslu fjölskyldu Jóns Þrastar. Fjölskyldan biðlar til þessara einstaklinga, sem telja sig hafa mikilvægar upplýsingar frá framliðnu fólki eða orðið fyrir uppljómun og telja sig vita hvar Jón er, að halda þeim upplýsingum fyrir sjálfa sig og hafa ekki samband. „Við virðum ykkar trú og lífsviðhorf, en ef þið væruð í okkar sporum þá myndu þið kannski skilja hversu særandi það er að fá slík skilaboð á nokkurra daga fresti frá manneskjum sem halda því fram að okkar kæri bróðir sé fastur undir bjargi í námu eða eitthvað verra. Ef svo ólíklega vill til að við þurfum aðstoð miðla eða manneskja með ofurnáttúrulega hæfileika, þá munum við sjálf leita til þeirra.“ Að lokum óskar fjölskyldan eftir upplýsingum frá þeim sem hafa séð Jón Þröst í raun og veru eða upplýsingum frá þeim sem hafa mikilvægar upplýsingar um Jón rétt fyrir eða eftir hvarfið.
Leitin að Jóni Þresti Mest lesið „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Innlent „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Innlent Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna Innlent Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Innlent Fyrstu trén felld á morgun Innlent Girnist Gasa og vill íbúana burt Erlent Líkamsárás, hótanir og umferðarslys Innlent Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórnin markalaus með sitt nýfengna vald „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Líkamsárás, hótanir og umferðarslys „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Fyrstu trén felld á morgun Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Segir fullan einhug um öll mál hjá samhentri ríkisstjórn Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna „Við í Framsókn erum að setja allt í loft upp“ „Ég er bara pínu leiður“ Stefnuræða forsætisráðherra „Manni finnst að manni sé kippt út úr baráttunni“ Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Óvissa í Ráðhúsinu og dýrustu auglýsingar í heimi Vilja að bankinn „láti af mismunun“ og telja rök hans ekki halda vatni Hamar fannst í bíl hjónanna sem Alfreð ók Fundinum lokið án árangurs Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Ráðuneytið biður umboðsmann Alþingis afsökunar Hálfs árs dómur yfir skólastjóra fyrir umboðssvik Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Fékk að borða hjá hjónunum þegar hann var svangur Ungir nágrannar heyrðu óvenjuleg hljóð frá heimili hjónanna Miðflokkurinn gagnrýnir að Daði Már flytji tölu Tryggja varnir Sjúkratrygginga eftir stórfelld fjársvik verkefnastjóra Sprungin dekk og ónýtar felgur Óvíst hversu langan tíma myndun meirihluta tekur Kennarar klæðast svörtu í dag Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Sjá meira