Fjölskylda Jóns fær særandi skilaboð frá fjölda miðla Birgir Olgeirsson skrifar 9. apríl 2019 11:53 Jón Þröstur Jónsson hefur ekki sést síðan hann gekk út af hóteli sínu í Dyflinni þann 9. febrúar síðastliðinn. Fjölskylda Jóns Þrastar Jónssonar, sem hvarf í Dublin í febrúar síðastliðnum, segist hafa hlotið mikinn stuðning og samúð frá aðstandendum jafnt sem ókunnugum undanfarið. Hafa þessar kveðjur leitt til þess að þau hafa geta haldið leit sinni áfram að Jóni á þessum erfiðu tímum. Frá þessu segir fjölskyldan á Facebook-síðu sem tileinkuð er leitinni að Jóni Þresti. Þar segist fjölskyldan hafa fengið tugi skilaboða frá manneskjum sem segjast vera miðlar eða skyggn og búi yfir mikilvægum upplýsingum um hvar Jón er niður kominn. „Eftir því sem dagarnir líða, fjölgar þessum skilaboðum sem vísa í allar áttir,“ segir í stöðuuppfærslu fjölskyldu Jóns Þrastar. Fjölskyldan biðlar til þessara einstaklinga, sem telja sig hafa mikilvægar upplýsingar frá framliðnu fólki eða orðið fyrir uppljómun og telja sig vita hvar Jón er, að halda þeim upplýsingum fyrir sjálfa sig og hafa ekki samband. „Við virðum ykkar trú og lífsviðhorf, en ef þið væruð í okkar sporum þá myndu þið kannski skilja hversu særandi það er að fá slík skilaboð á nokkurra daga fresti frá manneskjum sem halda því fram að okkar kæri bróðir sé fastur undir bjargi í námu eða eitthvað verra. Ef svo ólíklega vill til að við þurfum aðstoð miðla eða manneskja með ofurnáttúrulega hæfileika, þá munum við sjálf leita til þeirra.“ Að lokum óskar fjölskyldan eftir upplýsingum frá þeim sem hafa séð Jón Þröst í raun og veru eða upplýsingum frá þeim sem hafa mikilvægar upplýsingar um Jón rétt fyrir eða eftir hvarfið. Leitin að Jóni Þresti Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Innlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Fleiri fréttir Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Sjá meira
Fjölskylda Jóns Þrastar Jónssonar, sem hvarf í Dublin í febrúar síðastliðnum, segist hafa hlotið mikinn stuðning og samúð frá aðstandendum jafnt sem ókunnugum undanfarið. Hafa þessar kveðjur leitt til þess að þau hafa geta haldið leit sinni áfram að Jóni á þessum erfiðu tímum. Frá þessu segir fjölskyldan á Facebook-síðu sem tileinkuð er leitinni að Jóni Þresti. Þar segist fjölskyldan hafa fengið tugi skilaboða frá manneskjum sem segjast vera miðlar eða skyggn og búi yfir mikilvægum upplýsingum um hvar Jón er niður kominn. „Eftir því sem dagarnir líða, fjölgar þessum skilaboðum sem vísa í allar áttir,“ segir í stöðuuppfærslu fjölskyldu Jóns Þrastar. Fjölskyldan biðlar til þessara einstaklinga, sem telja sig hafa mikilvægar upplýsingar frá framliðnu fólki eða orðið fyrir uppljómun og telja sig vita hvar Jón er, að halda þeim upplýsingum fyrir sjálfa sig og hafa ekki samband. „Við virðum ykkar trú og lífsviðhorf, en ef þið væruð í okkar sporum þá myndu þið kannski skilja hversu særandi það er að fá slík skilaboð á nokkurra daga fresti frá manneskjum sem halda því fram að okkar kæri bróðir sé fastur undir bjargi í námu eða eitthvað verra. Ef svo ólíklega vill til að við þurfum aðstoð miðla eða manneskja með ofurnáttúrulega hæfileika, þá munum við sjálf leita til þeirra.“ Að lokum óskar fjölskyldan eftir upplýsingum frá þeim sem hafa séð Jón Þröst í raun og veru eða upplýsingum frá þeim sem hafa mikilvægar upplýsingar um Jón rétt fyrir eða eftir hvarfið.
Leitin að Jóni Þresti Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Innlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Fleiri fréttir Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Sjá meira