Fær sendar myndir af óskemmdum mat í gámum oft í viku Gígja Hilmarsdóttir skrifar 9. apríl 2019 16:15 Rakel Garðarsdóttir, forsvarsmaður samtakanna Vakandi, segir markmiðið vera að auka meðvitund neytenda um sóun. Fullur gámur af óskemmdu grænmeti var festur á filmu fyrir utan Krónuna á Granda í gær. Rakel Garðarsdóttir, forsvarsmaður samtakanna Vakandi, birti myndina á Facebook-síðu þeirra í dag sem sýnir gám fullan af óskemmdu grænmeti. Ýmsum blöskrar ljósmyndin og vilja draga verslunina til ábyrgðar. Þá hefur myndinni verið deilt rúmlega áttatíu sinnum síðan hún var birt um hádegisbil. Rakel segist fá sams konar myndir sendar oft í viku. Þá eru þetta myndir af alveg óskemmdum mat sem hefur verið settur í gáma fyrir utan hinar ýmsu verslanir. Maturinn er svo færður til urðunar í kjölfarið. „Það var að vísu búið að taka gulræturnar úr pakkningunum í þetta sinn en maturinn er oftast í alls kyns umbúðum og verður svo sendur óflokkaður til urðunar,“ segir Rakel. Myndirnar komi aðallega frá fólki sem stundar svo kallaða „gámaköfun“ eða „dumpster diving“ eins og það er gjarnan kallað. „Margir vilja efla þessa vitundarvakningu og vekja athygli á sóuninni,“ segir Rakel. Hún kveðst undrandi á aðgerðarleysi verslunareigenda í ljósi þess hve umræðunni um sóun hefur fleygt fram meðal almennings. „Það er fullt af fólki sem gæti nýtt sér þetta en samt endar allur þessi matur, óflokkaður í ruslinu,“ segir Rakel.Taka beiðnir um matargjafir til skoðunar Kristinn Skúlason rekstrarstjóri Krónunnar sagði í samtali við Vísi að heilt yfir selji þau allt sem komið er á síðasta séns, en grænmetið sem birtist á myndinni hafi verið ósöluhæft.Kristinn Skúlason, framkvæmdastjóri Krónunnar.Krónan„Í þessu tilfelli var komið vatn í gulrótarpokana svo gulræturnar voru teknar úr pokunum og settar í gáminn, við færum þetta svo í moltu,“ segir Kristinn. Hann segir þau hjá Krónunni hafa það að markmiði að flokka allt sem þau geti flokkað. Sóun frá verslunum hafi minnkað undanfarin ár en einhverju sé þó alltaf hent. Gámarnir fyrir utan Krónuna eru alltaf opnir og eru því aðgengilegir fyrir þá sem stunda „gámaköfun“. Kristinn segir að Krónunni hafi aldrei borist beiðni frá samtökum eða einstaklingum um að fá að nýta það sem sett er í gámana. Hann segir þau þó tilbúin til að taka allar slíkar beiðnir til skoðunar. Matur Reykjavík Umhverfismál Tengdar fréttir Matarsóun er þriðji stærsti losunarvaldurinn á kolefni Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra hefur áhyggjur af því að matarsóun í heiminum sé þriðji stærsti losunarvaldurinn í heiminum yfir kolefni og leggur áherslu á að stjórnvöld axli þá ábyrgð að dragi vagninn með markmiðum í loftlagsmálum. 7. apríl 2019 12:52 Minnkuðu matarsóun um fimmtíu kíló á dag Nemendur Lundarskóla á Akureyri fóru í átaksverkefni um matarsóun sem leiddi af sér að þau hentu nánast engum mat í heila viku. Mikilvægt að fræða nemendur um matarsóun sem umhverfismál, segir skólastjóri Lundarskóla. 1. febrúar 2019 06:30 Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Fullur gámur af óskemmdu grænmeti var festur á filmu fyrir utan Krónuna á Granda í gær. Rakel Garðarsdóttir, forsvarsmaður samtakanna Vakandi, birti myndina á Facebook-síðu þeirra í dag sem sýnir gám fullan af óskemmdu grænmeti. Ýmsum blöskrar ljósmyndin og vilja draga verslunina til ábyrgðar. Þá hefur myndinni verið deilt rúmlega áttatíu sinnum síðan hún var birt um hádegisbil. Rakel segist fá sams konar myndir sendar oft í viku. Þá eru þetta myndir af alveg óskemmdum mat sem hefur verið settur í gáma fyrir utan hinar ýmsu verslanir. Maturinn er svo færður til urðunar í kjölfarið. „Það var að vísu búið að taka gulræturnar úr pakkningunum í þetta sinn en maturinn er oftast í alls kyns umbúðum og verður svo sendur óflokkaður til urðunar,“ segir Rakel. Myndirnar komi aðallega frá fólki sem stundar svo kallaða „gámaköfun“ eða „dumpster diving“ eins og það er gjarnan kallað. „Margir vilja efla þessa vitundarvakningu og vekja athygli á sóuninni,“ segir Rakel. Hún kveðst undrandi á aðgerðarleysi verslunareigenda í ljósi þess hve umræðunni um sóun hefur fleygt fram meðal almennings. „Það er fullt af fólki sem gæti nýtt sér þetta en samt endar allur þessi matur, óflokkaður í ruslinu,“ segir Rakel.Taka beiðnir um matargjafir til skoðunar Kristinn Skúlason rekstrarstjóri Krónunnar sagði í samtali við Vísi að heilt yfir selji þau allt sem komið er á síðasta séns, en grænmetið sem birtist á myndinni hafi verið ósöluhæft.Kristinn Skúlason, framkvæmdastjóri Krónunnar.Krónan„Í þessu tilfelli var komið vatn í gulrótarpokana svo gulræturnar voru teknar úr pokunum og settar í gáminn, við færum þetta svo í moltu,“ segir Kristinn. Hann segir þau hjá Krónunni hafa það að markmiði að flokka allt sem þau geti flokkað. Sóun frá verslunum hafi minnkað undanfarin ár en einhverju sé þó alltaf hent. Gámarnir fyrir utan Krónuna eru alltaf opnir og eru því aðgengilegir fyrir þá sem stunda „gámaköfun“. Kristinn segir að Krónunni hafi aldrei borist beiðni frá samtökum eða einstaklingum um að fá að nýta það sem sett er í gámana. Hann segir þau þó tilbúin til að taka allar slíkar beiðnir til skoðunar.
Matur Reykjavík Umhverfismál Tengdar fréttir Matarsóun er þriðji stærsti losunarvaldurinn á kolefni Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra hefur áhyggjur af því að matarsóun í heiminum sé þriðji stærsti losunarvaldurinn í heiminum yfir kolefni og leggur áherslu á að stjórnvöld axli þá ábyrgð að dragi vagninn með markmiðum í loftlagsmálum. 7. apríl 2019 12:52 Minnkuðu matarsóun um fimmtíu kíló á dag Nemendur Lundarskóla á Akureyri fóru í átaksverkefni um matarsóun sem leiddi af sér að þau hentu nánast engum mat í heila viku. Mikilvægt að fræða nemendur um matarsóun sem umhverfismál, segir skólastjóri Lundarskóla. 1. febrúar 2019 06:30 Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Matarsóun er þriðji stærsti losunarvaldurinn á kolefni Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra hefur áhyggjur af því að matarsóun í heiminum sé þriðji stærsti losunarvaldurinn í heiminum yfir kolefni og leggur áherslu á að stjórnvöld axli þá ábyrgð að dragi vagninn með markmiðum í loftlagsmálum. 7. apríl 2019 12:52
Minnkuðu matarsóun um fimmtíu kíló á dag Nemendur Lundarskóla á Akureyri fóru í átaksverkefni um matarsóun sem leiddi af sér að þau hentu nánast engum mat í heila viku. Mikilvægt að fræða nemendur um matarsóun sem umhverfismál, segir skólastjóri Lundarskóla. 1. febrúar 2019 06:30