Áhugi fyrir því að halda Secret Solstice í Ölfusi Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. apríl 2019 14:40 Frá Secret Solstice í Laugardalnum. VÍSIR/Andri Marinó Bæjarstjóri Ölfuss segir að áhugi væri fyrir því að halda tónlistarhátíðina Secret Solstice í sveitarfélaginu, ef leitað yrði til bæjarstjórnar með hugmyndir um slíkt. Aðrir bæjar- og sveitarstjórar í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkurborgar eru ekki jafnáhugasamir. Enginn bæjar- og sveitarstjóra sem Vísir ræddi við vissi til þess að skipuleggjendur Secret Solstice hefðu leitað til þeirra um að hýsa hátíðina. Forsvarsmenn Live Events, fyrirtækisins sem fer nú með rekstur Secret Solstice, hyggjast halda hátíðina í sumar óháð stuðningi Reykjavíkurborgar, að því er fram kemur í yfirlýsingu sem send var út í morgun. Segja þeir meintar milljónaskuldir hátíðarinnar við Reykjavíkurborg og umboðsaðila rokksveitarinnar Slayer á ábyrgð fyrri rekstraraðila.Sjá einnig: Ætla að halda Secret Solstice óháð stuðningi borgarinnar og tíu milljóna skuld Secret Solstice hefur verið haldin í Laugardalnum undanfarin ár en njóti hátíðin ekki stuðnings borgarinnar má ætla að leita þurfi á náðir annars sveitarfélags. Víkingur Heiðar Arnórsson framkvæmdastjóri Live Events sagði í samtali við Vísi í morgun að ekki væri tímabært að segja til um það hvar hátíðin yrði haldin í sumar ef leita þurfi annað. Jón Bjarni Steinsson upplýsingafulltrúi Secret Solstice hefur sagst viss um að önnur sveitarfélög taki við keflinu af borginni ef þess þarf.Ekki bjartsýnn á Solstice á Selfossi Enginn bæjarstjóri bæjarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, þ.e. Garðabæjar, Kópavogs, Hafnarfjarðarbæjar, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness, vissi til þess að skipuleggjendur Secret Solstice hefðu leitað til bæjarstjórnar um að hýsa hátíðina. Þá var svipað hljóðið í öllum bæjarstjórunum varðandi það hvort áhugi væri fyrir því að halda Secret Solstice í bæjarfélögunum: allar slíkar hugmyndir yrðu skoðaðar, þegar og ef til þess kæmi. Bæjarstjórar á Suðurnesjum tóku í sama streng en skipuleggjendur Secret Solstice hafa ekki haft samband við Suðurnesjabæ, Reykjanesbæ, Grindavíkurbæ eða Sveitarfélagið Voga, að bæjarstjórunum vitandi. Tillögur um að halda hátíðina í bæjunum þyrfti jafnframt að skoða áður en ákvarðanir yrðu teknar. Helgi Sigurður Haraldsson forseti bæjarstjórnar á Selfossi kannaðist enn fremur ekki við það að hugmyndir um Secret Solstice í Árborg hefðu komið inn á borð bæjarstjórnar. Aðspurður sagði hann það fara eftir umgjörð og öryggi hvort tekið yrði til greina að halda Secret Solstice í bæjarfélaginu en var þó ekki bjartsýnn. „Eins og umræðan hefur verið tel ég ekki miklar líkur á því.“Elliði Vignisson, bæjarstjóri sveitarfélagsins Ölfuss.Vísir/EyþórÖlfus myndi skoða hugmyndina með opnum hug Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri Hveragerðisbæjar kannaðist ekki við að rætt hefði verið við bæjarstjórn þar í bæ um að halda Secret Solstice. Hið sama var uppi á teningnum hjá Elliða Vignissyni, bæjarstjóra Sveitarfélagsins Ölfusar, en hann tók þó aðspurður vel í hugmyndina. „Þetta hefur ekki komið til okkar með formlegum hætti, en ég get staðfest að sveitarfélagið Ölfus myndi sýna því áhuga ef til þeirra yrði leitað,“ sagði Elliði. Hann sagði þó ekki heldur hafa verið leitað til sveitarfélagsins með óformlegum hætti. „Nei, ekki annað en það að auðvitað höfum við áhuga á því að styðja við menningu og listir. […] Það er alveg eins með Secret Solstice og önnur atvinnutækifæri eða tækifæri á sviði menningar og lista að við myndum skoða það með opnum huga.“ Ekki hefur náðst í Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur formann borgarráðs vegna Secret Solstice í dag þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Hún sagði í kvöldfréttum RÚV í fyrradag að málið verði tekið fyrir í borgarráði á fimmtudag. Víkingur Heiðar Arnórsson framkvæmdastjóri Live Events segir í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis um mögulegar staðsetningar fyrir hátíðina að beðið sé eftir viðbrögðum Reykjavíkurborgar. Ekki fást því frekari upplýsingar um staðsetningu hátíðarinnar í sumar fyrr en svör liggja fyrir frá borginni. Secret Solstice Tónlist Ölfus Tengdar fréttir Hrekur fullyrðingar stjórnarformanns um að búið sé að gera upp við Slayer Lögmaður umboðsaðila rokkhljómsveitarinnar Slayer segir það ekki rétt að aðstandendur tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice hafi þegar gert upp við sveitina, líkt og stjórnarformaður Live Events, fyrirtækisins sem nú sér um rekstur hátíðarinnar, heldur fram. 8. apríl 2019 14:45 Íbúar í Laugardalnum beita sér gegn Secret Solstice Íbúar í Laugardalnum biðla til borgaryfirvalda að veita Secret Solstice ekki leyfi til hátíðarhalda í dalnum í sumar 8. apríl 2019 19:42 Ætla að halda Secret Solstice óháð stuðningi borgarinnar og tíu milljóna skuld Tíu milljóna króna skuld Secret Solstice-tónlistarhátíðarinnar við Reykjavíkurborg kemur ekki í veg fyrir að hátíðin verði haldin í ár, að því er segir í yfirlýsingu frá núverandi rekstraraðilum hátíðarinnar. 9. apríl 2019 07:48 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Þekkt baráttukona hinseginréttinda myrt í Pétursborg Erlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Kvöldfréttir Stöðvar 2 Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Óslóartréð fellt í Heiðmörk Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Bæjarstjóri Ölfuss segir að áhugi væri fyrir því að halda tónlistarhátíðina Secret Solstice í sveitarfélaginu, ef leitað yrði til bæjarstjórnar með hugmyndir um slíkt. Aðrir bæjar- og sveitarstjórar í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkurborgar eru ekki jafnáhugasamir. Enginn bæjar- og sveitarstjóra sem Vísir ræddi við vissi til þess að skipuleggjendur Secret Solstice hefðu leitað til þeirra um að hýsa hátíðina. Forsvarsmenn Live Events, fyrirtækisins sem fer nú með rekstur Secret Solstice, hyggjast halda hátíðina í sumar óháð stuðningi Reykjavíkurborgar, að því er fram kemur í yfirlýsingu sem send var út í morgun. Segja þeir meintar milljónaskuldir hátíðarinnar við Reykjavíkurborg og umboðsaðila rokksveitarinnar Slayer á ábyrgð fyrri rekstraraðila.Sjá einnig: Ætla að halda Secret Solstice óháð stuðningi borgarinnar og tíu milljóna skuld Secret Solstice hefur verið haldin í Laugardalnum undanfarin ár en njóti hátíðin ekki stuðnings borgarinnar má ætla að leita þurfi á náðir annars sveitarfélags. Víkingur Heiðar Arnórsson framkvæmdastjóri Live Events sagði í samtali við Vísi í morgun að ekki væri tímabært að segja til um það hvar hátíðin yrði haldin í sumar ef leita þurfi annað. Jón Bjarni Steinsson upplýsingafulltrúi Secret Solstice hefur sagst viss um að önnur sveitarfélög taki við keflinu af borginni ef þess þarf.Ekki bjartsýnn á Solstice á Selfossi Enginn bæjarstjóri bæjarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, þ.e. Garðabæjar, Kópavogs, Hafnarfjarðarbæjar, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness, vissi til þess að skipuleggjendur Secret Solstice hefðu leitað til bæjarstjórnar um að hýsa hátíðina. Þá var svipað hljóðið í öllum bæjarstjórunum varðandi það hvort áhugi væri fyrir því að halda Secret Solstice í bæjarfélögunum: allar slíkar hugmyndir yrðu skoðaðar, þegar og ef til þess kæmi. Bæjarstjórar á Suðurnesjum tóku í sama streng en skipuleggjendur Secret Solstice hafa ekki haft samband við Suðurnesjabæ, Reykjanesbæ, Grindavíkurbæ eða Sveitarfélagið Voga, að bæjarstjórunum vitandi. Tillögur um að halda hátíðina í bæjunum þyrfti jafnframt að skoða áður en ákvarðanir yrðu teknar. Helgi Sigurður Haraldsson forseti bæjarstjórnar á Selfossi kannaðist enn fremur ekki við það að hugmyndir um Secret Solstice í Árborg hefðu komið inn á borð bæjarstjórnar. Aðspurður sagði hann það fara eftir umgjörð og öryggi hvort tekið yrði til greina að halda Secret Solstice í bæjarfélaginu en var þó ekki bjartsýnn. „Eins og umræðan hefur verið tel ég ekki miklar líkur á því.“Elliði Vignisson, bæjarstjóri sveitarfélagsins Ölfuss.Vísir/EyþórÖlfus myndi skoða hugmyndina með opnum hug Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri Hveragerðisbæjar kannaðist ekki við að rætt hefði verið við bæjarstjórn þar í bæ um að halda Secret Solstice. Hið sama var uppi á teningnum hjá Elliða Vignissyni, bæjarstjóra Sveitarfélagsins Ölfusar, en hann tók þó aðspurður vel í hugmyndina. „Þetta hefur ekki komið til okkar með formlegum hætti, en ég get staðfest að sveitarfélagið Ölfus myndi sýna því áhuga ef til þeirra yrði leitað,“ sagði Elliði. Hann sagði þó ekki heldur hafa verið leitað til sveitarfélagsins með óformlegum hætti. „Nei, ekki annað en það að auðvitað höfum við áhuga á því að styðja við menningu og listir. […] Það er alveg eins með Secret Solstice og önnur atvinnutækifæri eða tækifæri á sviði menningar og lista að við myndum skoða það með opnum huga.“ Ekki hefur náðst í Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur formann borgarráðs vegna Secret Solstice í dag þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Hún sagði í kvöldfréttum RÚV í fyrradag að málið verði tekið fyrir í borgarráði á fimmtudag. Víkingur Heiðar Arnórsson framkvæmdastjóri Live Events segir í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis um mögulegar staðsetningar fyrir hátíðina að beðið sé eftir viðbrögðum Reykjavíkurborgar. Ekki fást því frekari upplýsingar um staðsetningu hátíðarinnar í sumar fyrr en svör liggja fyrir frá borginni.
Secret Solstice Tónlist Ölfus Tengdar fréttir Hrekur fullyrðingar stjórnarformanns um að búið sé að gera upp við Slayer Lögmaður umboðsaðila rokkhljómsveitarinnar Slayer segir það ekki rétt að aðstandendur tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice hafi þegar gert upp við sveitina, líkt og stjórnarformaður Live Events, fyrirtækisins sem nú sér um rekstur hátíðarinnar, heldur fram. 8. apríl 2019 14:45 Íbúar í Laugardalnum beita sér gegn Secret Solstice Íbúar í Laugardalnum biðla til borgaryfirvalda að veita Secret Solstice ekki leyfi til hátíðarhalda í dalnum í sumar 8. apríl 2019 19:42 Ætla að halda Secret Solstice óháð stuðningi borgarinnar og tíu milljóna skuld Tíu milljóna króna skuld Secret Solstice-tónlistarhátíðarinnar við Reykjavíkurborg kemur ekki í veg fyrir að hátíðin verði haldin í ár, að því er segir í yfirlýsingu frá núverandi rekstraraðilum hátíðarinnar. 9. apríl 2019 07:48 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Þekkt baráttukona hinseginréttinda myrt í Pétursborg Erlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Kvöldfréttir Stöðvar 2 Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Óslóartréð fellt í Heiðmörk Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Hrekur fullyrðingar stjórnarformanns um að búið sé að gera upp við Slayer Lögmaður umboðsaðila rokkhljómsveitarinnar Slayer segir það ekki rétt að aðstandendur tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice hafi þegar gert upp við sveitina, líkt og stjórnarformaður Live Events, fyrirtækisins sem nú sér um rekstur hátíðarinnar, heldur fram. 8. apríl 2019 14:45
Íbúar í Laugardalnum beita sér gegn Secret Solstice Íbúar í Laugardalnum biðla til borgaryfirvalda að veita Secret Solstice ekki leyfi til hátíðarhalda í dalnum í sumar 8. apríl 2019 19:42
Ætla að halda Secret Solstice óháð stuðningi borgarinnar og tíu milljóna skuld Tíu milljóna króna skuld Secret Solstice-tónlistarhátíðarinnar við Reykjavíkurborg kemur ekki í veg fyrir að hátíðin verði haldin í ár, að því er segir í yfirlýsingu frá núverandi rekstraraðilum hátíðarinnar. 9. apríl 2019 07:48