Neyðarástandi lýst yfir í New York vegna mislinga Samúel Karl Ólason skrifar 9. apríl 2019 23:05 Börn að leik í Williamsburg í Brooklyn. AP/Mark Lennihan Yfirvöld í New York í Bandaríkjunum hafa lýst yfir neyðarástandi vegna mislinga sem komið hafa upp í samfélagi strangtrúaðra gyðinga í borginni. Íbúar hverfisins sem um ræðir verða látnir greiða sektir fari þeir ekki í bólusetningu en minnst 285 manns hafa greinst með mislinga í hverfinu frá því í september. Um er að ræða stærsta faraldur borgarinnar frá 1991. Enn sem komið er hefur enginn látið lífið.Samkvæmt AP fréttaveitunni er ekki hægt að þvinga fólk í bólusetningu en borgin mun sekta alla þá sem ekki fara í bólusetningu um þúsund dali. Fyrr í vikunni var trúarlegum skólum og dagvistunum gert að úthýsa óbólusettum börnum. Annars gæti viðkomandi stofnunum verið lokað.Embættismenn kenna áróðri aðila sem deila dylgjum og lygum um bólusetningar um faraldurinn. Hér má sjá yfirlýsingu Bill De Blasio, borgarstjóra New York, í dag.New York Times vitnar í bækling sem hefur verið dreift í Brooklyn að undanförnu. Þar segir að bólusetningar valdi einhverfu og að bóluefni innihaldi erfðaefni úr fóstrum sem hafi verið eytt. Þar segir enn fremur að bóluefni séu einhver skærasta ógn heilsu fólks, sem er auðvitað ekki rétt.Í bæklingnum segir einnig að bóluefni innihaldi erfðaefni úr öpum, rottum og svínum og innihaldi blóð úr kúm en strangtrúaðir gyðingar mega ekki neita afurða sem unnar eru úr þeim dýrum. New York Times segir enn fremur að upp hafi komið tilvik þar sem foreldrar barna hafi reynt að hylja yfir smit barna sinna. AP fréttaveitan segir fregnum þessum hafa verið tekið misvel í Brooklyn og einhverjir íbúar sem rætt var við segi ekki við hæfi að þvinga fólk til að fá bólusetningu sem vill það ekki. Einn íbúi sagði augljóst að það væri mikið um mislingasmit í hverfinu og það væri slæmt. Hann var sömuleiðis sannfærður um að bóluefni væru slæm og hver aðili ætti að fá að taka ákvörðun fyrir sig. Það er þó til fólk sem getur ekki farið í bólusetningar vegna heilsu þeirra. Yfirvöld Bandaríkjanna lýstu því yfir árið 2000 að búið væri að útrýma mislingum þar í landi. Bandaríkin Bólusetningar Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Fleiri fréttir Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Sjá meira
Yfirvöld í New York í Bandaríkjunum hafa lýst yfir neyðarástandi vegna mislinga sem komið hafa upp í samfélagi strangtrúaðra gyðinga í borginni. Íbúar hverfisins sem um ræðir verða látnir greiða sektir fari þeir ekki í bólusetningu en minnst 285 manns hafa greinst með mislinga í hverfinu frá því í september. Um er að ræða stærsta faraldur borgarinnar frá 1991. Enn sem komið er hefur enginn látið lífið.Samkvæmt AP fréttaveitunni er ekki hægt að þvinga fólk í bólusetningu en borgin mun sekta alla þá sem ekki fara í bólusetningu um þúsund dali. Fyrr í vikunni var trúarlegum skólum og dagvistunum gert að úthýsa óbólusettum börnum. Annars gæti viðkomandi stofnunum verið lokað.Embættismenn kenna áróðri aðila sem deila dylgjum og lygum um bólusetningar um faraldurinn. Hér má sjá yfirlýsingu Bill De Blasio, borgarstjóra New York, í dag.New York Times vitnar í bækling sem hefur verið dreift í Brooklyn að undanförnu. Þar segir að bólusetningar valdi einhverfu og að bóluefni innihaldi erfðaefni úr fóstrum sem hafi verið eytt. Þar segir enn fremur að bóluefni séu einhver skærasta ógn heilsu fólks, sem er auðvitað ekki rétt.Í bæklingnum segir einnig að bóluefni innihaldi erfðaefni úr öpum, rottum og svínum og innihaldi blóð úr kúm en strangtrúaðir gyðingar mega ekki neita afurða sem unnar eru úr þeim dýrum. New York Times segir enn fremur að upp hafi komið tilvik þar sem foreldrar barna hafi reynt að hylja yfir smit barna sinna. AP fréttaveitan segir fregnum þessum hafa verið tekið misvel í Brooklyn og einhverjir íbúar sem rætt var við segi ekki við hæfi að þvinga fólk til að fá bólusetningu sem vill það ekki. Einn íbúi sagði augljóst að það væri mikið um mislingasmit í hverfinu og það væri slæmt. Hann var sömuleiðis sannfærður um að bóluefni væru slæm og hver aðili ætti að fá að taka ákvörðun fyrir sig. Það er þó til fólk sem getur ekki farið í bólusetningar vegna heilsu þeirra. Yfirvöld Bandaríkjanna lýstu því yfir árið 2000 að búið væri að útrýma mislingum þar í landi.
Bandaríkin Bólusetningar Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Fleiri fréttir Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Sjá meira