Ábyrgðasjóður launa gæti orðið tómur fljótt Sigurður Mikael Jónsson skrifar 30. mars 2019 07:00 Hundruð misstu vinnuna þegar WOW air flaug í þrot og munu leita í Ábyrgðasjóðinn. Fréttablaðið/Ernir Staða Ábyrgðasjóðs launa er góð eftir góðæri síðustu ára að sögn forstjóra Vinnumálastofnunar en gjaldþrot WOW air gæti fljótt snúið þeirri góðu stöðu við. Línur Vinnumálastofnunar voru enn rauðglóandi í gær eftir tíðindi fimmtudagsins af WOW air. Í gær var stofnunin einnig með opið hús fyrir þá sem misstu vinnuna í vikunni. Líkt og fram kom í Fréttablaðinu í gær hefur aldrei í sögunni eins fjölmennur hópur orðið atvinnulaus á jafn skömmum tíma. Strax í gær tilkynntu þessu til viðbótar mörg fyrirtæki að þau hefðu þurft að grípa til hópuppsagna þar sem tugir einstaklinga hafa misst vinnuna til viðbótar. Ábyrgðasjóður launa ábyrgist hins vegar greiðslu vinnulaunakröfu launþega og kröfu lífeyrissjóðs vegna lífeyrisiðgjalda á hendur vinnuveitanda við gjaldþrotaskipti. Árið 2016 námu heildarlaunagreiðslur úr sjóðnum 482 milljónum, 605 milljónum 2017 en tölur síðasta árs liggja ekki fyrir. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar sem fer með Ábyrgðasjóð launa, segir ákveðna útreikninga hafa verið gerða vegna stöðunnar sem upp kom á fimmtudaginn en þeir séu með öllum fyrirvörum, enda sé mjög erfitt að segja til um hversu mikið þurfi til að dekka höggið nú. Ef í ljós kemur að bitinn reynist of stór þá verði leitað eftir viðbótarframlagi frá ríkissjóði. „Stærsti óvissuþátturinn er lífeyrisiðgjöldin því það er ekkert hámark á þeim og þau miðast við raunlaun einstaklinga. Það er mesti óvissuþátturinn og stærsti útgjaldaliðurinn í þessum sjóði.“ Unnur segir aðspurð að staða sjóðsins sé þó góð. „Staðan á Ábyrgðasjóðnum er ljómandi góð því það hefur auðvitað verið góðæri og safnast í hann undanfarin ár. En það gæti verið fljótt að fara núna, ég ætla ekki að draga fjöður yfir það.“ Félagsmálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason, tilkynnti í gær að Vinnumálastofnun yrði veitt 80 milljóna viðbótarframlag til að mæta auknum verkefnum vegna falls WOW. Verja á 65 milljónum króna til að styrkja þjónustuver stofnunarinnar í Reykjavík og 15 milljónum til að styrkja þjónustuskrifstofuna í Reykjanesbæ. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Vinnumarkaður WOW Air Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Fleiri fréttir Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Sjá meira
Staða Ábyrgðasjóðs launa er góð eftir góðæri síðustu ára að sögn forstjóra Vinnumálastofnunar en gjaldþrot WOW air gæti fljótt snúið þeirri góðu stöðu við. Línur Vinnumálastofnunar voru enn rauðglóandi í gær eftir tíðindi fimmtudagsins af WOW air. Í gær var stofnunin einnig með opið hús fyrir þá sem misstu vinnuna í vikunni. Líkt og fram kom í Fréttablaðinu í gær hefur aldrei í sögunni eins fjölmennur hópur orðið atvinnulaus á jafn skömmum tíma. Strax í gær tilkynntu þessu til viðbótar mörg fyrirtæki að þau hefðu þurft að grípa til hópuppsagna þar sem tugir einstaklinga hafa misst vinnuna til viðbótar. Ábyrgðasjóður launa ábyrgist hins vegar greiðslu vinnulaunakröfu launþega og kröfu lífeyrissjóðs vegna lífeyrisiðgjalda á hendur vinnuveitanda við gjaldþrotaskipti. Árið 2016 námu heildarlaunagreiðslur úr sjóðnum 482 milljónum, 605 milljónum 2017 en tölur síðasta árs liggja ekki fyrir. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar sem fer með Ábyrgðasjóð launa, segir ákveðna útreikninga hafa verið gerða vegna stöðunnar sem upp kom á fimmtudaginn en þeir séu með öllum fyrirvörum, enda sé mjög erfitt að segja til um hversu mikið þurfi til að dekka höggið nú. Ef í ljós kemur að bitinn reynist of stór þá verði leitað eftir viðbótarframlagi frá ríkissjóði. „Stærsti óvissuþátturinn er lífeyrisiðgjöldin því það er ekkert hámark á þeim og þau miðast við raunlaun einstaklinga. Það er mesti óvissuþátturinn og stærsti útgjaldaliðurinn í þessum sjóði.“ Unnur segir aðspurð að staða sjóðsins sé þó góð. „Staðan á Ábyrgðasjóðnum er ljómandi góð því það hefur auðvitað verið góðæri og safnast í hann undanfarin ár. En það gæti verið fljótt að fara núna, ég ætla ekki að draga fjöður yfir það.“ Félagsmálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason, tilkynnti í gær að Vinnumálastofnun yrði veitt 80 milljóna viðbótarframlag til að mæta auknum verkefnum vegna falls WOW. Verja á 65 milljónum króna til að styrkja þjónustuver stofnunarinnar í Reykjavík og 15 milljónum til að styrkja þjónustuskrifstofuna í Reykjanesbæ.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Vinnumarkaður WOW Air Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Fleiri fréttir Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Sjá meira