Banni við hátíðarhöldum Bolsonaro aflétt Kjartan Kjartansson skrifar 31. mars 2019 09:05 Bolsonaro hefur margoft lýst aðdáun sinni á herforingjastjórninni sem réði ríkjum í Brasilíu í 21 ár. Vísir/EPA Áfrýjunardómstóll í Brasilíu hefur snúið við banni sem lagt var við hátíðarhöldum sem Jair Bolsonaro, forseti, hafði skipað fyrir um til að minnast þess að 55 ár verða liðin frá valdaráni hersins á þessu ári. Fyrirhuguðu hátíðarhöldin hafa verið afar umdeild en hundruð manna voru drepnir í tíð herforingjastjórnarinnar. Hátíðarhöldin eiga að fara fram í dag en hægriöfgamaðurinn Bolsonaro hefur ítrekað lýst aðdáun sinni á herforingjastjórninni sem fangelsaði og pyntaði fjölda Brasilíumanna auk þeirra sem hún lét myrða eða hverfa. Dómari á lægra dómstigi lagði bann við hátíðarhöldunum með þeim rökum að þau samræmdust ekki endurreisn lýðræðis í Brasilíu á föstudag. Áfrýjunardómstóllinn sneri þeim úrskurði við og sagði að brasilískt lýðræði væri nógu sterkt til að þola „fjölhyggju hugmynda“. Sagana væri ekki endurskrifuð og sannleikurinn ekki falinn með hátíðarhöldunum, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Mótmæli hafa verið skipulögð gegn hátíðarhöldunum í nokkrum borgum en nokkrar deildir hersins hafa þegar haldið viðburði til að minnast valdaránsins. Bolsonaro var liðsforingi í hernum áður en hann sneri sér að stjórnmálum. Hann hefur lýst valdaráni hersins 31. mars árið 1964 sem sigurhöggi gegn kommúnisma. Forsetinn er umdeildur í Brasilíu og hefur vakið reiði margra með rasískum ummælum og andúð á samkynhneigðum og konum. Brasilía Tengdar fréttir Dómari stöðvar hátíðarhöld Bolsonaro vegna valdaráns hersins Forsetinn vildi að því yrði fagnað að 55 ár verða í ár liðin frá því að herinn rændi völdum í landinu. Hundruð manna voru myrt eða látin hverfa í tíð herforingjastjórnarinnar. 30. mars 2019 12:35 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Sjá meira
Áfrýjunardómstóll í Brasilíu hefur snúið við banni sem lagt var við hátíðarhöldum sem Jair Bolsonaro, forseti, hafði skipað fyrir um til að minnast þess að 55 ár verða liðin frá valdaráni hersins á þessu ári. Fyrirhuguðu hátíðarhöldin hafa verið afar umdeild en hundruð manna voru drepnir í tíð herforingjastjórnarinnar. Hátíðarhöldin eiga að fara fram í dag en hægriöfgamaðurinn Bolsonaro hefur ítrekað lýst aðdáun sinni á herforingjastjórninni sem fangelsaði og pyntaði fjölda Brasilíumanna auk þeirra sem hún lét myrða eða hverfa. Dómari á lægra dómstigi lagði bann við hátíðarhöldunum með þeim rökum að þau samræmdust ekki endurreisn lýðræðis í Brasilíu á föstudag. Áfrýjunardómstóllinn sneri þeim úrskurði við og sagði að brasilískt lýðræði væri nógu sterkt til að þola „fjölhyggju hugmynda“. Sagana væri ekki endurskrifuð og sannleikurinn ekki falinn með hátíðarhöldunum, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Mótmæli hafa verið skipulögð gegn hátíðarhöldunum í nokkrum borgum en nokkrar deildir hersins hafa þegar haldið viðburði til að minnast valdaránsins. Bolsonaro var liðsforingi í hernum áður en hann sneri sér að stjórnmálum. Hann hefur lýst valdaráni hersins 31. mars árið 1964 sem sigurhöggi gegn kommúnisma. Forsetinn er umdeildur í Brasilíu og hefur vakið reiði margra með rasískum ummælum og andúð á samkynhneigðum og konum.
Brasilía Tengdar fréttir Dómari stöðvar hátíðarhöld Bolsonaro vegna valdaráns hersins Forsetinn vildi að því yrði fagnað að 55 ár verða í ár liðin frá því að herinn rændi völdum í landinu. Hundruð manna voru myrt eða látin hverfa í tíð herforingjastjórnarinnar. 30. mars 2019 12:35 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Sjá meira
Dómari stöðvar hátíðarhöld Bolsonaro vegna valdaráns hersins Forsetinn vildi að því yrði fagnað að 55 ár verða í ár liðin frá því að herinn rændi völdum í landinu. Hundruð manna voru myrt eða látin hverfa í tíð herforingjastjórnarinnar. 30. mars 2019 12:35