Landið mun betur undirbúið fyrir skell í efnahagslífinu en áður Sylvía Hall skrifar 31. mars 2019 12:42 Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, hefur gagnrýnt verðskrár bankanna. vísir/vilhelm Gylfi Zoega hagfræðiprófessor segir það vera í höndum aðila vinnumarkaðarins hvernig efnahagslífið hérlendis mun þróast næstu mánuði og jafnvel ár. Hann segir landið vera of dýrt og því þurfi að fara varlega í launahækkanir. Í Silfrinu í dag sagði Gylfi það vera jákvætt að landið væri í fyrsta sinn í þeirri stöðu að geta brugðist við samdrætti með vaxtalækkunum og því sé landið þokkalega undirbúið fyrir skell. Það sé bara spurning hversu mikill sá skellur verður. „Landið sjálft er vel undirbúið vegna þess að skuldir heimila og fyrirtækja hafa lækkað mikið. Það eru engin erlend lán hjá óverðum aðilum eins og var 2008. Það er gríðarlegur gjaldeyrisforði og ríkissjóður er búinn að greiða niður sínar skuldir,“ sagði Gylfi. „Vextir eru núna 4,5% en ef að atvinnuleysi fer að vaxa meira þá er í fyrsta sinn hægt að lækka vexti til þess að örva eftirspurn sem kemur öllum vel. Lykillinn að því er sá að þeir sem eru að semja um kaup og kjör núna geri hóflega samninga um hóflegar launahækkanir“Verkalýðsfélögin hafa tækifæri til þess að semja hóflega við erfiðar aðstæður Gylfi sagði vanda flestra fyrirtækja vera launakostnaður og benti á að þau flugfélög sem WOW air hafði verið í samkeppni við væru með töluvert lægri launakostnað. Í samanburði við samkeppnislönd sé Ísland mjög dýrt og laun séu hærri en annars staðar sem ógni stöðu innlendra flugfélaga. „Laun hér miðað við laun í samkeppnislöndum og verðlag innlent miðað við verðlag annarsstaðar er of hátt. Flugfélög sem eru í samkeppnisrekstri við flugfélög í láglaunalöndum eins og Ungverjalandi, Póllandi og jafnvel Bretlandi, þau hafa mjög erfiða stöðu nema olíuverð sé mjög lágt eins og það var 2015 og 2016. Um leið og olíuverð fer upp þá lenda þau í þessu. Eitt félag er farið, annað er farið núna og Icelandair er með sjö milljarða tap á síðasta ári.“ Hann nefndi að launahlutföll allra útflutningsgreinanna séu almennt mjög há, hótelin séu að greiða miklu hærra hlutfall í laun en hafi mælst áður og það sama eigi við um veitingahús. Það sé vandamálið. Hann segir lausnina ekki vera að hækka laun um hátt í tíu prósent á ári þar sem launakostnaður sé það sem er nú þegar að fella útflutningsgreinarnar. Það myndi aðeins gera út um fleiri fyrirtæki. „Það er algjörlega undir aðilum vinnumarkaðarins komið hvað gerist. Verkalýðshreyfingin núna, hún ræður vaxtarstiginu næstu mánuði og kannski einhver ár,“ sagði Gylfi og bætti við að nú hefði verkalýðshreyfingin tækifæri til þess að taka tillit til erfiðra aðstæðna og semja um hóflegar launahækkanir. Efnahagsmál Kjaramál Verkföll 2019 WOW Air Tengdar fréttir „Þetta er viðkvæm staða, gríðarlega viðkvæm“ Fundi stéttarfélaganna Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness (VLFA), Verkalýðsfélags Grindavíkur (VLFG), Framsýnar, Landssambands íslenskra verslunaramanna (LÍV) og Samtaka atvinnulífsins (SA) lauk um sexleytið í dag. 30. mars 2019 19:22 Telur það skýrast um helgina hvort aðilar séu að ná saman Formaður VR segir að það þurfi ekki lengri tíma en helgina til að komast að niðurstöðu um hvort aðilar séu að landa kjarasamningi eða ekki. Mál gætu jafnvel farið að skýrast í dag en að óbreyttu hefjast næstu verkföll á þriðjuddag. Fundur SA og SGS í gær var tíðindalaus. 30. mars 2019 07:30 Þétt dagskrá í húsakynnum ríkissáttasemjara Fyrsti fundur í kjaradeilu Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins eftir að SGS sleit viðræðum við SA hófst klukkan 09:30 í húsakynnum ríkissáttasemjara í morgun. 29. mars 2019 10:49 Samningaviðræður gangi vel en samninga ekki að vænta í dag Skýrst gæti á næstu dögum hvort gangi saman á milli SA og sex verkalýðsfélaga. Verkföll hafa að óbreyttu áhrif á strætósamgöngur frá og með morgundeginum. 31. mars 2019 12:21 Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Sjá meira
Gylfi Zoega hagfræðiprófessor segir það vera í höndum aðila vinnumarkaðarins hvernig efnahagslífið hérlendis mun þróast næstu mánuði og jafnvel ár. Hann segir landið vera of dýrt og því þurfi að fara varlega í launahækkanir. Í Silfrinu í dag sagði Gylfi það vera jákvætt að landið væri í fyrsta sinn í þeirri stöðu að geta brugðist við samdrætti með vaxtalækkunum og því sé landið þokkalega undirbúið fyrir skell. Það sé bara spurning hversu mikill sá skellur verður. „Landið sjálft er vel undirbúið vegna þess að skuldir heimila og fyrirtækja hafa lækkað mikið. Það eru engin erlend lán hjá óverðum aðilum eins og var 2008. Það er gríðarlegur gjaldeyrisforði og ríkissjóður er búinn að greiða niður sínar skuldir,“ sagði Gylfi. „Vextir eru núna 4,5% en ef að atvinnuleysi fer að vaxa meira þá er í fyrsta sinn hægt að lækka vexti til þess að örva eftirspurn sem kemur öllum vel. Lykillinn að því er sá að þeir sem eru að semja um kaup og kjör núna geri hóflega samninga um hóflegar launahækkanir“Verkalýðsfélögin hafa tækifæri til þess að semja hóflega við erfiðar aðstæður Gylfi sagði vanda flestra fyrirtækja vera launakostnaður og benti á að þau flugfélög sem WOW air hafði verið í samkeppni við væru með töluvert lægri launakostnað. Í samanburði við samkeppnislönd sé Ísland mjög dýrt og laun séu hærri en annars staðar sem ógni stöðu innlendra flugfélaga. „Laun hér miðað við laun í samkeppnislöndum og verðlag innlent miðað við verðlag annarsstaðar er of hátt. Flugfélög sem eru í samkeppnisrekstri við flugfélög í láglaunalöndum eins og Ungverjalandi, Póllandi og jafnvel Bretlandi, þau hafa mjög erfiða stöðu nema olíuverð sé mjög lágt eins og það var 2015 og 2016. Um leið og olíuverð fer upp þá lenda þau í þessu. Eitt félag er farið, annað er farið núna og Icelandair er með sjö milljarða tap á síðasta ári.“ Hann nefndi að launahlutföll allra útflutningsgreinanna séu almennt mjög há, hótelin séu að greiða miklu hærra hlutfall í laun en hafi mælst áður og það sama eigi við um veitingahús. Það sé vandamálið. Hann segir lausnina ekki vera að hækka laun um hátt í tíu prósent á ári þar sem launakostnaður sé það sem er nú þegar að fella útflutningsgreinarnar. Það myndi aðeins gera út um fleiri fyrirtæki. „Það er algjörlega undir aðilum vinnumarkaðarins komið hvað gerist. Verkalýðshreyfingin núna, hún ræður vaxtarstiginu næstu mánuði og kannski einhver ár,“ sagði Gylfi og bætti við að nú hefði verkalýðshreyfingin tækifæri til þess að taka tillit til erfiðra aðstæðna og semja um hóflegar launahækkanir.
Efnahagsmál Kjaramál Verkföll 2019 WOW Air Tengdar fréttir „Þetta er viðkvæm staða, gríðarlega viðkvæm“ Fundi stéttarfélaganna Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness (VLFA), Verkalýðsfélags Grindavíkur (VLFG), Framsýnar, Landssambands íslenskra verslunaramanna (LÍV) og Samtaka atvinnulífsins (SA) lauk um sexleytið í dag. 30. mars 2019 19:22 Telur það skýrast um helgina hvort aðilar séu að ná saman Formaður VR segir að það þurfi ekki lengri tíma en helgina til að komast að niðurstöðu um hvort aðilar séu að landa kjarasamningi eða ekki. Mál gætu jafnvel farið að skýrast í dag en að óbreyttu hefjast næstu verkföll á þriðjuddag. Fundur SA og SGS í gær var tíðindalaus. 30. mars 2019 07:30 Þétt dagskrá í húsakynnum ríkissáttasemjara Fyrsti fundur í kjaradeilu Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins eftir að SGS sleit viðræðum við SA hófst klukkan 09:30 í húsakynnum ríkissáttasemjara í morgun. 29. mars 2019 10:49 Samningaviðræður gangi vel en samninga ekki að vænta í dag Skýrst gæti á næstu dögum hvort gangi saman á milli SA og sex verkalýðsfélaga. Verkföll hafa að óbreyttu áhrif á strætósamgöngur frá og með morgundeginum. 31. mars 2019 12:21 Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Sjá meira
„Þetta er viðkvæm staða, gríðarlega viðkvæm“ Fundi stéttarfélaganna Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness (VLFA), Verkalýðsfélags Grindavíkur (VLFG), Framsýnar, Landssambands íslenskra verslunaramanna (LÍV) og Samtaka atvinnulífsins (SA) lauk um sexleytið í dag. 30. mars 2019 19:22
Telur það skýrast um helgina hvort aðilar séu að ná saman Formaður VR segir að það þurfi ekki lengri tíma en helgina til að komast að niðurstöðu um hvort aðilar séu að landa kjarasamningi eða ekki. Mál gætu jafnvel farið að skýrast í dag en að óbreyttu hefjast næstu verkföll á þriðjuddag. Fundur SA og SGS í gær var tíðindalaus. 30. mars 2019 07:30
Þétt dagskrá í húsakynnum ríkissáttasemjara Fyrsti fundur í kjaradeilu Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins eftir að SGS sleit viðræðum við SA hófst klukkan 09:30 í húsakynnum ríkissáttasemjara í morgun. 29. mars 2019 10:49
Samningaviðræður gangi vel en samninga ekki að vænta í dag Skýrst gæti á næstu dögum hvort gangi saman á milli SA og sex verkalýðsfélaga. Verkföll hafa að óbreyttu áhrif á strætósamgöngur frá og með morgundeginum. 31. mars 2019 12:21