Nýtt líf í tuskunum í Trendport Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 31. mars 2019 19:15 Þær Þórunn Elva Þorgeirsdóttir og Vera Sif Rúnarsdóttir ætla að opna markað í maí þar sem þær ætla að selja notuð föt í umboðssölu. Hjón sem eru búin að fá nóg af fatasóun hér á landi hafa ákveðið að opna markað þar sem hægt er að koma með notuð föt og selja í umboðssölu. Þau hafa fengið afar jákvæð viðbrögð hjá fólki sem oft er með fulla skápa af klæðnaði sem það notar sjaldan eða aldrei. Þær Þórunn Elva Þorgeirsdóttir og Vera Sif Rúnarsdóttir segja að fólk sé að verða sífellt meðvitaðra um mikilvægi umhverfismála og eitt af því sé að gefa fötunum sínum lengra líf. Þær ákváðu því ásamt eiginmönnum að stofna fatamarkað í Kópavogi sem hefur fengið nafnið Trendport og verður opnaður í maí. Þar getur fólk leigt bás og selt gömlu fötin sem það hefur aldrei tímt að henda. „Svo sjáum við í raun um restina en við prentum út strikamerki og erum á staðnum til að selja fötin. Við tökum 15% í umboðslaun og fólk greiðir fyrir básinn,“ segir Þórunn. Þær segja að viðtökurnar hafi verið frábærar enda um þarft málefni að ræða. „Við í rauninni litum í eigin barm og sáum hvað við vorum sjálf að kaupa mikið af fötum sem við notuðum sjaldan. Við kannski tímdum ekki að henda fötunum þannig að þau söfnuðust bara inn í skáp og voru ónotuð. Þá er nú betra að koma þeim í umferð hér í Trendport og fái um leið pening í vasann,“ segir Vera Sif. Þær benda á að fyrirmyndin að markaðnum komi frá Barnalopunni sem byggist upp á sambærilegu viðskiptamódeli og hefur notið mikilla vinsælda. Tíska og hönnun Umhverfismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Hjón sem eru búin að fá nóg af fatasóun hér á landi hafa ákveðið að opna markað þar sem hægt er að koma með notuð föt og selja í umboðssölu. Þau hafa fengið afar jákvæð viðbrögð hjá fólki sem oft er með fulla skápa af klæðnaði sem það notar sjaldan eða aldrei. Þær Þórunn Elva Þorgeirsdóttir og Vera Sif Rúnarsdóttir segja að fólk sé að verða sífellt meðvitaðra um mikilvægi umhverfismála og eitt af því sé að gefa fötunum sínum lengra líf. Þær ákváðu því ásamt eiginmönnum að stofna fatamarkað í Kópavogi sem hefur fengið nafnið Trendport og verður opnaður í maí. Þar getur fólk leigt bás og selt gömlu fötin sem það hefur aldrei tímt að henda. „Svo sjáum við í raun um restina en við prentum út strikamerki og erum á staðnum til að selja fötin. Við tökum 15% í umboðslaun og fólk greiðir fyrir básinn,“ segir Þórunn. Þær segja að viðtökurnar hafi verið frábærar enda um þarft málefni að ræða. „Við í rauninni litum í eigin barm og sáum hvað við vorum sjálf að kaupa mikið af fötum sem við notuðum sjaldan. Við kannski tímdum ekki að henda fötunum þannig að þau söfnuðust bara inn í skáp og voru ónotuð. Þá er nú betra að koma þeim í umferð hér í Trendport og fái um leið pening í vasann,“ segir Vera Sif. Þær benda á að fyrirmyndin að markaðnum komi frá Barnalopunni sem byggist upp á sambærilegu viðskiptamódeli og hefur notið mikilla vinsælda.
Tíska og hönnun Umhverfismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira