Hélt kannski að Lars Lagerbäck vissi ekki að hann væri norskur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. mars 2019 10:30 Lars Lagerbäck. Getty/Trond Tandberg Lars Lagerbäck hefur fengið tíma til að móta norska landsliðið og nú er komið að stóra prófinu sem er undankeppni EM 2020. Lagerbäck kom Íslandi á EM í fyrsta sinn og reynir nú að koma Norðmönnum á sitt fyrsta stórmót í tvo áratugi. Síðasta stórmót Norðmanna var EM 2000 í Belgíu og Hollandi en liðið þarf nú að komast í gegn undanriðil þar sem í eru Spánn, Svíþjóð, Rúmenía, Færeyjar og Malta.«Nå er det opp til deg, Lagerbäck!» https://t.co/7kEdgknenBpic.twitter.com/DRtAGBWV5t — Sunnmørsposten (@smpno) March 19, 2019Fyrstu leikir norska landsliðsins eru mjög krefjandi leikir á móti Spáni á útivelli og Svíþjóð á heimavelli. Það eru hins vegar gerðar væntingar til Lars og liðsins eftir mjög gott ár 2018. Lagerbäck hefur úr stærri hópi atvinnumanna að velja en þegar hann var þjálfari íslenska landsliðsins og einn af þeim sem var skilinn út undan að þessu sinni, er ekkert alltof sáttur með Svíann. Sá heitir Fredrik Gulbrandsen og er nýbúinn að skora fyrir Red Bull Salzburg á móti Napoli í Evrópudeildinni. Gulbrandsen er 26 ár gamall og var um tíma á láni hjá New York Red Bulls. Hann hefur ekki spilað í Noregi undanfarin þrjú ár. Hann hefur hins vegar verið að finna taktinn með austurríska liðinu. „Ég hef ekki heyrt neitt. Ég held að þeir viti ekki að ég sé norskur,“ sagði Fredrik Gulbrandsen meðal annars í viðtali við TV2.65' GOOOOOOOOOAAAAAALLL!!!!!!! Freddie #Gulbrandsen finds the net to make it 2-1! #FCSNapoli 2-1 pic.twitter.com/p1ZIflz5PR — FC Red Bull Salzburg EN (@FCRBS_en) March 14, 2019Lars Lagerbäck var spurður út í þetta umrædda viðtal við Gulbrandsen. „Ég veit ekki hvort hann sé pirraður en ég skil vel að hann sé vonsvikinn. Það bara jákvætt að menn vilji komast í landsliðið. Hann hefur verið inn og úti úr liðinu en ég ákvað bara að velja aðra menn núna,“ sagði Lagerbäck. Dagbladet sagði frá. Lagerbäck valdi þá Joshua King, Alexander Sørloth, Bjørn Maars Johnsen, Ola Kamara og Tarik Elyounoussi í hópinn fyrir komandi leiki. Lars Lagerbäck bauð síðan upp á setningu sem við heyrðum oft þegar hann þjálfaði íslenska landsliðið. „Þú átt alltaf möguleika. Ef við spilum hundrað prósent leik þá getum við náð í jafntefli eða sigur. Ef ekki þá getum við tapað 5-0 á móti Spáni,“ sagði Lagerbäck. Lagerbäck er líka sannfærður um að Spánverjar óttist engan í norska landsliðinu. „Ég á erfitt með að trúa því að þeir hræðist einhvern í norska landsliðinu. Ég held ekki. Þeir fylgja sinni fótboltaheimspeki og eru eflaust ekkert alltaf mikið að skoða önnur lið. Þeir vita hvað þeir vilja gera og gera það,“ sagði Lars Lagerbäck. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Íslenski boltinn Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn NFL stjarna lést í fangaklefa Sport Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Arsenal - Atlético Madrid | Heitt í kolunum eftir skort á heitu vatni Villarreal - Man. City | Er hægt að hemja Haaland? Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Sjá meira
Lars Lagerbäck hefur fengið tíma til að móta norska landsliðið og nú er komið að stóra prófinu sem er undankeppni EM 2020. Lagerbäck kom Íslandi á EM í fyrsta sinn og reynir nú að koma Norðmönnum á sitt fyrsta stórmót í tvo áratugi. Síðasta stórmót Norðmanna var EM 2000 í Belgíu og Hollandi en liðið þarf nú að komast í gegn undanriðil þar sem í eru Spánn, Svíþjóð, Rúmenía, Færeyjar og Malta.«Nå er det opp til deg, Lagerbäck!» https://t.co/7kEdgknenBpic.twitter.com/DRtAGBWV5t — Sunnmørsposten (@smpno) March 19, 2019Fyrstu leikir norska landsliðsins eru mjög krefjandi leikir á móti Spáni á útivelli og Svíþjóð á heimavelli. Það eru hins vegar gerðar væntingar til Lars og liðsins eftir mjög gott ár 2018. Lagerbäck hefur úr stærri hópi atvinnumanna að velja en þegar hann var þjálfari íslenska landsliðsins og einn af þeim sem var skilinn út undan að þessu sinni, er ekkert alltof sáttur með Svíann. Sá heitir Fredrik Gulbrandsen og er nýbúinn að skora fyrir Red Bull Salzburg á móti Napoli í Evrópudeildinni. Gulbrandsen er 26 ár gamall og var um tíma á láni hjá New York Red Bulls. Hann hefur ekki spilað í Noregi undanfarin þrjú ár. Hann hefur hins vegar verið að finna taktinn með austurríska liðinu. „Ég hef ekki heyrt neitt. Ég held að þeir viti ekki að ég sé norskur,“ sagði Fredrik Gulbrandsen meðal annars í viðtali við TV2.65' GOOOOOOOOOAAAAAALLL!!!!!!! Freddie #Gulbrandsen finds the net to make it 2-1! #FCSNapoli 2-1 pic.twitter.com/p1ZIflz5PR — FC Red Bull Salzburg EN (@FCRBS_en) March 14, 2019Lars Lagerbäck var spurður út í þetta umrædda viðtal við Gulbrandsen. „Ég veit ekki hvort hann sé pirraður en ég skil vel að hann sé vonsvikinn. Það bara jákvætt að menn vilji komast í landsliðið. Hann hefur verið inn og úti úr liðinu en ég ákvað bara að velja aðra menn núna,“ sagði Lagerbäck. Dagbladet sagði frá. Lagerbäck valdi þá Joshua King, Alexander Sørloth, Bjørn Maars Johnsen, Ola Kamara og Tarik Elyounoussi í hópinn fyrir komandi leiki. Lars Lagerbäck bauð síðan upp á setningu sem við heyrðum oft þegar hann þjálfaði íslenska landsliðið. „Þú átt alltaf möguleika. Ef við spilum hundrað prósent leik þá getum við náð í jafntefli eða sigur. Ef ekki þá getum við tapað 5-0 á móti Spáni,“ sagði Lagerbäck. Lagerbäck er líka sannfærður um að Spánverjar óttist engan í norska landsliðinu. „Ég á erfitt með að trúa því að þeir hræðist einhvern í norska landsliðinu. Ég held ekki. Þeir fylgja sinni fótboltaheimspeki og eru eflaust ekkert alltaf mikið að skoða önnur lið. Þeir vita hvað þeir vilja gera og gera það,“ sagði Lars Lagerbäck.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Íslenski boltinn Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn NFL stjarna lést í fangaklefa Sport Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Arsenal - Atlético Madrid | Heitt í kolunum eftir skort á heitu vatni Villarreal - Man. City | Er hægt að hemja Haaland? Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Sjá meira