Hélt kannski að Lars Lagerbäck vissi ekki að hann væri norskur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. mars 2019 10:30 Lars Lagerbäck. Getty/Trond Tandberg Lars Lagerbäck hefur fengið tíma til að móta norska landsliðið og nú er komið að stóra prófinu sem er undankeppni EM 2020. Lagerbäck kom Íslandi á EM í fyrsta sinn og reynir nú að koma Norðmönnum á sitt fyrsta stórmót í tvo áratugi. Síðasta stórmót Norðmanna var EM 2000 í Belgíu og Hollandi en liðið þarf nú að komast í gegn undanriðil þar sem í eru Spánn, Svíþjóð, Rúmenía, Færeyjar og Malta.«Nå er det opp til deg, Lagerbäck!» https://t.co/7kEdgknenBpic.twitter.com/DRtAGBWV5t — Sunnmørsposten (@smpno) March 19, 2019Fyrstu leikir norska landsliðsins eru mjög krefjandi leikir á móti Spáni á útivelli og Svíþjóð á heimavelli. Það eru hins vegar gerðar væntingar til Lars og liðsins eftir mjög gott ár 2018. Lagerbäck hefur úr stærri hópi atvinnumanna að velja en þegar hann var þjálfari íslenska landsliðsins og einn af þeim sem var skilinn út undan að þessu sinni, er ekkert alltof sáttur með Svíann. Sá heitir Fredrik Gulbrandsen og er nýbúinn að skora fyrir Red Bull Salzburg á móti Napoli í Evrópudeildinni. Gulbrandsen er 26 ár gamall og var um tíma á láni hjá New York Red Bulls. Hann hefur ekki spilað í Noregi undanfarin þrjú ár. Hann hefur hins vegar verið að finna taktinn með austurríska liðinu. „Ég hef ekki heyrt neitt. Ég held að þeir viti ekki að ég sé norskur,“ sagði Fredrik Gulbrandsen meðal annars í viðtali við TV2.65' GOOOOOOOOOAAAAAALLL!!!!!!! Freddie #Gulbrandsen finds the net to make it 2-1! #FCSNapoli 2-1 pic.twitter.com/p1ZIflz5PR — FC Red Bull Salzburg EN (@FCRBS_en) March 14, 2019Lars Lagerbäck var spurður út í þetta umrædda viðtal við Gulbrandsen. „Ég veit ekki hvort hann sé pirraður en ég skil vel að hann sé vonsvikinn. Það bara jákvætt að menn vilji komast í landsliðið. Hann hefur verið inn og úti úr liðinu en ég ákvað bara að velja aðra menn núna,“ sagði Lagerbäck. Dagbladet sagði frá. Lagerbäck valdi þá Joshua King, Alexander Sørloth, Bjørn Maars Johnsen, Ola Kamara og Tarik Elyounoussi í hópinn fyrir komandi leiki. Lars Lagerbäck bauð síðan upp á setningu sem við heyrðum oft þegar hann þjálfaði íslenska landsliðið. „Þú átt alltaf möguleika. Ef við spilum hundrað prósent leik þá getum við náð í jafntefli eða sigur. Ef ekki þá getum við tapað 5-0 á móti Spáni,“ sagði Lagerbäck. Lagerbäck er líka sannfærður um að Spánverjar óttist engan í norska landsliðinu. „Ég á erfitt með að trúa því að þeir hræðist einhvern í norska landsliðinu. Ég held ekki. Þeir fylgja sinni fótboltaheimspeki og eru eflaust ekkert alltaf mikið að skoða önnur lið. Þeir vita hvað þeir vilja gera og gera það,“ sagði Lars Lagerbäck. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Fótbolti Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Fleiri fréttir EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Bandaríkin áfram en Kanada úr leik eftir vítaspyrnukeppni Sjá meira
Lars Lagerbäck hefur fengið tíma til að móta norska landsliðið og nú er komið að stóra prófinu sem er undankeppni EM 2020. Lagerbäck kom Íslandi á EM í fyrsta sinn og reynir nú að koma Norðmönnum á sitt fyrsta stórmót í tvo áratugi. Síðasta stórmót Norðmanna var EM 2000 í Belgíu og Hollandi en liðið þarf nú að komast í gegn undanriðil þar sem í eru Spánn, Svíþjóð, Rúmenía, Færeyjar og Malta.«Nå er det opp til deg, Lagerbäck!» https://t.co/7kEdgknenBpic.twitter.com/DRtAGBWV5t — Sunnmørsposten (@smpno) March 19, 2019Fyrstu leikir norska landsliðsins eru mjög krefjandi leikir á móti Spáni á útivelli og Svíþjóð á heimavelli. Það eru hins vegar gerðar væntingar til Lars og liðsins eftir mjög gott ár 2018. Lagerbäck hefur úr stærri hópi atvinnumanna að velja en þegar hann var þjálfari íslenska landsliðsins og einn af þeim sem var skilinn út undan að þessu sinni, er ekkert alltof sáttur með Svíann. Sá heitir Fredrik Gulbrandsen og er nýbúinn að skora fyrir Red Bull Salzburg á móti Napoli í Evrópudeildinni. Gulbrandsen er 26 ár gamall og var um tíma á láni hjá New York Red Bulls. Hann hefur ekki spilað í Noregi undanfarin þrjú ár. Hann hefur hins vegar verið að finna taktinn með austurríska liðinu. „Ég hef ekki heyrt neitt. Ég held að þeir viti ekki að ég sé norskur,“ sagði Fredrik Gulbrandsen meðal annars í viðtali við TV2.65' GOOOOOOOOOAAAAAALLL!!!!!!! Freddie #Gulbrandsen finds the net to make it 2-1! #FCSNapoli 2-1 pic.twitter.com/p1ZIflz5PR — FC Red Bull Salzburg EN (@FCRBS_en) March 14, 2019Lars Lagerbäck var spurður út í þetta umrædda viðtal við Gulbrandsen. „Ég veit ekki hvort hann sé pirraður en ég skil vel að hann sé vonsvikinn. Það bara jákvætt að menn vilji komast í landsliðið. Hann hefur verið inn og úti úr liðinu en ég ákvað bara að velja aðra menn núna,“ sagði Lagerbäck. Dagbladet sagði frá. Lagerbäck valdi þá Joshua King, Alexander Sørloth, Bjørn Maars Johnsen, Ola Kamara og Tarik Elyounoussi í hópinn fyrir komandi leiki. Lars Lagerbäck bauð síðan upp á setningu sem við heyrðum oft þegar hann þjálfaði íslenska landsliðið. „Þú átt alltaf möguleika. Ef við spilum hundrað prósent leik þá getum við náð í jafntefli eða sigur. Ef ekki þá getum við tapað 5-0 á móti Spáni,“ sagði Lagerbäck. Lagerbäck er líka sannfærður um að Spánverjar óttist engan í norska landsliðinu. „Ég á erfitt með að trúa því að þeir hræðist einhvern í norska landsliðinu. Ég held ekki. Þeir fylgja sinni fótboltaheimspeki og eru eflaust ekkert alltaf mikið að skoða önnur lið. Þeir vita hvað þeir vilja gera og gera það,“ sagði Lars Lagerbäck.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Fótbolti Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Fleiri fréttir EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Bandaríkin áfram en Kanada úr leik eftir vítaspyrnukeppni Sjá meira