Lífið

Fimm dæmi um matvæli sem fólk hefur verið að borða með „rangri“ aðferð

Stefán Árni Pálsson skrifar
Alltaf gaman að læra eitthvað nýtt.
Alltaf gaman að læra eitthvað nýtt.
Á dögunum kom í ljós að flestallir í heiminum höfðu verið að borða ananas með rangri aðferð. Vísir greindi frá málinu en á YouTube-síðunni REACT er búið að taka saman fimm matvæli sem margir hafa ekki enn náð tökum á að borða rétt.

Til að byrja með fengu nokkrir álitsgjafar það verkefni að borða ananasinn með réttri aðferð. Það gekk reyndar ekkert sérstaklega vel.

Því næst fengu þau kjúklingavængi og leiðbeiningar hvernig eigi að borða þá. Það gekk mun betur.

Þriðja dæmið tengist bollakökum og hvernig best sé að borða þær. Það á einfaldlega að skera þær í tvennt og búa til samloku.

Fjórða dæmið var ný aðferð til að borða jarðaber og að lokum var farið yfir það hvernig maður á að borða Toblerone súkkulaði.

Álitsgjafarnir voru reyndar heilt yfir ekkert sérstaklega hrifnir af aðferðunum. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×