Hannes: Þykir vænt um Pepsi Max-deildina en er enn leikmaður Qarabag Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Peralada skrifar 20. mars 2019 20:30 Hannes Þór Halldórsson neitar því ekki að hafa áhuga á að spila í Pepsi Max-deildinni í sumar en hann er þó enn leikmaður Qarabag í Aserbaísjan, þar sem hann fær afar fá tækifæri um þessar mundir. Hannes samdi við Qarabag síðastliðið sumar og gerði þá tveggja ára samning. En hann segir að staða hans nú sé erfið. „Það er erfitt að lýsa þsssu. Ráða í stöðuna og giska á hvað muni gerast. Það er algert frost eins og staðan er núna og þetta er skrýtið mál,“ sagði Hannes í samtali við Vísi í dag. En er hann að reyna að semja um starfslok hjá félaginu? „Ég er alltaf að reyna að spjalla við menn þarna og finna út úr því hver næstu skref verða. Ég get ekki farið út í nein smáatriði. En það er ekkert leyndarmál að ég er óánægður með stöðuna, ég er ekki að spila og það er enginn glaður þegar hann er ekki að spila.“ Hannes Þór hefur verið sterklega orðaður við Val en vildi engu svara hvort að hann væri á leið í rauða búninginn strax í sumar. „Þegar ég skrifaði undir hjá Qarabag var planið að vera þar í tvö ár og það er enn þannig. Svo verður bara að koma í ljós hvernig framtíðin verður. Hvort það verði Valur eða eitthvað annað, ég get ekki tjáð mig um það núna.“Hannes Þór Halldórsson fær ekkert að spila með Qarabag.vísir/gettyHugsa hlýtt til Pepsi Max-deildarinnar Hann neitar því ekki og hefur aldrei gert, að hann er spenntur fyrir því að spila aftur heima á Íslandi. „Ég hef alltaf stefnt á það að koma heim og spila. Ég hugsa hlýtt til Pepsi Max-deildarinnar og það hefur alltaf verið heillandi tilhugsun fyrir mig. Hvort sem það gerist núna í sumar, næsta eða þarnæsta - við verðum bara að sjá til.“ Fyrir núverandi landsliðsverkefni, sem Hannes er að búa sig undir, sagði þjálfarinn Erik Hamren að Hannes væri enn markvörður númer eitt hjá landsliðinu. „Það var gott að heyra það frá þjálfaranum því undirbúningur minn síðustu vikurnar hafa snúist um þessa leiki.“ EM 2020 í fótbolta Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Alfreð í hópnum en enginn Jón Daði Erik Hamrén er búinn að velja mennina sem byrja undankeppni EM 2020 fyrir Íslands hönd. 14. mars 2019 13:04 Ari Freyr útilokar endurkomu í Val: Gerði mömmu vonsvikna Ari Freyr Skúlason er ekki á heimleið, hvorki til að spila með Val eða öðrum íslenskum liðum. 19. mars 2019 21:00 Hannes spilar ekkert en er númer eitt hjá Hamrén Erik Hamrén er með Hannes Þór Halldórsson fremstan í goggunarröðinni. 14. mars 2019 13:43 Aron Einar: Ef þig langar ekki aftur á EM þá geturðu hætt Aron Einar Gunnarsson hefur ekki velt því sérstaklega fyrir sér hvort að hungrið og drifkrafturinn sé enn til staðar í íslenska landsliðinu. 20. mars 2019 08:00 Gylfi: Ég vil upplifa þessa tilfinningu aftur Gylfi Þór Sigurðsson vill eins og aðrir í íslenska landsliðinu fá að upplifa það að spila á stórmóti í knattspyrnu. 20. mars 2019 19:15 Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Enski boltinn „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Mikael tryggði AGF stig gegn Viborg Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Hættur og segir sambandið sleikja sig upp við Courtois Fyrsta mark Rúnars í síðasta leik fyrir val Arnars Áfall fyrir Gísla Gotta sem meiddist í öxl Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Þórir Jóhann lagði upp í súru tapi gegn AC Milan „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Sjaldséð tækifæri Sveindísar og Ingibjörg í undanúrslit Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Sjá meira
Hannes Þór Halldórsson neitar því ekki að hafa áhuga á að spila í Pepsi Max-deildinni í sumar en hann er þó enn leikmaður Qarabag í Aserbaísjan, þar sem hann fær afar fá tækifæri um þessar mundir. Hannes samdi við Qarabag síðastliðið sumar og gerði þá tveggja ára samning. En hann segir að staða hans nú sé erfið. „Það er erfitt að lýsa þsssu. Ráða í stöðuna og giska á hvað muni gerast. Það er algert frost eins og staðan er núna og þetta er skrýtið mál,“ sagði Hannes í samtali við Vísi í dag. En er hann að reyna að semja um starfslok hjá félaginu? „Ég er alltaf að reyna að spjalla við menn þarna og finna út úr því hver næstu skref verða. Ég get ekki farið út í nein smáatriði. En það er ekkert leyndarmál að ég er óánægður með stöðuna, ég er ekki að spila og það er enginn glaður þegar hann er ekki að spila.“ Hannes Þór hefur verið sterklega orðaður við Val en vildi engu svara hvort að hann væri á leið í rauða búninginn strax í sumar. „Þegar ég skrifaði undir hjá Qarabag var planið að vera þar í tvö ár og það er enn þannig. Svo verður bara að koma í ljós hvernig framtíðin verður. Hvort það verði Valur eða eitthvað annað, ég get ekki tjáð mig um það núna.“Hannes Þór Halldórsson fær ekkert að spila með Qarabag.vísir/gettyHugsa hlýtt til Pepsi Max-deildarinnar Hann neitar því ekki og hefur aldrei gert, að hann er spenntur fyrir því að spila aftur heima á Íslandi. „Ég hef alltaf stefnt á það að koma heim og spila. Ég hugsa hlýtt til Pepsi Max-deildarinnar og það hefur alltaf verið heillandi tilhugsun fyrir mig. Hvort sem það gerist núna í sumar, næsta eða þarnæsta - við verðum bara að sjá til.“ Fyrir núverandi landsliðsverkefni, sem Hannes er að búa sig undir, sagði þjálfarinn Erik Hamren að Hannes væri enn markvörður númer eitt hjá landsliðinu. „Það var gott að heyra það frá þjálfaranum því undirbúningur minn síðustu vikurnar hafa snúist um þessa leiki.“
EM 2020 í fótbolta Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Alfreð í hópnum en enginn Jón Daði Erik Hamrén er búinn að velja mennina sem byrja undankeppni EM 2020 fyrir Íslands hönd. 14. mars 2019 13:04 Ari Freyr útilokar endurkomu í Val: Gerði mömmu vonsvikna Ari Freyr Skúlason er ekki á heimleið, hvorki til að spila með Val eða öðrum íslenskum liðum. 19. mars 2019 21:00 Hannes spilar ekkert en er númer eitt hjá Hamrén Erik Hamrén er með Hannes Þór Halldórsson fremstan í goggunarröðinni. 14. mars 2019 13:43 Aron Einar: Ef þig langar ekki aftur á EM þá geturðu hætt Aron Einar Gunnarsson hefur ekki velt því sérstaklega fyrir sér hvort að hungrið og drifkrafturinn sé enn til staðar í íslenska landsliðinu. 20. mars 2019 08:00 Gylfi: Ég vil upplifa þessa tilfinningu aftur Gylfi Þór Sigurðsson vill eins og aðrir í íslenska landsliðinu fá að upplifa það að spila á stórmóti í knattspyrnu. 20. mars 2019 19:15 Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Enski boltinn „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Mikael tryggði AGF stig gegn Viborg Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Hættur og segir sambandið sleikja sig upp við Courtois Fyrsta mark Rúnars í síðasta leik fyrir val Arnars Áfall fyrir Gísla Gotta sem meiddist í öxl Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Þórir Jóhann lagði upp í súru tapi gegn AC Milan „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Sjaldséð tækifæri Sveindísar og Ingibjörg í undanúrslit Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Sjá meira
Alfreð í hópnum en enginn Jón Daði Erik Hamrén er búinn að velja mennina sem byrja undankeppni EM 2020 fyrir Íslands hönd. 14. mars 2019 13:04
Ari Freyr útilokar endurkomu í Val: Gerði mömmu vonsvikna Ari Freyr Skúlason er ekki á heimleið, hvorki til að spila með Val eða öðrum íslenskum liðum. 19. mars 2019 21:00
Hannes spilar ekkert en er númer eitt hjá Hamrén Erik Hamrén er með Hannes Þór Halldórsson fremstan í goggunarröðinni. 14. mars 2019 13:43
Aron Einar: Ef þig langar ekki aftur á EM þá geturðu hætt Aron Einar Gunnarsson hefur ekki velt því sérstaklega fyrir sér hvort að hungrið og drifkrafturinn sé enn til staðar í íslenska landsliðinu. 20. mars 2019 08:00
Gylfi: Ég vil upplifa þessa tilfinningu aftur Gylfi Þór Sigurðsson vill eins og aðrir í íslenska landsliðinu fá að upplifa það að spila á stórmóti í knattspyrnu. 20. mars 2019 19:15