NPA í Reykjavík – sigur fatlaðs fólks Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 20. mars 2019 18:06 Borgarstjórn Reykjavíkur hefur samþykkt nýjar reglur um notendastýrða persónulega þjónustu (NPA) sem marka afar gleðileg tímamót fyrir fatlað fólk. Samþykkt borgarstjórnar um NPA gefur ekki bara fyrirheit um aukna og fjölbreyttari velferðarþjónustu í Reykjavík, heldur felur hún í sér mikilvægan áfangasigur í mannréttindabaráttu fatlaðra – réttinn til sjálfstæðs lífs sem fatlað fólk hefur barist fyrir árum saman. Notendastýrð persónuleg aðstoð byggir á samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og hugmyndafræðinni um rétt fatlaðs fólks til sjálfstæðs lífs og þess að eiga valkosti til jafns við aðra. Mikilvægur hluti þessa persónulega sjálfstæðis er að hafar raunverulega stjórn, val og möguleika til sjálfstæðs lífs og þær aðstæður mun NPA færa fleiri einstaklingum. Mannréttindi sem okkur flestum finnast vera sjálfsögð.Sjálfsögð mannréttindi Frá árinu 2013 hefur Reykjavík tekið þátt í tilraunaverkefni um NPA sem átti að standa út árið 2014 en það var framlengt ítrekað meðan beðið var laga sem lögfestu þetta þjónustuform. Lög um þjónustu við fólk með langvarnandi stuðningsþarfir tóku loks gildi þann 1. október 2018. Á síðasta kjörtímabili sameinaðist Borgarstjórn um að skora á ríkið að lögbinda þjónustuna og tryggja fjármagn til innleiðingar. Það er því sannarlega gleðilegt að nú sé málið í höfn löglega og við treystum því að ríkið fjármagni sinn hlut af innleiðingu með Reykjavík og öðrum sveitarfélögum landsinssveitarfélögum landsins, þannig að NPA bjóðist í raun um allt land. Mikil sátt hefur ríkt um þessa þjónustu af hálfu NPA notenda í Reykjavík og ljóst að þetta nýja þjónustuform hefur haft mikil og jákvæð áhrif á líf og störf umræddra einstaklinga. Nú eru 19 einstaklingar með samning um NPA í Reykjavik, en vitað er um, allt að 56 Reykvíkinga, sem hafa sótt um þjónustuna eða gætu hugsað sér það. Í framhaldi af samþykkt borgarstjórnar munu umsóknir verða metnar og rætt við alla þessa einstaklinga um viðeigandi lausnir.Stjórn og forsendur til sjálfstæðs lífs Samþykkt borgarstjórnar um NPA byggir ekki síst á reynslunni af tilraunaverkefninu, þróun þess og ábendingum sem bárust frá notendum, hagsmunasamtökum og starfsmönnum á tilrauna- og undirbúningstíma. Frá upphafi hefur verið haft samráð við fulltrúa málefnahóps Öryrkjabandalags Íslands um sjálfstætt líf, auk þess sem mikilvægt samráð hefur einnig verið haft við NPA-miðstöðina, Þroskahjálp, Átak og fleiri. Nú hefst innleiðingartími sem standa á til ársins 2022 og við munum vanda okkur og læra af reynslunni og þróa þjónustuna áfram í samráði við notendur og hagsmunasamtök þeirra. þjónustan er skipulögð á forsendum notandans og er undir verkstýringu og verkstjórn hans eða aðstoðarmanns. Ákveðið var að hafa ekkert aldurstakmark í reglum Reykjavikurborgar þar sem þjónustan hefur sýnt sig geta hentað fötluðu fólki öllum aldurshópum.Samráð og bætt þjónusta Þjonustan mun áfram mótast og þróast af reynslu og mati á því hvernig tekst að koma til móts við þarfir fatlaðs fólks svo það megi lifa sjálfstæðu og virku lífi. Með samþykkt borgarstjórnar um notendastýrða persónulega þjónustu, er stigið stórt skref í réttindabaráttu fatlaðs fólks og ný spennandi vegferð er hafin í uppbyggingu velferðarþjónustu á Íslandi. Ég óska okkur öllum til hamingju!Höfundur er formaður velferðarráðs Reykjavíkur og varaformaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Björg Hilmisdóttir Mest lesið Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun Skoðun Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Borgarstjórn Reykjavíkur hefur samþykkt nýjar reglur um notendastýrða persónulega þjónustu (NPA) sem marka afar gleðileg tímamót fyrir fatlað fólk. Samþykkt borgarstjórnar um NPA gefur ekki bara fyrirheit um aukna og fjölbreyttari velferðarþjónustu í Reykjavík, heldur felur hún í sér mikilvægan áfangasigur í mannréttindabaráttu fatlaðra – réttinn til sjálfstæðs lífs sem fatlað fólk hefur barist fyrir árum saman. Notendastýrð persónuleg aðstoð byggir á samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og hugmyndafræðinni um rétt fatlaðs fólks til sjálfstæðs lífs og þess að eiga valkosti til jafns við aðra. Mikilvægur hluti þessa persónulega sjálfstæðis er að hafar raunverulega stjórn, val og möguleika til sjálfstæðs lífs og þær aðstæður mun NPA færa fleiri einstaklingum. Mannréttindi sem okkur flestum finnast vera sjálfsögð.Sjálfsögð mannréttindi Frá árinu 2013 hefur Reykjavík tekið þátt í tilraunaverkefni um NPA sem átti að standa út árið 2014 en það var framlengt ítrekað meðan beðið var laga sem lögfestu þetta þjónustuform. Lög um þjónustu við fólk með langvarnandi stuðningsþarfir tóku loks gildi þann 1. október 2018. Á síðasta kjörtímabili sameinaðist Borgarstjórn um að skora á ríkið að lögbinda þjónustuna og tryggja fjármagn til innleiðingar. Það er því sannarlega gleðilegt að nú sé málið í höfn löglega og við treystum því að ríkið fjármagni sinn hlut af innleiðingu með Reykjavík og öðrum sveitarfélögum landsinssveitarfélögum landsins, þannig að NPA bjóðist í raun um allt land. Mikil sátt hefur ríkt um þessa þjónustu af hálfu NPA notenda í Reykjavík og ljóst að þetta nýja þjónustuform hefur haft mikil og jákvæð áhrif á líf og störf umræddra einstaklinga. Nú eru 19 einstaklingar með samning um NPA í Reykjavik, en vitað er um, allt að 56 Reykvíkinga, sem hafa sótt um þjónustuna eða gætu hugsað sér það. Í framhaldi af samþykkt borgarstjórnar munu umsóknir verða metnar og rætt við alla þessa einstaklinga um viðeigandi lausnir.Stjórn og forsendur til sjálfstæðs lífs Samþykkt borgarstjórnar um NPA byggir ekki síst á reynslunni af tilraunaverkefninu, þróun þess og ábendingum sem bárust frá notendum, hagsmunasamtökum og starfsmönnum á tilrauna- og undirbúningstíma. Frá upphafi hefur verið haft samráð við fulltrúa málefnahóps Öryrkjabandalags Íslands um sjálfstætt líf, auk þess sem mikilvægt samráð hefur einnig verið haft við NPA-miðstöðina, Þroskahjálp, Átak og fleiri. Nú hefst innleiðingartími sem standa á til ársins 2022 og við munum vanda okkur og læra af reynslunni og þróa þjónustuna áfram í samráði við notendur og hagsmunasamtök þeirra. þjónustan er skipulögð á forsendum notandans og er undir verkstýringu og verkstjórn hans eða aðstoðarmanns. Ákveðið var að hafa ekkert aldurstakmark í reglum Reykjavikurborgar þar sem þjónustan hefur sýnt sig geta hentað fötluðu fólki öllum aldurshópum.Samráð og bætt þjónusta Þjonustan mun áfram mótast og þróast af reynslu og mati á því hvernig tekst að koma til móts við þarfir fatlaðs fólks svo það megi lifa sjálfstæðu og virku lífi. Með samþykkt borgarstjórnar um notendastýrða persónulega þjónustu, er stigið stórt skref í réttindabaráttu fatlaðs fólks og ný spennandi vegferð er hafin í uppbyggingu velferðarþjónustu á Íslandi. Ég óska okkur öllum til hamingju!Höfundur er formaður velferðarráðs Reykjavíkur og varaformaður Samfylkingarinnar.
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun