Sara Rún: Gott að koma heim Helgi Hrafn Ólafsson skrifar 20. mars 2019 21:56 Sara Rún Hinriksdóttir í leik með íslenska landsliðinu. Vísir/Stefán Sara Rún Hinriksdóttir spilaði sinn fyrsta leik fyrir Keflavík síðan tímabilið 2014-2015 í kvöld gegn feiknasterku liði Vals í Origo-höllinni. Leikurinn fór 80-68 fyrir Val en Sara Rún gat þó séð ljósa punkta í frammistöðu síns liðs. „Við gerðum fullt af góðum hlutum í kvöld en vitum hvað við þurfum að bæta. Spiluðum við gott Valslið í dag. Tilbúnar í næsta leik, tökum einn leik í einu,“ sagði hún að leik loknum. Undanfarin fjögur ár hefur Sara Rún spilað með bandaríska háskólaliðinu Casinius Golden Griffins en er nýkomin aftur til landsins. „Ég mætti á fyrstu æfinguna í gær. Liðið hefur tekið vel á móti mér,“ sagði Sara Rún um stutta undirbúninginn sem hún hefur fengið fyrir þennan fyrsta leik hennar á tímabilinu. Það hefði ekki komið á óvart ef að það hefði tekið Söru Rún smá tíma að finna sig innan sóknarleiks liðsins en hún átti strax nokkuð góðan leik fyrir Keflavík, skoraði 23 stig, tók 10 fráköst og varði eitt skot. „Körfubolti er náttúrulega körfubolti. Ef þú spilar ákveðið þá kemur restin,“ sagði hún. Aðspurð um að koma sér inn í íslenska tempóið og Keflavíkur liðsboltann var Sara Rún ekki sérlega áhyggjufull: „Þetta er náttúrulega öðruvísi. Ég er búin að vera með sama liðinu úti núna í fjögur ár. Auðvitað er erfitt að ná bara einni æfingu en þau hjálpuðu mér að komast inn í þetta. Ekkert mál, í rauninni. Bara ógeðslega gaman. Gott að koma heim.“ Hlutverk hennar innan liðsins er ekki lítið en hún er vissulega mjög fjölhæfur leikmaður. „Ég er hávaxin en get líka skotið fyrir utan og geri bara það sem liðið vantar. Ef það vantar leikmann á vængnum þá fer ég á vænginn og ef það vantar leikmann inn í þá fer ég inn í. Bara allt jafn gaman,“ sagði Sara Rún og virtist áhyggjulaus með framvinduna. Dominos-deild kvenna Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fleiri fréttir Álftanes - KR | Tóti Túrbó fær að svara fyrir sig Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? ÍA - Valur | Nýir tímar í nýju húsi Þór Þ. - ÍR | Kominn tími á fyrstu stigin? Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Sjá meira
Sara Rún Hinriksdóttir spilaði sinn fyrsta leik fyrir Keflavík síðan tímabilið 2014-2015 í kvöld gegn feiknasterku liði Vals í Origo-höllinni. Leikurinn fór 80-68 fyrir Val en Sara Rún gat þó séð ljósa punkta í frammistöðu síns liðs. „Við gerðum fullt af góðum hlutum í kvöld en vitum hvað við þurfum að bæta. Spiluðum við gott Valslið í dag. Tilbúnar í næsta leik, tökum einn leik í einu,“ sagði hún að leik loknum. Undanfarin fjögur ár hefur Sara Rún spilað með bandaríska háskólaliðinu Casinius Golden Griffins en er nýkomin aftur til landsins. „Ég mætti á fyrstu æfinguna í gær. Liðið hefur tekið vel á móti mér,“ sagði Sara Rún um stutta undirbúninginn sem hún hefur fengið fyrir þennan fyrsta leik hennar á tímabilinu. Það hefði ekki komið á óvart ef að það hefði tekið Söru Rún smá tíma að finna sig innan sóknarleiks liðsins en hún átti strax nokkuð góðan leik fyrir Keflavík, skoraði 23 stig, tók 10 fráköst og varði eitt skot. „Körfubolti er náttúrulega körfubolti. Ef þú spilar ákveðið þá kemur restin,“ sagði hún. Aðspurð um að koma sér inn í íslenska tempóið og Keflavíkur liðsboltann var Sara Rún ekki sérlega áhyggjufull: „Þetta er náttúrulega öðruvísi. Ég er búin að vera með sama liðinu úti núna í fjögur ár. Auðvitað er erfitt að ná bara einni æfingu en þau hjálpuðu mér að komast inn í þetta. Ekkert mál, í rauninni. Bara ógeðslega gaman. Gott að koma heim.“ Hlutverk hennar innan liðsins er ekki lítið en hún er vissulega mjög fjölhæfur leikmaður. „Ég er hávaxin en get líka skotið fyrir utan og geri bara það sem liðið vantar. Ef það vantar leikmann á vængnum þá fer ég á vænginn og ef það vantar leikmann inn í þá fer ég inn í. Bara allt jafn gaman,“ sagði Sara Rún og virtist áhyggjulaus með framvinduna.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fleiri fréttir Álftanes - KR | Tóti Túrbó fær að svara fyrir sig Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? ÍA - Valur | Nýir tímar í nýju húsi Þór Þ. - ÍR | Kominn tími á fyrstu stigin? Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Sjá meira