ESB sektar Google um 200 milljarða Ari Brynjólfsson skrifar 21. mars 2019 07:15 Margrethe Vestager, yfirmaður samkeppnisdeildar ESB, á blaðamannafundinum í Brussel í gær. Fréttablaðið/EPA Evrópusambandið sektaði bandaríska tölvurisann Google um 1.490 milljónir evra, eða tæplega 200 milljarða króna, fyrir að hafa misnotað markaðsráðandi stöðu sína. Margaret Vestager, yfirmaður samkeppnisdeildar ESB, greindi frá þessu í Brussel í gær. Brot Google áttu sér stað á tíu ára tímabili, frá árinu 2006 til 2016. Brotin felast í því að hindra að keppinautarnir selji auglýsingar á netinu með því að nota markaðsráðandi stöðu sína. Eftir að málið komst upp breytti Google auglýsingasamningum sínum við þriðja aðila til að veita þeim meira svigrúm til að birta auglýsingar í samkeppni við Google. „Google er búið að festa sig í sessi sem risinn á markaðnum með auglýsingar á netinu og hefur náð að skýla sér fyrir samkeppni með því að setja samkeppnishamlandi skilmála í samningum við þriðja aðila,“ sagði Vestager. „Þetta er bannað samkvæmt samkeppnislögum ESB.“ Kent Walker, yfirmaður alþjóðadeildar Google, lofar bót og betrun. „Við höfum nú þegar gert margvíslegar breytingar til að koma til móts við samkeppnisdeildina. Við munum gera frekari breytingar á næstunni til að auka sýnileika keppinauta okkar í Evrópu.“Kent Walker, yfirmaður alþjóðadeildar Google.Fréttablaðið/EPAWalker kynnti einnig í gær breytingar á Android-stýrikerfinu fyrir síma. Í fyrra fékk fyrirtækið sekt frá ESB fyrir að neyða framleiðendur síma sem nota Android til að láta vafra, leitarvél og smáforritaverslun Google fylgja með. Fyrirtækið sagði að það væri nú þegar búið að breyta skilmálum sínum, sem heimila símaframleiðendum að láta smáforrit frá öðrum framleiðendum fylgja með. Sektin í gær er sú þriðja á innan við þremur árum sem ESB leggur á Google fyrir brot á samkeppnislögum. Alls er búið að sekta fyrirtækið um 8,9 milljarða evra, eða sem nemur 1.200 milljörðum króna. Google er markaðsráðandi þegar kemur að leitarvélum, mest í Evrópu þar sem markaðshlutdeildin er 90 prósent. Alphabet, móðurfélag Google, þénar umtalsverðar fjárhæðir í gegnum auglýsingasölu. Hagnaðurinn í fyrra nam 30,7 milljörðum dollara, eða tæplega 3.600 milljörðum króna. Auglýsingatekjur Google koma helst inn í gegnum AdSense, forrit sem birtir leitarniðurstöður frá aðilum sem hafa greitt fyrir það samhliða hefðbundnum leitarniðurstöðum. Einnig birtir forritið auglýsingar sem eru sérsniðnar að notandanum, er til dæmis tekið mið af staðsetningu og hvernig vef notandinn er að skoða. Einnig er tekið mið af fyrri leitum notandans. Til að fá hagnað í gegnum auglýsingar hafi vefsíðueigendur þurft að gangast við því að gefa Google öll verðmætustu auglýsingaplássin ásamt því að þurfa að fá leyfi frá Google til að birta auglýsingar í gegnum Yahoo! eða Microsoft. Á blaðamannafundi í gær lýsti Vestager Google sem millilið fyrir auglýsingar sem hefði komið sér upp vítahring. „Keppinautar Google gátu ekki stækkað, sem leiddi til þess að eigendur vefsíðna þurftu að reiða sig eingöngu á Google,“ sagði Vestager í gær. „Það var engin ástæða fyrir Google að leggja á þessar kvaðir aðrar en til að hindra samkeppni.“ Birtist í Fréttablaðinu Evrópusambandið Google Mest lesið Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Neytendur Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Neytendur Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Neytendur Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Viðskipti innlent Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Atvinnulíf Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Viðskipti innlent Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Viðskipti erlent Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Fleiri fréttir Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Evrópusambandið sektaði bandaríska tölvurisann Google um 1.490 milljónir evra, eða tæplega 200 milljarða króna, fyrir að hafa misnotað markaðsráðandi stöðu sína. Margaret Vestager, yfirmaður samkeppnisdeildar ESB, greindi frá þessu í Brussel í gær. Brot Google áttu sér stað á tíu ára tímabili, frá árinu 2006 til 2016. Brotin felast í því að hindra að keppinautarnir selji auglýsingar á netinu með því að nota markaðsráðandi stöðu sína. Eftir að málið komst upp breytti Google auglýsingasamningum sínum við þriðja aðila til að veita þeim meira svigrúm til að birta auglýsingar í samkeppni við Google. „Google er búið að festa sig í sessi sem risinn á markaðnum með auglýsingar á netinu og hefur náð að skýla sér fyrir samkeppni með því að setja samkeppnishamlandi skilmála í samningum við þriðja aðila,“ sagði Vestager. „Þetta er bannað samkvæmt samkeppnislögum ESB.“ Kent Walker, yfirmaður alþjóðadeildar Google, lofar bót og betrun. „Við höfum nú þegar gert margvíslegar breytingar til að koma til móts við samkeppnisdeildina. Við munum gera frekari breytingar á næstunni til að auka sýnileika keppinauta okkar í Evrópu.“Kent Walker, yfirmaður alþjóðadeildar Google.Fréttablaðið/EPAWalker kynnti einnig í gær breytingar á Android-stýrikerfinu fyrir síma. Í fyrra fékk fyrirtækið sekt frá ESB fyrir að neyða framleiðendur síma sem nota Android til að láta vafra, leitarvél og smáforritaverslun Google fylgja með. Fyrirtækið sagði að það væri nú þegar búið að breyta skilmálum sínum, sem heimila símaframleiðendum að láta smáforrit frá öðrum framleiðendum fylgja með. Sektin í gær er sú þriðja á innan við þremur árum sem ESB leggur á Google fyrir brot á samkeppnislögum. Alls er búið að sekta fyrirtækið um 8,9 milljarða evra, eða sem nemur 1.200 milljörðum króna. Google er markaðsráðandi þegar kemur að leitarvélum, mest í Evrópu þar sem markaðshlutdeildin er 90 prósent. Alphabet, móðurfélag Google, þénar umtalsverðar fjárhæðir í gegnum auglýsingasölu. Hagnaðurinn í fyrra nam 30,7 milljörðum dollara, eða tæplega 3.600 milljörðum króna. Auglýsingatekjur Google koma helst inn í gegnum AdSense, forrit sem birtir leitarniðurstöður frá aðilum sem hafa greitt fyrir það samhliða hefðbundnum leitarniðurstöðum. Einnig birtir forritið auglýsingar sem eru sérsniðnar að notandanum, er til dæmis tekið mið af staðsetningu og hvernig vef notandinn er að skoða. Einnig er tekið mið af fyrri leitum notandans. Til að fá hagnað í gegnum auglýsingar hafi vefsíðueigendur þurft að gangast við því að gefa Google öll verðmætustu auglýsingaplássin ásamt því að þurfa að fá leyfi frá Google til að birta auglýsingar í gegnum Yahoo! eða Microsoft. Á blaðamannafundi í gær lýsti Vestager Google sem millilið fyrir auglýsingar sem hefði komið sér upp vítahring. „Keppinautar Google gátu ekki stækkað, sem leiddi til þess að eigendur vefsíðna þurftu að reiða sig eingöngu á Google,“ sagði Vestager í gær. „Það var engin ástæða fyrir Google að leggja á þessar kvaðir aðrar en til að hindra samkeppni.“
Birtist í Fréttablaðinu Evrópusambandið Google Mest lesið Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Neytendur Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Neytendur Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Neytendur Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Viðskipti innlent Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Atvinnulíf Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Viðskipti innlent Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Viðskipti erlent Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Fleiri fréttir Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira