Játaði loks morðið á Aleshu og dæmdur í lífstíðarfangelsi Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. mars 2019 14:40 Aaron Thomas Campbell má sjá til vinstri á mynd. Fórnarlamb hans, hin sex ára Alesha MacPhail, er til hægri á mynd. Mynd/Samsett Unglingspilturinn sem nauðgaði og myrti hina sex ára Aleshu MacPhail var í dag dæmdur í lífstíðarfangelsi. Hann hafði áður þvertekið fyrir sekt sína en játaði loks glæpi sína í aðdraganda dómsuppkvaðningarinnar í Glasgow dag. Alesha fannst látin í rústum gistiheimilis á skosku eyjunni Bute í fyrrasumar en málið vakti mikinn óhug á Bretlandseyjum á sínum tíma. Pilturinn, Aaron Campbell, var handtekinn í sumar grunaður um að hafa tekið Aleshu úr rúmi hennar, nauðgað henni og loks myrt hana. Hann var svo fundinn sekur um morðið og nauðgunina nú í febrúar. Breskir fjölmiðlar greina frá því að Campbell hafi játað glæpi sína í samtali við sálfræðing, sem tók af honum skýrslu áður en dómurinn var kveðinn upp í dag. Campbell var að lokum dæmdur í lífstíðarfangelsi og mun ekki geta sótt um reynslulausn fyrr en að lokinni 27 ára afplánun.Móðir Aleshu, Georgina Lochrane, gengur út úr dómsal í febrúar síðastliðnum.Getty/Jeff J MitchellHaft er eftir Campbell í skýrslu sálfræðingsins að hann hafi farið inn á heimili föður Aleshu á eyjunni Bute í leit að kannabis, en sá síðarnefndi hafði selt honum efnið í gegnum tíðina. Þar gekk hann fram á Aleshu þar sem hún lá sofandi í rúmi sínu og sá þar „tækifæri“ í hendi sér. „Það eina sem ég hugsaði um var að drepa hana, um leið og ég sá hana,“ er haft eftir Campbell í skýrslunni. Dómarinn sem kvað dóminn upp sagði glæpinn hafa valdið „viðbjóði og vantrú“ í bresku samfélagi. Þá lýsti hann Campbell sem „köldum, harðbrjósta, vægðarlausum og hættulegum einstaklingi.“ Campbell hafi jafnframt sýnt af sér ótrúlegan hroka og „stórkostlegan skort á iðrun“ við réttarhöldin. Áður hafði Campbell haldið því fram að hann hefði aldrei hitt Aleshu og sakaði kærustu föður hennar, hina átján ára Toni MacLachlan, um morðið. Hún reyndist vitanlega alveg saklaus. Þá greina fjölmiðlar frá því að fjölskyldumeðlimir Aleshu, sem voru viðstaddir dómsuppkvaðninguna í dag, hafi hrópað fúkyrði að Campbell eftir að dómurinn var kveðinn upp. Bretland Skotland Tengdar fréttir Táningurinn kennir konu um morðið á hinni sex ára gömlu Aleshu Málið vakti mikinn óhug á Bretlandseyjum á sínum tíma. 12. febrúar 2019 08:37 Nafngreindu óvænt drenginn sem myrti Aleshu MacPhail Drengurinn heitir Aaron Thomas Campbell en þetta er í fyrsta sinn sem nafngreiningarbanni á grundvelli aldurs er aflétt í Skotlandi. 23. febrúar 2019 21:17 Lát Aleshu rannsakað sem morð Lögregla á skosku eyjunni Bute hefur staðfest að andlát hinnar sex ára Aleshu MacPhail sé nú rannsakað sem morð. 4. júlí 2018 09:56 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Fleiri fréttir Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Sjá meira
Unglingspilturinn sem nauðgaði og myrti hina sex ára Aleshu MacPhail var í dag dæmdur í lífstíðarfangelsi. Hann hafði áður þvertekið fyrir sekt sína en játaði loks glæpi sína í aðdraganda dómsuppkvaðningarinnar í Glasgow dag. Alesha fannst látin í rústum gistiheimilis á skosku eyjunni Bute í fyrrasumar en málið vakti mikinn óhug á Bretlandseyjum á sínum tíma. Pilturinn, Aaron Campbell, var handtekinn í sumar grunaður um að hafa tekið Aleshu úr rúmi hennar, nauðgað henni og loks myrt hana. Hann var svo fundinn sekur um morðið og nauðgunina nú í febrúar. Breskir fjölmiðlar greina frá því að Campbell hafi játað glæpi sína í samtali við sálfræðing, sem tók af honum skýrslu áður en dómurinn var kveðinn upp í dag. Campbell var að lokum dæmdur í lífstíðarfangelsi og mun ekki geta sótt um reynslulausn fyrr en að lokinni 27 ára afplánun.Móðir Aleshu, Georgina Lochrane, gengur út úr dómsal í febrúar síðastliðnum.Getty/Jeff J MitchellHaft er eftir Campbell í skýrslu sálfræðingsins að hann hafi farið inn á heimili föður Aleshu á eyjunni Bute í leit að kannabis, en sá síðarnefndi hafði selt honum efnið í gegnum tíðina. Þar gekk hann fram á Aleshu þar sem hún lá sofandi í rúmi sínu og sá þar „tækifæri“ í hendi sér. „Það eina sem ég hugsaði um var að drepa hana, um leið og ég sá hana,“ er haft eftir Campbell í skýrslunni. Dómarinn sem kvað dóminn upp sagði glæpinn hafa valdið „viðbjóði og vantrú“ í bresku samfélagi. Þá lýsti hann Campbell sem „köldum, harðbrjósta, vægðarlausum og hættulegum einstaklingi.“ Campbell hafi jafnframt sýnt af sér ótrúlegan hroka og „stórkostlegan skort á iðrun“ við réttarhöldin. Áður hafði Campbell haldið því fram að hann hefði aldrei hitt Aleshu og sakaði kærustu föður hennar, hina átján ára Toni MacLachlan, um morðið. Hún reyndist vitanlega alveg saklaus. Þá greina fjölmiðlar frá því að fjölskyldumeðlimir Aleshu, sem voru viðstaddir dómsuppkvaðninguna í dag, hafi hrópað fúkyrði að Campbell eftir að dómurinn var kveðinn upp.
Bretland Skotland Tengdar fréttir Táningurinn kennir konu um morðið á hinni sex ára gömlu Aleshu Málið vakti mikinn óhug á Bretlandseyjum á sínum tíma. 12. febrúar 2019 08:37 Nafngreindu óvænt drenginn sem myrti Aleshu MacPhail Drengurinn heitir Aaron Thomas Campbell en þetta er í fyrsta sinn sem nafngreiningarbanni á grundvelli aldurs er aflétt í Skotlandi. 23. febrúar 2019 21:17 Lát Aleshu rannsakað sem morð Lögregla á skosku eyjunni Bute hefur staðfest að andlát hinnar sex ára Aleshu MacPhail sé nú rannsakað sem morð. 4. júlí 2018 09:56 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Fleiri fréttir Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Sjá meira
Táningurinn kennir konu um morðið á hinni sex ára gömlu Aleshu Málið vakti mikinn óhug á Bretlandseyjum á sínum tíma. 12. febrúar 2019 08:37
Nafngreindu óvænt drenginn sem myrti Aleshu MacPhail Drengurinn heitir Aaron Thomas Campbell en þetta er í fyrsta sinn sem nafngreiningarbanni á grundvelli aldurs er aflétt í Skotlandi. 23. febrúar 2019 21:17
Lát Aleshu rannsakað sem morð Lögregla á skosku eyjunni Bute hefur staðfest að andlát hinnar sex ára Aleshu MacPhail sé nú rannsakað sem morð. 4. júlí 2018 09:56