Fótbolti

Skotar niðurlægðir í Kasakstan

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Alex McLeish byrjar undankeppnina illa
Alex McLeish byrjar undankeppnina illa vísir/getty
Skotland byrjaði undankeppni EM 2020 eins illa og þeir gátu hugsað sér, með 3-0 tapi fyrir Kasakstan ytra.

Kasakar voru með miku betra liðið á vellinum og áttu sigurinn fyllilega skilið.

Leikurinn byrjaði mjög fjörlega og voru heimamenn búnir að skora tvö mörk eftir tíu mínútur. Það fyrra kom á 6. mínútu þegar Yuriy Pertsukh skoraði eftir háa sendingu upp völlinn. Á níundu mínútu bætti Yan Vorogovskiy við þegar hann potaði sendingu Islambek Kuat í netið.

Þriðja markið kom svo í upphafi seinni hálfleiks þegar Baktiyar Zainutdinov skallaði fyrirgjöf inn á teiginn í netið.

Þar við sat og Kasakar byrja undankeppnina á verðskulduðum sigri á meðan fréttamiðlar í Skotlandi keppast við að lýsa þessu sem einu neyðarlegasta tapi skoska landsliðsins.

Liðin eru í I riðli undankeppninnar með Belgum, Kýpur, Rússlandi og San Marínó en þetta var fyrsti leikur riðilsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×