Fótbolti

Rashford sendur heim vegna meiðsla

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Marcus Rashford
Marcus Rashford vísir/getty
Marcus Rashford varð í dag sjötti maðurninn til þess að draga sig út úr enska landsliðshópnum vegna meiðsla.

Manchester United maðurinn er meiddur á ökkla og mun ekki geta tekið þátt í leikjum Englannds við Tékkland og Svartfjallaland í undankeppni EM 2020.

Rashford hefur glímt við meiðslin síðan í leik Manchester United og Liverpool í síðasta mánuði. Hann fékk meðhöndlun hjá læknateymi enska landsliðsins alla vikuna en það dugði ekki til og er Rashford því farinn aftur til Manchester.

Brotthvarf Rashford þýðir að líklegast mun Gareth Southgate láta ungstirnin Jadon Sancho og Callum Hudson-Odoi fá stærra hlutverk en þeir hefðu annars fengið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×