Lykilorð milljóna Facebook-notenda voru aðgengileg þúsundum starfsmanna Kjartan Kjartansson skrifar 21. mars 2019 22:14 Facebook fullyrðir að ekkert hafi komið fram sem bendi til þess að einhver hafi notað lykilorðin í annarlegum tilgangi. Vísir/EPA Allt að tuttugu þúsund starfsmenn samfélagsmiðlarisans Facebook höfðu aðgang að lykilorðum hundruð milljóna notenda sem voru þar að auki geymd ódulkóðuð. Facebook segist hafa lagað „galla“ sem hafði vistað lykilorðin á innra neti fyrirtækisins. Að sögn breska ríkisútvarpsins BBC gætu aðgangorðin hafa verið aðgengileg starfsmönnum Facebook allt frá árinu 2012. Netöryggissérfræðingur hafi ljóstrað upp um öryggisbrestinn þar sem lykilorð allt að 600 milljóna notenda hafi verið aðgengileg á innra neti Facebook og þau geymd í textaformi. Scott Renfro, verkfræðingur hjá Facebook, segir að fyrirtækið hafi sett af stað innri rannsókn þegar það komst að því að lykilorðin væru geymd fyrir augum þúsunda starfsmanna. Hún hafi leitt í ljós að lykilorðin virðast ekki hafa verið misnotuð. Facebook segist hafa uppgötvað gallann í janúar við hefðbundið öryggiseftirlit. Flestir þeirra sem eiga lykilorðin séu notendur Facebook Lite, einfaldari útgáfu samfélagsmiðilsins sem er meira notuð í löndum þar sem netsamband er hægt og stopult. Notendunum verður tilkynnt um öryggisbrestinn en Facebook segir að þeir verði ekki látnir skipta um lykilorð nema vísbendingar komi fram um að lykilorðin hafi verið misnotuð. Facebook Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Allt að tuttugu þúsund starfsmenn samfélagsmiðlarisans Facebook höfðu aðgang að lykilorðum hundruð milljóna notenda sem voru þar að auki geymd ódulkóðuð. Facebook segist hafa lagað „galla“ sem hafði vistað lykilorðin á innra neti fyrirtækisins. Að sögn breska ríkisútvarpsins BBC gætu aðgangorðin hafa verið aðgengileg starfsmönnum Facebook allt frá árinu 2012. Netöryggissérfræðingur hafi ljóstrað upp um öryggisbrestinn þar sem lykilorð allt að 600 milljóna notenda hafi verið aðgengileg á innra neti Facebook og þau geymd í textaformi. Scott Renfro, verkfræðingur hjá Facebook, segir að fyrirtækið hafi sett af stað innri rannsókn þegar það komst að því að lykilorðin væru geymd fyrir augum þúsunda starfsmanna. Hún hafi leitt í ljós að lykilorðin virðast ekki hafa verið misnotuð. Facebook segist hafa uppgötvað gallann í janúar við hefðbundið öryggiseftirlit. Flestir þeirra sem eiga lykilorðin séu notendur Facebook Lite, einfaldari útgáfu samfélagsmiðilsins sem er meira notuð í löndum þar sem netsamband er hægt og stopult. Notendunum verður tilkynnt um öryggisbrestinn en Facebook segir að þeir verði ekki látnir skipta um lykilorð nema vísbendingar komi fram um að lykilorðin hafi verið misnotuð.
Facebook Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira