Telja að þungmálmar drepi mosa Sveinn Arnarsson skrifar 22. mars 2019 06:30 Náttúrufræðistofnun telur þungmálma hafa þau áhrif að mosi skemmist eða drepist á svæðum sem liggja nálægt álverum. Fréttablaðið/GVA Skemmdir á mosa við álverin þrjú hér á landi eru nokkuð miklar. Á nokkrum svæðum í kringum álverin hefur mosi skemmst mikið og horfið á stórum svæðum. Telja vísindamenn Náttúrufræðistofnunar að ástæður þess megi að miklu leyti rekja til eitrunaráhrifa þungmálma. Vöktun með mælingum á efnum í mosa hófst hér á landi árið 1990 og hefur farið fram á fimm ára fresti frá þeim tíma, síðast árið 2015. Verkefnið, sem er hluti af samevrópsku rannsóknarverkefni, hefur það markmið að kortleggja uppsprettur mengandi þungmálma í andrúmslofti og fylgjast með breytingum sem verða með tíma. Hörður Þorsteinsson, framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlits svæðisins, segir skýrsluna gallaða. „Þegar við skoðum loftgæðamælana okkar á svæðinu sjáum við að loftgæðin eru góð og segja allt aðra sögu en þessi skýrsla. Þess vegna viljum við vara við því að menn dragi of miklar ályktanir af henni,“ segir Hörður. Skýrsla um sýnatökur í mosa hér á landi kom út hjá Náttúrufræðistofnun í fyrra. Þar kemur fram að við iðnaðarsvæðið á völlunum í Hafnarfirði er nokkuð mikil mengun en þar hefur mælst hár styrkur króms, kopars, járns, blýs og sinks sem má rekja til iðnaðar á svæðinu en einnig berast á svæðið þungmálmar frá álverinu í Straumsvík, svo sem arsen, nikkel, brennisteinn og antímon. Að mati Náttúrufræðistofnunar er mengun á þessu svæði áhyggjuefni þar sem áhrif álversins og þess iðnaðar sem rekinn er í Hellnahrauni nái að hluta til inn í íbúðabyggð á Völlunum austan við iðnaðarhverfið og álverið. Heilbrigðisnefnd Hafnarfjarðar og Kópavogssvæðis tók málið fyrir á síðasta fundi sínum og finnur niðurstöðunum allt til foráttu. „Heilbrigðisnefnd varar við oftúlkun á niðurstöðum skýrslunnar. Aðferðin sem lögð er til grundvallar við túlkun á niðurstöðum mælinga er sniðin að því að meta dreifingu snefilefna á stórum landsvæðum en rannsóknir nefndarinnar hafa sýnt fram á að túlkunin hentar ekki eins vel við mælingar á staðbundnum svæðum inni á iðnaðarsvæðum,“ segir í bókun nefndarinnar. Birtist í Fréttablaðinu Stóriðja Umhverfismál Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Fleiri fréttir Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Óli Örn er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Sjá meira
Skemmdir á mosa við álverin þrjú hér á landi eru nokkuð miklar. Á nokkrum svæðum í kringum álverin hefur mosi skemmst mikið og horfið á stórum svæðum. Telja vísindamenn Náttúrufræðistofnunar að ástæður þess megi að miklu leyti rekja til eitrunaráhrifa þungmálma. Vöktun með mælingum á efnum í mosa hófst hér á landi árið 1990 og hefur farið fram á fimm ára fresti frá þeim tíma, síðast árið 2015. Verkefnið, sem er hluti af samevrópsku rannsóknarverkefni, hefur það markmið að kortleggja uppsprettur mengandi þungmálma í andrúmslofti og fylgjast með breytingum sem verða með tíma. Hörður Þorsteinsson, framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlits svæðisins, segir skýrsluna gallaða. „Þegar við skoðum loftgæðamælana okkar á svæðinu sjáum við að loftgæðin eru góð og segja allt aðra sögu en þessi skýrsla. Þess vegna viljum við vara við því að menn dragi of miklar ályktanir af henni,“ segir Hörður. Skýrsla um sýnatökur í mosa hér á landi kom út hjá Náttúrufræðistofnun í fyrra. Þar kemur fram að við iðnaðarsvæðið á völlunum í Hafnarfirði er nokkuð mikil mengun en þar hefur mælst hár styrkur króms, kopars, járns, blýs og sinks sem má rekja til iðnaðar á svæðinu en einnig berast á svæðið þungmálmar frá álverinu í Straumsvík, svo sem arsen, nikkel, brennisteinn og antímon. Að mati Náttúrufræðistofnunar er mengun á þessu svæði áhyggjuefni þar sem áhrif álversins og þess iðnaðar sem rekinn er í Hellnahrauni nái að hluta til inn í íbúðabyggð á Völlunum austan við iðnaðarhverfið og álverið. Heilbrigðisnefnd Hafnarfjarðar og Kópavogssvæðis tók málið fyrir á síðasta fundi sínum og finnur niðurstöðunum allt til foráttu. „Heilbrigðisnefnd varar við oftúlkun á niðurstöðum skýrslunnar. Aðferðin sem lögð er til grundvallar við túlkun á niðurstöðum mælinga er sniðin að því að meta dreifingu snefilefna á stórum landsvæðum en rannsóknir nefndarinnar hafa sýnt fram á að túlkunin hentar ekki eins vel við mælingar á staðbundnum svæðum inni á iðnaðarsvæðum,“ segir í bókun nefndarinnar.
Birtist í Fréttablaðinu Stóriðja Umhverfismál Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Fleiri fréttir Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Óli Örn er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent