Messi og Ronaldo snúa til baka í landsliðin sín á sama tíma Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. mars 2019 12:00 Lionel Messi og Cristiano Ronaldo. Getty/Lars Baron Lionel Messi og Cristiano Ronaldo duttu út af HM á sama degi og snúa líka til baka í landsliðin sín á sama tíma Argentínumaðurinn Lionel Messi og Portúgalann Cristiano Ronaldo verða að eilífu tengdir sem tveir langbestu knattspyrnumenn heims á sínum tíma. Þeir virðast líka oft fylgjast að og svara stórleik hins með stórleik hjá sér. Nú snúa þeir báðir aftur í landslið sín á sama tíma eftir að hafa tekið sér frí frá landsliðinu síðan á heimsmeistaramótinu í Rússlandi sem var vonbrigðarmót fyrir þá báða. Báðir duttu þeir út með sínum liðum í sextán liða úrslitum og meira segja á sama degi eða 30. júní."It's a joy for me and for everyone that he's back - we're all very happy." Lionel Messi and Cristiano Ronaldo are both set to play for their countries for the first time since the 2018 World Cup in Russia. More: https://t.co/Gq0ob0Zfe7pic.twitter.com/XHUVjuXpwa — BBC Sport (@BBCSport) March 21, 2019 Sumir telja þetta hafa verið síðasti möguleiki þeirra beggja að verða heimsmeistari og það tók þá greinilega báða langan tíma að jafna sig. Í kvöld klæðast þeir hins vegar landsliðstreyjum sínum á ný. Lionel Messi spilar vináttulandsleik með Argentínu á móti Venesúela í Madrid og Cristiano Ronaldo spilar fyrsta leik Portúgal í undankeppni EM 2020 sem er á móti Úkraínu í Lissabon. Þeir hafa báðir misst af síðustu sex landsleikjum sinna þjóða. Þeir eru líka báðir spila stuttu eftir að hafa boðið upp á magnaða frammistöðu í Meistaradeildinni. Cristiano Ronaldo skoraði þrennu fyrir Juventus á móti hinni gríðarsterku vörn Atletico Madrid og Messi var með tvö mörk og tvær stoðsendingar í sigri Barcelona á Lyon. Messi bætti síðan um betur og skoraði magnaða þrennu í deildarleik á sunnudaginn.The battle of the GOATS! Argentina's Lionel Messi and Portugal's Cristiano Ronaldo are set to play for their countries for the first time since the World Cup. Read more ➡ https://t.co/Gq0ob0HEmzpic.twitter.com/rpIz9PYyaN — BBC Sport (@BBCSport) March 22, 2019Cristiano Ronaldo er orðinn 34 ára gamall og hefur skorað 85 mörk í 154 landsleikjum. Joao Cancelo, varnarmaður Portúgals var ánægður að fá stórstjörnuna aftur inn í landsliðið. „Cristiano kemur með gæði inn í öll lið. Það er okkur mikil ánægja að spila með honum og hann er mjög mikilvægur fyrir okkur,“ sagði Joao Cancelo. Lionel Messi er 31 árs og hefur skorað 65 mörk í 128 landsleikjum. „Það er mikil gleði fyrir mig og alla aðra að hann sé kominn til baka. Við erum allir mjög ánægðir,“ sagði Lionel Scaloni, þjálfari argentínska landsliðsins. EM 2020 í fótbolta HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Enski boltinn „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Mikael tryggði AGF stig gegn Viborg Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Hættur og segir sambandið sleikja sig upp við Courtois Fyrsta mark Rúnars í síðasta leik fyrir val Arnars Áfall fyrir Gísla Gotta sem meiddist í öxl Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Þórir Jóhann lagði upp í súru tapi gegn AC Milan „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Sjaldséð tækifæri Sveindísar og Ingibjörg í undanúrslit Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Sjá meira
Lionel Messi og Cristiano Ronaldo duttu út af HM á sama degi og snúa líka til baka í landsliðin sín á sama tíma Argentínumaðurinn Lionel Messi og Portúgalann Cristiano Ronaldo verða að eilífu tengdir sem tveir langbestu knattspyrnumenn heims á sínum tíma. Þeir virðast líka oft fylgjast að og svara stórleik hins með stórleik hjá sér. Nú snúa þeir báðir aftur í landslið sín á sama tíma eftir að hafa tekið sér frí frá landsliðinu síðan á heimsmeistaramótinu í Rússlandi sem var vonbrigðarmót fyrir þá báða. Báðir duttu þeir út með sínum liðum í sextán liða úrslitum og meira segja á sama degi eða 30. júní."It's a joy for me and for everyone that he's back - we're all very happy." Lionel Messi and Cristiano Ronaldo are both set to play for their countries for the first time since the 2018 World Cup in Russia. More: https://t.co/Gq0ob0Zfe7pic.twitter.com/XHUVjuXpwa — BBC Sport (@BBCSport) March 21, 2019 Sumir telja þetta hafa verið síðasti möguleiki þeirra beggja að verða heimsmeistari og það tók þá greinilega báða langan tíma að jafna sig. Í kvöld klæðast þeir hins vegar landsliðstreyjum sínum á ný. Lionel Messi spilar vináttulandsleik með Argentínu á móti Venesúela í Madrid og Cristiano Ronaldo spilar fyrsta leik Portúgal í undankeppni EM 2020 sem er á móti Úkraínu í Lissabon. Þeir hafa báðir misst af síðustu sex landsleikjum sinna þjóða. Þeir eru líka báðir spila stuttu eftir að hafa boðið upp á magnaða frammistöðu í Meistaradeildinni. Cristiano Ronaldo skoraði þrennu fyrir Juventus á móti hinni gríðarsterku vörn Atletico Madrid og Messi var með tvö mörk og tvær stoðsendingar í sigri Barcelona á Lyon. Messi bætti síðan um betur og skoraði magnaða þrennu í deildarleik á sunnudaginn.The battle of the GOATS! Argentina's Lionel Messi and Portugal's Cristiano Ronaldo are set to play for their countries for the first time since the World Cup. Read more ➡ https://t.co/Gq0ob0HEmzpic.twitter.com/rpIz9PYyaN — BBC Sport (@BBCSport) March 22, 2019Cristiano Ronaldo er orðinn 34 ára gamall og hefur skorað 85 mörk í 154 landsleikjum. Joao Cancelo, varnarmaður Portúgals var ánægður að fá stórstjörnuna aftur inn í landsliðið. „Cristiano kemur með gæði inn í öll lið. Það er okkur mikil ánægja að spila með honum og hann er mjög mikilvægur fyrir okkur,“ sagði Joao Cancelo. Lionel Messi er 31 árs og hefur skorað 65 mörk í 128 landsleikjum. „Það er mikil gleði fyrir mig og alla aðra að hann sé kominn til baka. Við erum allir mjög ánægðir,“ sagði Lionel Scaloni, þjálfari argentínska landsliðsins.
EM 2020 í fótbolta HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Enski boltinn „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Mikael tryggði AGF stig gegn Viborg Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Hættur og segir sambandið sleikja sig upp við Courtois Fyrsta mark Rúnars í síðasta leik fyrir val Arnars Áfall fyrir Gísla Gotta sem meiddist í öxl Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Þórir Jóhann lagði upp í súru tapi gegn AC Milan „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Sjaldséð tækifæri Sveindísar og Ingibjörg í undanúrslit Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Sjá meira