Paul Pogba: Þeir vilja örugglega sýna sig á móti heimsmeisturunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. mars 2019 16:00 Paul Pogba í leik á móti Íslandi í vináttulandsleik í fyrra. Getty/Jean Catuffe Heimsmeistarar Frakka eru í riðli með okkur Íslendingum í undankeppni EM 2020 og hefja leik í kvöld. Það eru átta mánuðir síðan að Frakkar lyftu heimsmeistarabikarnum í Moskvu og það gekk síðan ekki nógu vel hjá þeim í Þjóðadeildinni. Paul Pogba mætti á blaðamannafund í gær fyrir leiki á móti Moldóvu og svo Íslandi í París eftir aðeins þrjá daga. Frakkar spila í Moldóvu í kvöld.Paul Pogba says France must put World Cup victory behind them: https://t.co/1Fvfcb7LlV — BBC Football News (@bbcfoot) March 21, 2019„Eftir að þú vinnur svona stóran titil þá er erfitt að ná sér tilfinningalega og andlega,“ sagði Paul Pogba en Frakkar urðu í öðru sæti í sínum riðli í Þjóðadeildinni þar sem Hollendingar fóru í úrslitin. Frakkar höfðu endaði í öðru sæti á EM 2016 en tóku síðan gullið á HM 2018. „Það er okkar starf að sýna fagmennsku og við viljum vinna riðilinn og komast á EM,“ sagði Pogba en auk Frakka, Moldóva og Íslendinga eru í riðlinum Tyrkland, Albanía og Andorra.France ready to do their job in Moldova, says Pogbahttps://t.co/6ri8b2SBHBpic.twitter.com/PZnpBwTWTY — The Star (@staronline) March 20, 2019Moldóvar hafa ekki unnið keppnisleik síðan 2013 og það búast allir við sigri Frakka í kvöld þótt þeir séu á útivelli. Pogba segir að franska liðið þurfi samt að passa sig. Pogba minnti síðan aðeins á Frey Alexandersson, aðstoðarþjálfara íslenska landsliðsins. „Þeir eru að fara að spila á móti heimsmeisturunum og vilja örugglega sýna sig. Ef einhverjir halda að þessi leikur sé unninn fyrir fram þá ætti hinn sami að skoða tölfræðina. Í síðustu átta heimaleikjum sínum hafa þeir aldrei tapað með meiru en tveimur mörkum,“ sagði Pogba. „Við þurfum að halda einbeitingunni og taka á þessu verkefni af fullri alvöru. Við erum mættir til að vinna leikinn en erum ekki að hugsa að hann sé þegar unninn,“ sagði Pogba. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Fótbolti Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Handbolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Fótbolti Fleiri fréttir Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Sjá meira
Heimsmeistarar Frakka eru í riðli með okkur Íslendingum í undankeppni EM 2020 og hefja leik í kvöld. Það eru átta mánuðir síðan að Frakkar lyftu heimsmeistarabikarnum í Moskvu og það gekk síðan ekki nógu vel hjá þeim í Þjóðadeildinni. Paul Pogba mætti á blaðamannafund í gær fyrir leiki á móti Moldóvu og svo Íslandi í París eftir aðeins þrjá daga. Frakkar spila í Moldóvu í kvöld.Paul Pogba says France must put World Cup victory behind them: https://t.co/1Fvfcb7LlV — BBC Football News (@bbcfoot) March 21, 2019„Eftir að þú vinnur svona stóran titil þá er erfitt að ná sér tilfinningalega og andlega,“ sagði Paul Pogba en Frakkar urðu í öðru sæti í sínum riðli í Þjóðadeildinni þar sem Hollendingar fóru í úrslitin. Frakkar höfðu endaði í öðru sæti á EM 2016 en tóku síðan gullið á HM 2018. „Það er okkar starf að sýna fagmennsku og við viljum vinna riðilinn og komast á EM,“ sagði Pogba en auk Frakka, Moldóva og Íslendinga eru í riðlinum Tyrkland, Albanía og Andorra.France ready to do their job in Moldova, says Pogbahttps://t.co/6ri8b2SBHBpic.twitter.com/PZnpBwTWTY — The Star (@staronline) March 20, 2019Moldóvar hafa ekki unnið keppnisleik síðan 2013 og það búast allir við sigri Frakka í kvöld þótt þeir séu á útivelli. Pogba segir að franska liðið þurfi samt að passa sig. Pogba minnti síðan aðeins á Frey Alexandersson, aðstoðarþjálfara íslenska landsliðsins. „Þeir eru að fara að spila á móti heimsmeisturunum og vilja örugglega sýna sig. Ef einhverjir halda að þessi leikur sé unninn fyrir fram þá ætti hinn sami að skoða tölfræðina. Í síðustu átta heimaleikjum sínum hafa þeir aldrei tapað með meiru en tveimur mörkum,“ sagði Pogba. „Við þurfum að halda einbeitingunni og taka á þessu verkefni af fullri alvöru. Við erum mættir til að vinna leikinn en erum ekki að hugsa að hann sé þegar unninn,“ sagði Pogba.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Fótbolti Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Handbolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Fótbolti Fleiri fréttir Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Sjá meira