Atli Már tapaði í Landsrétti og þarf að greiða rúma milljón í miskabætur Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 22. mars 2019 16:56 Atli Már Gylfason mætti í héraðsdóm í fyrra, klæddur í bol sem vísaði til hvarfs Friðriks Kristjánssonar. Vísir/Vilhelm Atli Már Gylfason, blaðamaður, var í Landsrétt í dag dæmdur til að greiða Guðmundi Spartakusi Ómarssyni 1,2 milljónir króna í miskabætur fyrir ummæli sem birtust í umfjöllun Atla í Stundinni. Guðmundur krafðist þess að ummælin sem voru viðhöfð um hann yrðu ómerkt en með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur var Atli Már sýknaður af kröfum Guðmundar með vísan til þess að Atli Már hefði ekki vegið svo að æru Guðmundar að hann hefði farið út fyrir leyfileg mörk tjáning. Sjá nánar: Atli Már í meiðyrðamáli Guðmundar Spartakusar Landsréttur kvað aftur á móti upp úr um það í dag að með hluta umfjöllunar sinnar hefði Atli Már borið Guðmund sökum um „alvarlegan og svífirðilegan glæp“ sem varði að lögum ævilöngu fangelsi. Guðmundur hefði ekki verið kærður fyrir hið ætlaða brot. Greinin sem um ræðir fjallar um hvarf Friðriks Kristjánssonar en hún birtist 1. desember árið 2016 á Stundinni. Guðmundur fór fram á ómerkingu 30 ummæla en Landsréttur féllst á að dæma 23 þeirra dauð og ómerkt vegna þess að hin sjö væru að inntaki endursögn á ummælum sem birtust í öðrum fjölmiðlum. Í dómnum segir að engin gögn eða upplýsingar í málinu styddu fullyrðingar Atla Más heldur væri eingöngu vísað til nafnlauss heimildarmanns. Guðmundur ætti ekki að þurfa að þola slíkar órökstuddar ásakanir að því er segir í dómi Landsréttar. Hér er hægt að lesa dóminn í heild sinni. Dómsmál Hvarf Friðriks Kristjánssonar Tengdar fréttir Guðmundur Spartakus til Íslands vegna máls gegn Atla Má Landsréttur mun fjalla um mál Guðmundar Spartakusar gegn Atla Má Gylfasyni á nýju ári. 14. desember 2018 13:11 Atli Már segist hafa unnið orrustuna en tapað stríðinu Blaðamaðurinn Atli Már Gylfason var nokkuð kátur eftir að hann var sýknaður af kröfum Guðmundar Spartakusar Ómarssonar í meiðyrðamáli 31. maí 2018 15:15 Atli Már sýknaður í meiðyrðamáli Guðmundar Spartakusar Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í dag. 31. maí 2018 14:00 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Atli Már Gylfason, blaðamaður, var í Landsrétt í dag dæmdur til að greiða Guðmundi Spartakusi Ómarssyni 1,2 milljónir króna í miskabætur fyrir ummæli sem birtust í umfjöllun Atla í Stundinni. Guðmundur krafðist þess að ummælin sem voru viðhöfð um hann yrðu ómerkt en með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur var Atli Már sýknaður af kröfum Guðmundar með vísan til þess að Atli Már hefði ekki vegið svo að æru Guðmundar að hann hefði farið út fyrir leyfileg mörk tjáning. Sjá nánar: Atli Már í meiðyrðamáli Guðmundar Spartakusar Landsréttur kvað aftur á móti upp úr um það í dag að með hluta umfjöllunar sinnar hefði Atli Már borið Guðmund sökum um „alvarlegan og svífirðilegan glæp“ sem varði að lögum ævilöngu fangelsi. Guðmundur hefði ekki verið kærður fyrir hið ætlaða brot. Greinin sem um ræðir fjallar um hvarf Friðriks Kristjánssonar en hún birtist 1. desember árið 2016 á Stundinni. Guðmundur fór fram á ómerkingu 30 ummæla en Landsréttur féllst á að dæma 23 þeirra dauð og ómerkt vegna þess að hin sjö væru að inntaki endursögn á ummælum sem birtust í öðrum fjölmiðlum. Í dómnum segir að engin gögn eða upplýsingar í málinu styddu fullyrðingar Atla Más heldur væri eingöngu vísað til nafnlauss heimildarmanns. Guðmundur ætti ekki að þurfa að þola slíkar órökstuddar ásakanir að því er segir í dómi Landsréttar. Hér er hægt að lesa dóminn í heild sinni.
Dómsmál Hvarf Friðriks Kristjánssonar Tengdar fréttir Guðmundur Spartakus til Íslands vegna máls gegn Atla Má Landsréttur mun fjalla um mál Guðmundar Spartakusar gegn Atla Má Gylfasyni á nýju ári. 14. desember 2018 13:11 Atli Már segist hafa unnið orrustuna en tapað stríðinu Blaðamaðurinn Atli Már Gylfason var nokkuð kátur eftir að hann var sýknaður af kröfum Guðmundar Spartakusar Ómarssonar í meiðyrðamáli 31. maí 2018 15:15 Atli Már sýknaður í meiðyrðamáli Guðmundar Spartakusar Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í dag. 31. maí 2018 14:00 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Guðmundur Spartakus til Íslands vegna máls gegn Atla Má Landsréttur mun fjalla um mál Guðmundar Spartakusar gegn Atla Má Gylfasyni á nýju ári. 14. desember 2018 13:11
Atli Már segist hafa unnið orrustuna en tapað stríðinu Blaðamaðurinn Atli Már Gylfason var nokkuð kátur eftir að hann var sýknaður af kröfum Guðmundar Spartakusar Ómarssonar í meiðyrðamáli 31. maí 2018 15:15
Atli Már sýknaður í meiðyrðamáli Guðmundar Spartakusar Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í dag. 31. maí 2018 14:00