Aron Einar: Virkilega ánægður Arnar Geir Halldórsson og Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifa 22. mars 2019 22:28 „Við vorum búnir að fara virkilega vel yfir þá. Við vissum hvað þeir gætu og við vissum hvernig þeir myndu koma til með að spila á móti okkur. Þeir reyna að pirra andstæðinginn og við vissum að það yrði erfitt að kljást við það. Við vorum agaðir í okkar leik og 2-0 sigur staðreynd; 3 punktar í farteskinu til Parísar og ég er virkilega ánægður með hvernig við komumst frá þessum leik,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson, eftir 0-2 sigur Íslands á Andorra í undankeppni EM í fótbolta. Þrátt fyrir algjöra yfirburði Íslands fékk Andorra þónokkrar hornspyrnur og einhver föst leikatriði á vallarhelmingi Íslands. Aron var þó aldrei áhyggjufullur í leiknum. „Nei, þannig séð ekki. Þeir spiluðu upp á föst leikatriði og vilja skora úr þeim. Við vörðumst þeim virkilega vel.“ Aron var heilt yfir ánægður með frammistöðu Íslands en hefði viljað sjá boltann oftar í netinu í fyrri hálfleiknum. „Við vissum að við værum sigurstranglegri og að við yrðum meira með boltann. Við fengum góð færi í fyrri hálfleik og hefðum átt að skora fleiri mörk þá en ég er bara ánægður með hvernig við höndluðum leikinn.“ Mikið hefur verið rætt um vallaraðstæður í Andorra en Aron nennti ekkert að velta sér upp úr þeim eftir að stigin þrjú voru komin í hús. „Það var erfitt. Sumir hlutar af vellinum voru þurrir og aðrir blautir. Það er bara eins og það er. Maður er ekki að kvarta yfir því þegar maður er kominn með þrjá punkta,“ sagði Aron. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Góð innkoma Viðars Mörk frá Birki Bjarnasyni og Viðari Erni Kjartanssyni tryggðu Íslandi sigur á Andorra í undankeppni EM 2020. 22. mars 2019 21:39 Umfjöllun: Andorra - Ísland 2-0 | Skylduverki lokið sem betur fer Ísland er komið með sín fyrstu stig í undankeppni EM 2020 eftir að hafa lagt Andorramenn að velli ytra í kvöld. 22. mars 2019 22:30 Raggi Sig: Þeir voru gjörsamlega óþolandi Ragnar Sigurðsson stóð vaktina í vörn Íslands í 0-2 sigri á Andorra í fyrsta leik undankeppni EM 2020. 22. mars 2019 21:56 Hamrén: Mikilvægast að vinna Landsliðsþjálfarinn gat leyft sér að brosa eftir sigurinn á Andorra í kvöld. 22. mars 2019 22:12 Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Fleiri fréttir „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Sjá meira
„Við vorum búnir að fara virkilega vel yfir þá. Við vissum hvað þeir gætu og við vissum hvernig þeir myndu koma til með að spila á móti okkur. Þeir reyna að pirra andstæðinginn og við vissum að það yrði erfitt að kljást við það. Við vorum agaðir í okkar leik og 2-0 sigur staðreynd; 3 punktar í farteskinu til Parísar og ég er virkilega ánægður með hvernig við komumst frá þessum leik,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson, eftir 0-2 sigur Íslands á Andorra í undankeppni EM í fótbolta. Þrátt fyrir algjöra yfirburði Íslands fékk Andorra þónokkrar hornspyrnur og einhver föst leikatriði á vallarhelmingi Íslands. Aron var þó aldrei áhyggjufullur í leiknum. „Nei, þannig séð ekki. Þeir spiluðu upp á föst leikatriði og vilja skora úr þeim. Við vörðumst þeim virkilega vel.“ Aron var heilt yfir ánægður með frammistöðu Íslands en hefði viljað sjá boltann oftar í netinu í fyrri hálfleiknum. „Við vissum að við værum sigurstranglegri og að við yrðum meira með boltann. Við fengum góð færi í fyrri hálfleik og hefðum átt að skora fleiri mörk þá en ég er bara ánægður með hvernig við höndluðum leikinn.“ Mikið hefur verið rætt um vallaraðstæður í Andorra en Aron nennti ekkert að velta sér upp úr þeim eftir að stigin þrjú voru komin í hús. „Það var erfitt. Sumir hlutar af vellinum voru þurrir og aðrir blautir. Það er bara eins og það er. Maður er ekki að kvarta yfir því þegar maður er kominn með þrjá punkta,“ sagði Aron.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Góð innkoma Viðars Mörk frá Birki Bjarnasyni og Viðari Erni Kjartanssyni tryggðu Íslandi sigur á Andorra í undankeppni EM 2020. 22. mars 2019 21:39 Umfjöllun: Andorra - Ísland 2-0 | Skylduverki lokið sem betur fer Ísland er komið með sín fyrstu stig í undankeppni EM 2020 eftir að hafa lagt Andorramenn að velli ytra í kvöld. 22. mars 2019 22:30 Raggi Sig: Þeir voru gjörsamlega óþolandi Ragnar Sigurðsson stóð vaktina í vörn Íslands í 0-2 sigri á Andorra í fyrsta leik undankeppni EM 2020. 22. mars 2019 21:56 Hamrén: Mikilvægast að vinna Landsliðsþjálfarinn gat leyft sér að brosa eftir sigurinn á Andorra í kvöld. 22. mars 2019 22:12 Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Fleiri fréttir „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Sjá meira
Einkunnir Íslands: Góð innkoma Viðars Mörk frá Birki Bjarnasyni og Viðari Erni Kjartanssyni tryggðu Íslandi sigur á Andorra í undankeppni EM 2020. 22. mars 2019 21:39
Umfjöllun: Andorra - Ísland 2-0 | Skylduverki lokið sem betur fer Ísland er komið með sín fyrstu stig í undankeppni EM 2020 eftir að hafa lagt Andorramenn að velli ytra í kvöld. 22. mars 2019 22:30
Raggi Sig: Þeir voru gjörsamlega óþolandi Ragnar Sigurðsson stóð vaktina í vörn Íslands í 0-2 sigri á Andorra í fyrsta leik undankeppni EM 2020. 22. mars 2019 21:56
Hamrén: Mikilvægast að vinna Landsliðsþjálfarinn gat leyft sér að brosa eftir sigurinn á Andorra í kvöld. 22. mars 2019 22:12