Ferðamönnum mun fækka við kaup Icelandair Helgi Vífill Júlíusson skrifar 23. mars 2019 10:00 Icelandair á í viðræðum um kaup á Wow air. Vísir/Vilhelm Gangi kaup Icelandair Group á eignum WOW air eftir er líklegt að flugvélum í flota Icelandair muni aðeins fjölga um tvær. Við það mun ferðamönnum til landsins fækka frá árinu 2018. Þetta segir Snorri Jakobsson, greinandi hjá Capacent. „WOW air rekur ellefu flugvélar en stjórnendur Icelandair munu ef laust þurfa að nýta níu þeirra fyrst um sinn til að koma í stað Boeing 737 MAX flugvéla sem hafa verið kyrrsettar. Mögulega mun Icelandair bæta við sig tveimur ábatasömum flugleiðum sem WOW air flaug á áður en Icelandair ekki. Það er ljóst að umsvif WOW air, í hvaða mynd sem það verður rekið áfram, munu dragast verulega saman ef af kaupunum verður,“ segir hann. Um þessar mundir rekur Icelandair 36 flugvélar, að sögn Snorra. Það gæti því stefnt í að samanlagður flugfloti flugfélaganna tveggja, sem hefur staðið undir um 80 prósentum af öllu f lugi til og frá landinu, muni minnka um rúmlega 10 prósent. Snorri segir að við það muni ferðamönnum til landsins fækka sem hafi áhrif á efnahagslífið. „Ferðamenn gætu orðið færri en tvær milljónir í ár,“ segir hann. Isavia reiknaði með í janúar að ferðamenn yrðu 2,3 milljónir í ár. Honum þykir líklegt að Icelandair vilji frekar kaupa eignir úr rekstrinum en að kaupa hlutafélagið WOW enda sé félagið skuldum vafið og reksturinn þungur. Icelandair gæti þá tekið yfir leigusamninga á flugvélum og fengið til liðs við sig þjálfað starfsfólk. Enn fremur eigi WOW air flugtíma á flugvöllum sem gætu verið verðmætir.„Ég held að kveikjan kaupunum hjá Icelandair sé annars vegar að flugfélagið á í vandræðum eftir að hafa fest kaup á Boeing-flugvélum sem hafa verið kyrrsettar. Hins vegar að um sé að ræða björgunaraðgerðir sem eru tilraun til að bjarga því sem bjargað verður því að ef WOW air verður gjaldþrota mun það hafa verulega neikvæð áhrif á ferðaþjónustuna á Íslandi og flugrekstur. Gangi þessi kaup ekki eftir tel ég að WOW air eigi sér vart viðreisnar von. Það erfitt að ímynda sér að annar kaupandi sé handan við hornið,“ segir Snorri. Birtist í Fréttablaðinu Boeing Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Segir eðlilegt af Skúla að reyna allar leiðir enda sært ljón Augljóst að staðan Icelandair og WOW er verri. 22. mars 2019 08:22 Stjórnvöld reyna að auðvelda samruna flugfélaganna Fjármálaráðherra segir stöðu flugmála í landinu mjög alvarlega sem geti smitað út frá sér með auknu atvinnuleysi og minni hagvexti. Stjórnvöld muni gera sitt til að auðvelda samruna flugfélaganna, til að mynda varðandi uppbyggingu í Keflavík og gjaldtöku á ferðaþjónustuna en ekki leggja til fjármuni í reksturinn. 22. mars 2019 19:30 Gæti leitt til 2,7 prósenta samdráttar Hverfi WOW air af flugmarkaði gæti landsframleiðsla dregist saman um allt að 2,7 prósent, samkvæmt skýrslu sem unnin var að beiðni flugfélagsins. 23. mars 2019 09:45 Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Samstarf Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Gangi kaup Icelandair Group á eignum WOW air eftir er líklegt að flugvélum í flota Icelandair muni aðeins fjölga um tvær. Við það mun ferðamönnum til landsins fækka frá árinu 2018. Þetta segir Snorri Jakobsson, greinandi hjá Capacent. „WOW air rekur ellefu flugvélar en stjórnendur Icelandair munu ef laust þurfa að nýta níu þeirra fyrst um sinn til að koma í stað Boeing 737 MAX flugvéla sem hafa verið kyrrsettar. Mögulega mun Icelandair bæta við sig tveimur ábatasömum flugleiðum sem WOW air flaug á áður en Icelandair ekki. Það er ljóst að umsvif WOW air, í hvaða mynd sem það verður rekið áfram, munu dragast verulega saman ef af kaupunum verður,“ segir hann. Um þessar mundir rekur Icelandair 36 flugvélar, að sögn Snorra. Það gæti því stefnt í að samanlagður flugfloti flugfélaganna tveggja, sem hefur staðið undir um 80 prósentum af öllu f lugi til og frá landinu, muni minnka um rúmlega 10 prósent. Snorri segir að við það muni ferðamönnum til landsins fækka sem hafi áhrif á efnahagslífið. „Ferðamenn gætu orðið færri en tvær milljónir í ár,“ segir hann. Isavia reiknaði með í janúar að ferðamenn yrðu 2,3 milljónir í ár. Honum þykir líklegt að Icelandair vilji frekar kaupa eignir úr rekstrinum en að kaupa hlutafélagið WOW enda sé félagið skuldum vafið og reksturinn þungur. Icelandair gæti þá tekið yfir leigusamninga á flugvélum og fengið til liðs við sig þjálfað starfsfólk. Enn fremur eigi WOW air flugtíma á flugvöllum sem gætu verið verðmætir.„Ég held að kveikjan kaupunum hjá Icelandair sé annars vegar að flugfélagið á í vandræðum eftir að hafa fest kaup á Boeing-flugvélum sem hafa verið kyrrsettar. Hins vegar að um sé að ræða björgunaraðgerðir sem eru tilraun til að bjarga því sem bjargað verður því að ef WOW air verður gjaldþrota mun það hafa verulega neikvæð áhrif á ferðaþjónustuna á Íslandi og flugrekstur. Gangi þessi kaup ekki eftir tel ég að WOW air eigi sér vart viðreisnar von. Það erfitt að ímynda sér að annar kaupandi sé handan við hornið,“ segir Snorri.
Birtist í Fréttablaðinu Boeing Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Segir eðlilegt af Skúla að reyna allar leiðir enda sært ljón Augljóst að staðan Icelandair og WOW er verri. 22. mars 2019 08:22 Stjórnvöld reyna að auðvelda samruna flugfélaganna Fjármálaráðherra segir stöðu flugmála í landinu mjög alvarlega sem geti smitað út frá sér með auknu atvinnuleysi og minni hagvexti. Stjórnvöld muni gera sitt til að auðvelda samruna flugfélaganna, til að mynda varðandi uppbyggingu í Keflavík og gjaldtöku á ferðaþjónustuna en ekki leggja til fjármuni í reksturinn. 22. mars 2019 19:30 Gæti leitt til 2,7 prósenta samdráttar Hverfi WOW air af flugmarkaði gæti landsframleiðsla dregist saman um allt að 2,7 prósent, samkvæmt skýrslu sem unnin var að beiðni flugfélagsins. 23. mars 2019 09:45 Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Samstarf Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Segir eðlilegt af Skúla að reyna allar leiðir enda sært ljón Augljóst að staðan Icelandair og WOW er verri. 22. mars 2019 08:22
Stjórnvöld reyna að auðvelda samruna flugfélaganna Fjármálaráðherra segir stöðu flugmála í landinu mjög alvarlega sem geti smitað út frá sér með auknu atvinnuleysi og minni hagvexti. Stjórnvöld muni gera sitt til að auðvelda samruna flugfélaganna, til að mynda varðandi uppbyggingu í Keflavík og gjaldtöku á ferðaþjónustuna en ekki leggja til fjármuni í reksturinn. 22. mars 2019 19:30
Gæti leitt til 2,7 prósenta samdráttar Hverfi WOW air af flugmarkaði gæti landsframleiðsla dregist saman um allt að 2,7 prósent, samkvæmt skýrslu sem unnin var að beiðni flugfélagsins. 23. mars 2019 09:45
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent