Margar tilkynningar um verkfallsbrot Sighvatur Arnmundsson skrifar 23. mars 2019 07:45 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. vísir/vilhelm Töluverður fjöldi mögulegra verkfallsbrota var tilkynntur til Eflingar í gær. Formaður félagsins telur að efla þurfi verkfallsvörslu komi til boðaðra verkfallsaðgerða í næstu viku. Deiluaðilar munu hittast á fundi hjá ríkissáttasemjara á mánudagsmorgun. „Þetta er búinn að vera mjög áhugaverður dagur. Við erum bæði búin að vera að sinna eftirliti hjá rútufyrirtækjum og á hótelum. Því miður virðist svo vera að það sé mjög einbeittur brotavilji á sumum stöðum,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Verkfall félagsmanna Eflingar og VR á hótelum og hjá hópbifreiðafyrirtækjum stóð í allan gærdag með tilheyrandi þjónustuskerðingu. Takist ekki samningar í tæka tíð skellur aftur á verkfall næstkomandi fimmtudag og föstudag. Ríkissáttasemjari hefur boðað deiluaðila á fund á mánudagsmorgun sem gert er ráð fyrir að standi til klukkan 16. Efling hefur til skoðunar hvort ástæða sé til að kæra möguleg verkfallsbrot til Félagsdóms. Snúa þau fyrst og fremst að því að starfsfólk úr öðrum félögum hafi gengið í störf félagsmanna Eflingar og VR. „Mér hefur verið bent á tilvik þarsem ég fæ ekki betur séð en að eitt af stóru hótelunum hafi sóst eftir því að fá fólk úr öðrum félögum til að ganga í störf Eflingarfólks. Við munum ekki sætta okkur við það ef rétt reynist.“ Sólveig Anna segist hafa fengið þá tilfinningu á fleiri stöðum að slíkt væri í gangi. Svör um það hverjir væru að störfum hefðu stundum verið mjög loðin. „Ég held að þetta hafi verið gert mjög markvisst. Ef það verður af verkföllunum í næstu viku held ég að við þurfum að vera með stærri og fjölmennari verkfallsvörslu.“ Ingibjörg Ólafsdóttir, hótelstjóri á Hótel Sögu, sagði síðdegis í gær að dagurinn hefði verið langur og strembinn eins og við var að búast. Hlutirnir hafi þó gengið áfallalaust fyrir sig. „Við vorum búin að undirbúa okkur andlega undir þennan dag og vissum að þetta yrði sólarhringstörn fyrir þá sem máttu vinna. En nú vonum við að þetta fari að leysast.“ Fimm starfsmenn hafa sinnt þrifum á herbergjum og þrír skiptu á milli sín sólarhringnum í gestamóttökunni. Ingibjörg segir samstarfið við verkfallsverði hafa verið gott. „Það var ekki alveg sami skilningur á túlkun en það var allt í fínu lagi. Þau bara skrifuðu það niður og svo sjáum við hvað kemur út úr því. Við erum með þriggja manna stjórn og hún er að vinna. Samkvæmt þeirra skilgreiningu má bara stjórnarformaðurinn vinna.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Sólveig Anna við Hús atvinnulífsins: Vona að þessar manneskjur hér inni sjái okkur Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, vill ekkert tjá sig um gang viðræðna við Samtök atvinnulífsins enda sé fjölmiðlabann sem ríkissáttasemjari hafi sett á og hún ætli að virða það. 22. mars 2019 10:05 Verkfalli hótelstarfsmanna og rútubílstjóra lokið Verkfalli um tvö þúsund hótelstarfsmanna og rútubílstjóra sem eru félagsmenn í Eflingu og VR er nú lokið. Verkfallið, sem er annað verkfallið sem Efling boðar til í mánuðinum, stóð yfir í einn sólarhring. 23. mars 2019 00:00 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Fleiri fréttir Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Sjá meira
Töluverður fjöldi mögulegra verkfallsbrota var tilkynntur til Eflingar í gær. Formaður félagsins telur að efla þurfi verkfallsvörslu komi til boðaðra verkfallsaðgerða í næstu viku. Deiluaðilar munu hittast á fundi hjá ríkissáttasemjara á mánudagsmorgun. „Þetta er búinn að vera mjög áhugaverður dagur. Við erum bæði búin að vera að sinna eftirliti hjá rútufyrirtækjum og á hótelum. Því miður virðist svo vera að það sé mjög einbeittur brotavilji á sumum stöðum,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Verkfall félagsmanna Eflingar og VR á hótelum og hjá hópbifreiðafyrirtækjum stóð í allan gærdag með tilheyrandi þjónustuskerðingu. Takist ekki samningar í tæka tíð skellur aftur á verkfall næstkomandi fimmtudag og föstudag. Ríkissáttasemjari hefur boðað deiluaðila á fund á mánudagsmorgun sem gert er ráð fyrir að standi til klukkan 16. Efling hefur til skoðunar hvort ástæða sé til að kæra möguleg verkfallsbrot til Félagsdóms. Snúa þau fyrst og fremst að því að starfsfólk úr öðrum félögum hafi gengið í störf félagsmanna Eflingar og VR. „Mér hefur verið bent á tilvik þarsem ég fæ ekki betur séð en að eitt af stóru hótelunum hafi sóst eftir því að fá fólk úr öðrum félögum til að ganga í störf Eflingarfólks. Við munum ekki sætta okkur við það ef rétt reynist.“ Sólveig Anna segist hafa fengið þá tilfinningu á fleiri stöðum að slíkt væri í gangi. Svör um það hverjir væru að störfum hefðu stundum verið mjög loðin. „Ég held að þetta hafi verið gert mjög markvisst. Ef það verður af verkföllunum í næstu viku held ég að við þurfum að vera með stærri og fjölmennari verkfallsvörslu.“ Ingibjörg Ólafsdóttir, hótelstjóri á Hótel Sögu, sagði síðdegis í gær að dagurinn hefði verið langur og strembinn eins og við var að búast. Hlutirnir hafi þó gengið áfallalaust fyrir sig. „Við vorum búin að undirbúa okkur andlega undir þennan dag og vissum að þetta yrði sólarhringstörn fyrir þá sem máttu vinna. En nú vonum við að þetta fari að leysast.“ Fimm starfsmenn hafa sinnt þrifum á herbergjum og þrír skiptu á milli sín sólarhringnum í gestamóttökunni. Ingibjörg segir samstarfið við verkfallsverði hafa verið gott. „Það var ekki alveg sami skilningur á túlkun en það var allt í fínu lagi. Þau bara skrifuðu það niður og svo sjáum við hvað kemur út úr því. Við erum með þriggja manna stjórn og hún er að vinna. Samkvæmt þeirra skilgreiningu má bara stjórnarformaðurinn vinna.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Sólveig Anna við Hús atvinnulífsins: Vona að þessar manneskjur hér inni sjái okkur Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, vill ekkert tjá sig um gang viðræðna við Samtök atvinnulífsins enda sé fjölmiðlabann sem ríkissáttasemjari hafi sett á og hún ætli að virða það. 22. mars 2019 10:05 Verkfalli hótelstarfsmanna og rútubílstjóra lokið Verkfalli um tvö þúsund hótelstarfsmanna og rútubílstjóra sem eru félagsmenn í Eflingu og VR er nú lokið. Verkfallið, sem er annað verkfallið sem Efling boðar til í mánuðinum, stóð yfir í einn sólarhring. 23. mars 2019 00:00 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Fleiri fréttir Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Sjá meira
Sólveig Anna við Hús atvinnulífsins: Vona að þessar manneskjur hér inni sjái okkur Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, vill ekkert tjá sig um gang viðræðna við Samtök atvinnulífsins enda sé fjölmiðlabann sem ríkissáttasemjari hafi sett á og hún ætli að virða það. 22. mars 2019 10:05
Verkfalli hótelstarfsmanna og rútubílstjóra lokið Verkfalli um tvö þúsund hótelstarfsmanna og rútubílstjóra sem eru félagsmenn í Eflingu og VR er nú lokið. Verkfallið, sem er annað verkfallið sem Efling boðar til í mánuðinum, stóð yfir í einn sólarhring. 23. mars 2019 00:00