Ástralir undirbúa sig undir tvo fellibylji á sama tíma Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. mars 2019 10:52 Gervihnattamynd sem sýnir fellibylinn Trevor nálgast Queensland í norður Ástralíu. Gert er ráð fyrir að tveir fellibyljir, Trevor og Veronica, muni valda miklu tjóni á norður- og norðvesturströnd Ástralíu á næstu dögum. Þetta er í annað sinn síðan mælingar hófust sem tveir fellibyljir skella á landinu á sama tíma. Þúsundir Ástrala hafa yfirgefið heimili sín vegna byljanna tveggja. Fellibylurinn Trevor skall á norðurströnd landsins í morgun. Við komu til landsins var Trevor skilgreindir sem stormur í fjórða flokki. Honum fylgdi hellidemba og vindar sem náðu allt upp í 250 kílómetra hraða á klukkustund, eða um 70 metrum á sekúndu. Stuttu eftir landtöku var Trevor færður niður í þriðja flokks storm en yfirvöld hafa ítrekað að enn geti stafað mikil hætta af honum, þar sem mikil flóð gætu fylgt honum. Talið er að regnið sem fylgir bylnum jafngildi því sem alla jafna rignir á einu ári í Ástralíu. Fólk sem býr á þeim slóðum sem gert er ráð fyrir að Trevor fari yfir hefur verið flutt á öruggan stað og býr nú í tjaldbúðum í bæjunum Darwin og Katherine.Veronica skellur á seinna um helgina Gert er ráð fyrir að hinn fellibylurinn, Veronica, taki land á norðvesturströnd Ástralíu seint í dag eða snemma á morgun. Búist er við að bylurinn komi til með að hafa snarpar vindhviður í för með sér og sérfræðingar óttast að veðurofsinn muni hafa „alvarleg áhrif.“Severe Tropical Cyclone Veronica remains a Category 4 system and is slowly tracking towards the coast. A severe impact for the Pilbara coast is likely from later Saturday afternoon and on Sunday. #CycloneVeronicahttps://t.co/B1MVXBYXhhpic.twitter.com/m0P0zaEV2B — Bureau of Meteorology, Western Australia (@BOM_WA) March 22, 2019 Á námubænum Port Headland, þar sem talið er að Veronica muni fara fyrst yfir, eru hillur stórmarkaða tómar þar sem íbúar hafa hamstrað mat til að undirbúa sig undir inniveru næstu dagana. Camilo Blanco, bæjarstjóri bæjarins hefur þegar varað íbúa við „þessum hrikalega veðuratburði“ og hafa margir brugðið á það ráð að stafla sandpokum upp fyrir utan heimili sín til að verja þau. „Bindið niður eigur ykkar í garðinum, farið í næsta hús og athugið hvort nágrannar ykkar séu undirbúnir,“ er haft eftir Blanco. Ástralía Veður Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Fleiri fréttir Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Sjá meira
Gert er ráð fyrir að tveir fellibyljir, Trevor og Veronica, muni valda miklu tjóni á norður- og norðvesturströnd Ástralíu á næstu dögum. Þetta er í annað sinn síðan mælingar hófust sem tveir fellibyljir skella á landinu á sama tíma. Þúsundir Ástrala hafa yfirgefið heimili sín vegna byljanna tveggja. Fellibylurinn Trevor skall á norðurströnd landsins í morgun. Við komu til landsins var Trevor skilgreindir sem stormur í fjórða flokki. Honum fylgdi hellidemba og vindar sem náðu allt upp í 250 kílómetra hraða á klukkustund, eða um 70 metrum á sekúndu. Stuttu eftir landtöku var Trevor færður niður í þriðja flokks storm en yfirvöld hafa ítrekað að enn geti stafað mikil hætta af honum, þar sem mikil flóð gætu fylgt honum. Talið er að regnið sem fylgir bylnum jafngildi því sem alla jafna rignir á einu ári í Ástralíu. Fólk sem býr á þeim slóðum sem gert er ráð fyrir að Trevor fari yfir hefur verið flutt á öruggan stað og býr nú í tjaldbúðum í bæjunum Darwin og Katherine.Veronica skellur á seinna um helgina Gert er ráð fyrir að hinn fellibylurinn, Veronica, taki land á norðvesturströnd Ástralíu seint í dag eða snemma á morgun. Búist er við að bylurinn komi til með að hafa snarpar vindhviður í för með sér og sérfræðingar óttast að veðurofsinn muni hafa „alvarleg áhrif.“Severe Tropical Cyclone Veronica remains a Category 4 system and is slowly tracking towards the coast. A severe impact for the Pilbara coast is likely from later Saturday afternoon and on Sunday. #CycloneVeronicahttps://t.co/B1MVXBYXhhpic.twitter.com/m0P0zaEV2B — Bureau of Meteorology, Western Australia (@BOM_WA) March 22, 2019 Á námubænum Port Headland, þar sem talið er að Veronica muni fara fyrst yfir, eru hillur stórmarkaða tómar þar sem íbúar hafa hamstrað mat til að undirbúa sig undir inniveru næstu dagana. Camilo Blanco, bæjarstjóri bæjarins hefur þegar varað íbúa við „þessum hrikalega veðuratburði“ og hafa margir brugðið á það ráð að stafla sandpokum upp fyrir utan heimili sín til að verja þau. „Bindið niður eigur ykkar í garðinum, farið í næsta hús og athugið hvort nágrannar ykkar séu undirbúnir,“ er haft eftir Blanco.
Ástralía Veður Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Fleiri fréttir Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Sjá meira