Lygileg endurkoma Dana sem voru 3-0 undir á 84. mínútu | Helgi fékk skell gegn Ítölum Anton Ingi Leifsson skrifar 26. mars 2019 21:45 Yussuf Poulsen í leiknum í kvöld. vísir/getty Danmörk náði ótrúlega jafntefli gegn Sviss, 3-3, er liðin mættust í undankeppni EM 2020 í Sviss í kvöld. Heimamenn náðu 3-0 forystu en Danirnir voru ekki af baki dottnir og náðu stigi út úr viðureign kvöldsins. Remo Freuler kom Sviss yfir á 19. mínútu en markið átti aldrei að standa þar sem hann handlék knöttinn í aðdraganda marksins. Granit Xhaka tvöfaldaði svo forystuna á 66. mínútu með frábæru skoti og tíu mínútum síðar kom Breel Embolo Sviss í -0. Mathias Joergensen minnkaði muninn á 84. mínútu, Christian Gytkjaer breytti stöðunni í 3-2 fjórum mínútum síðar og er langt var komið inn í uppbótartíma var það svo Henrik Dalsgaard sem jafnaði metin. Ævintýraleg endurkoma. Í sama riðli unnu Írar nauman 1-0 sigur á Georgíu. Eina mark leiksins skoraði Conor Hourihane á 35. mínútu og Írar eru með sex stig í riðlinum. Sviss er í öðru sætinu með fjögur stig, Danir eru með eitt en Gíbraltar og Georgía án stiga. Spánverjar létu tvö mörk duga er þeir mættu Möltu á útivelli í kvöld en Spánverjar hafa ekki verið sannfærandi í fyrstu tveimur leikjum sínum í riðlinum. Lokatölur 2-0. Mörkin skoraði Alvaro Morata. Í sama riðli var rosaleg dramatík í leik Noregs og Svía en Gunnar Nielsen fékk á sig fjögur mörk er Færeyjar tapaði 4-1 fyrir Rúmeníu á útivelli. Brandur Olsen spilaði allan leikinn fyrir Færeyja en Kaj Leó í Bartalsstovu var tekinn af velli á 67. mínútu. Spánverjar eru á toppi riðilsins með sex stig, Svíþjóð er með fjögur, Rúmenía þrjú sem og Malta en Noregur er með eitt stig. Færeyjar eru á botni riðilsins án stiga. Helgi Kolviðsson og lærisveinar fengu svo skell gegn Ítalíu á útivelli en Helgi stýrir Liechtenstein. Þeir töpuðu 6-0. Fabio Quagliarella gerði tvö mörk og þeir Moise Kean, Leonardo Pavoletti, Stefano Sensi og Marco Verratti gerðu sitt hvort markið. Staðan var 4-0 í hálfleik. Grikkar björguðu stigi gegn Bosníu á útivelli en þeir voru lentir 2-0 undir eftir fimmtán mínútur. Jöfnunarmarkið kom fimm mínútur fyrir leikslok en í sama riðli unnu Finnar 2-0 sigur á Armenum. Íslandsvinurinn Pyry Soiri skoraði annað mark Finna. Ítalía er á toppi riðilsins með sex stig en Grikkir og Bosníumenn eru með fjögur stig. Finnland er með þrjú en Armenía og Liechtenstein eru án stiga.Öll úrslit dagsins:D-riðill: Írland - Georgia 1-0 Sviss - Danmörk 3-3F-riðill: Malta - Spánn 0-2 Noregur - Svíþjóð 3-3 Rúmenía - Færeyjar 4-1J-riðill: Armenía - Finnland 0-2 Bosnía - Grikkland 2-2 Ítalía - Liechtenstein 6-0 EM 2020 í fótbolta Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Körfubolti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Sjá meira
Danmörk náði ótrúlega jafntefli gegn Sviss, 3-3, er liðin mættust í undankeppni EM 2020 í Sviss í kvöld. Heimamenn náðu 3-0 forystu en Danirnir voru ekki af baki dottnir og náðu stigi út úr viðureign kvöldsins. Remo Freuler kom Sviss yfir á 19. mínútu en markið átti aldrei að standa þar sem hann handlék knöttinn í aðdraganda marksins. Granit Xhaka tvöfaldaði svo forystuna á 66. mínútu með frábæru skoti og tíu mínútum síðar kom Breel Embolo Sviss í -0. Mathias Joergensen minnkaði muninn á 84. mínútu, Christian Gytkjaer breytti stöðunni í 3-2 fjórum mínútum síðar og er langt var komið inn í uppbótartíma var það svo Henrik Dalsgaard sem jafnaði metin. Ævintýraleg endurkoma. Í sama riðli unnu Írar nauman 1-0 sigur á Georgíu. Eina mark leiksins skoraði Conor Hourihane á 35. mínútu og Írar eru með sex stig í riðlinum. Sviss er í öðru sætinu með fjögur stig, Danir eru með eitt en Gíbraltar og Georgía án stiga. Spánverjar létu tvö mörk duga er þeir mættu Möltu á útivelli í kvöld en Spánverjar hafa ekki verið sannfærandi í fyrstu tveimur leikjum sínum í riðlinum. Lokatölur 2-0. Mörkin skoraði Alvaro Morata. Í sama riðli var rosaleg dramatík í leik Noregs og Svía en Gunnar Nielsen fékk á sig fjögur mörk er Færeyjar tapaði 4-1 fyrir Rúmeníu á útivelli. Brandur Olsen spilaði allan leikinn fyrir Færeyja en Kaj Leó í Bartalsstovu var tekinn af velli á 67. mínútu. Spánverjar eru á toppi riðilsins með sex stig, Svíþjóð er með fjögur, Rúmenía þrjú sem og Malta en Noregur er með eitt stig. Færeyjar eru á botni riðilsins án stiga. Helgi Kolviðsson og lærisveinar fengu svo skell gegn Ítalíu á útivelli en Helgi stýrir Liechtenstein. Þeir töpuðu 6-0. Fabio Quagliarella gerði tvö mörk og þeir Moise Kean, Leonardo Pavoletti, Stefano Sensi og Marco Verratti gerðu sitt hvort markið. Staðan var 4-0 í hálfleik. Grikkar björguðu stigi gegn Bosníu á útivelli en þeir voru lentir 2-0 undir eftir fimmtán mínútur. Jöfnunarmarkið kom fimm mínútur fyrir leikslok en í sama riðli unnu Finnar 2-0 sigur á Armenum. Íslandsvinurinn Pyry Soiri skoraði annað mark Finna. Ítalía er á toppi riðilsins með sex stig en Grikkir og Bosníumenn eru með fjögur stig. Finnland er með þrjú en Armenía og Liechtenstein eru án stiga.Öll úrslit dagsins:D-riðill: Írland - Georgia 1-0 Sviss - Danmörk 3-3F-riðill: Malta - Spánn 0-2 Noregur - Svíþjóð 3-3 Rúmenía - Færeyjar 4-1J-riðill: Armenía - Finnland 0-2 Bosnía - Grikkland 2-2 Ítalía - Liechtenstein 6-0
EM 2020 í fótbolta Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Körfubolti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Sjá meira