Fótbolti

Öruggt hjá Svisslendingum í Tíblisi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Zuber, sem skoraði fyrra mark Sviss gegn Georgíu, í leik Svisslendinga og Íslendinga í Þjóðadeildinni síðasta haust.
Zuber, sem skoraði fyrra mark Sviss gegn Georgíu, í leik Svisslendinga og Íslendinga í Þjóðadeildinni síðasta haust. vísir/getty
Sviss vann 0-2 sigur á Georgíu á útivelli í D-riðli undankeppni EM 2020 í dag. Þetta var fyrsti leikurinn í riðlinum sem er skipaður Írlandi, Danmörku og Gíbraltar auk Sviss og Georgíu.

Staðan í hálfleik var markalaus en á 57. mínútu kom Steven Zuber Svisslendingum yfir með góðu skoti í fjærhornið.

Þegar tíu mínútur voru til leiksloka skoraði Denis Zakara annað mark gestanna og gulltryggði sigur þeirra.

Sviss bíður öllu erfiðara verkefni á þriðjudaginn en þá mætir liðið Danmörku.

Næsti leikur Svisslendinga þar á eftir er ekki fyrr en í júní en þá mæta þeir Portúgölum í undanúrslitum Þjóðadeildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×