Rarik þvingar Mýrdal í verkfall Einar Freyr Elínarson skrifar 23. mars 2019 17:07 Það er löngu kominn tími til þess að yfirstjórn Rarik komi í veg fyrir ítrekuð verkföll allra raftækja í Mýrdalshreppi, sem er einn fjölsóttasti ferðamannastaður Íslands. Þrátt fyrir að hér dvelji á hverjum tíma margar þúsundir ferðamanna þá þverskallast stofnanir við og neita að horfast í augu við gjörbreyttan veruleika. Í dag (22. mars) fór rafmagnið af kl. 04:00 í morgun. Þegar þetta er skrifað kl. 14:00 er rafmagnið ekki komið á. Fyrir sex dögum síðan var rafmagnslaust í Mýrdal í tæpan sólarhring. Það þarf ekki að fjölyrða um óþægindin sem þetta veldur íbúum svæðisins en vandræðin sem þetta skapar öllum þeim sem hér standa í fyrirtækjarekstri eru ómæld. Við sem hér höfum búið lengi þekkjum rafmagnsleysi en það sama verður ekki sagt um þær þúsundir ferðamanna sem hér dvelja. Rafmagnsleysi þýðir að víðast fer allt heitt vatn og eina lýsingin er með vasaljósum og kertum. Þetta veldur hótelum, gistiheimilum og öðrum þjónustuaðilum miklu fjártjóni og orðstír þeirra líður jafnframt fyrir þetta með slæmum umsögnum gesta sem eðlilega eru óánægðir. Að þessu sögðu vil ég sérstaklega taka fram að gagnrýni þessari er ekki beint til viðgerðarfólks og þeirra sem svara símanum í bilanavakt Rarik. Ég kann þeim þakkir fyrir dugnað og ómælda þolinmæði gagnvart íbúum sem eðlilega eru pirraðir yfir rafmagnsleysinu. Ég lýsi ábyrgð á þessu ófremdarástandi að fullu á hendur yfirstjórn Rarik. Þverskallast er við í hvert einasta skipti sem sveitarstjórn óskar eftir úrbótum og reynir að útskýra fyrir þeim að við búum við allt annan veruleika í dag en fyrir 20 árum. Okkur er svarað af yfirlæti og með útúrsnúningum. Þetta er afskaplega einfalt: • Það þarf að ljúka við að leggja línur í jörð. Það tekur skiljanlega tíma. • Þar til því er lokið þá verður að útvega hér varaafl sem knúið getur allt sveitarfélagið. Forstjóri Rarik svaraði áskorun um bætt afhendingaröryggi sem sveitarstjórn Mýrdalshrepps sendi stjórn Rarik í september 2018 á þann hátt að varaafl sem til staðar er sé viðunandi. Það er alrangt og löngu tímabært að við þessu sé brugðist. Íbúar og fyrirtæki Mýrdalshrepps greiða jafn háa skatta og aðrir og þetta veldur sveitarfélaginu margra milljóna króna tapi. Við eigum rétt á því að brugðist sé við þessu viðvarandi ófremdarástandi.Einar Freyr Elínarson, oddviti Mýrdalshrepps Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Freyr Elínarson Mýrdalshreppur Skoðun Mest lesið Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það er löngu kominn tími til þess að yfirstjórn Rarik komi í veg fyrir ítrekuð verkföll allra raftækja í Mýrdalshreppi, sem er einn fjölsóttasti ferðamannastaður Íslands. Þrátt fyrir að hér dvelji á hverjum tíma margar þúsundir ferðamanna þá þverskallast stofnanir við og neita að horfast í augu við gjörbreyttan veruleika. Í dag (22. mars) fór rafmagnið af kl. 04:00 í morgun. Þegar þetta er skrifað kl. 14:00 er rafmagnið ekki komið á. Fyrir sex dögum síðan var rafmagnslaust í Mýrdal í tæpan sólarhring. Það þarf ekki að fjölyrða um óþægindin sem þetta veldur íbúum svæðisins en vandræðin sem þetta skapar öllum þeim sem hér standa í fyrirtækjarekstri eru ómæld. Við sem hér höfum búið lengi þekkjum rafmagnsleysi en það sama verður ekki sagt um þær þúsundir ferðamanna sem hér dvelja. Rafmagnsleysi þýðir að víðast fer allt heitt vatn og eina lýsingin er með vasaljósum og kertum. Þetta veldur hótelum, gistiheimilum og öðrum þjónustuaðilum miklu fjártjóni og orðstír þeirra líður jafnframt fyrir þetta með slæmum umsögnum gesta sem eðlilega eru óánægðir. Að þessu sögðu vil ég sérstaklega taka fram að gagnrýni þessari er ekki beint til viðgerðarfólks og þeirra sem svara símanum í bilanavakt Rarik. Ég kann þeim þakkir fyrir dugnað og ómælda þolinmæði gagnvart íbúum sem eðlilega eru pirraðir yfir rafmagnsleysinu. Ég lýsi ábyrgð á þessu ófremdarástandi að fullu á hendur yfirstjórn Rarik. Þverskallast er við í hvert einasta skipti sem sveitarstjórn óskar eftir úrbótum og reynir að útskýra fyrir þeim að við búum við allt annan veruleika í dag en fyrir 20 árum. Okkur er svarað af yfirlæti og með útúrsnúningum. Þetta er afskaplega einfalt: • Það þarf að ljúka við að leggja línur í jörð. Það tekur skiljanlega tíma. • Þar til því er lokið þá verður að útvega hér varaafl sem knúið getur allt sveitarfélagið. Forstjóri Rarik svaraði áskorun um bætt afhendingaröryggi sem sveitarstjórn Mýrdalshrepps sendi stjórn Rarik í september 2018 á þann hátt að varaafl sem til staðar er sé viðunandi. Það er alrangt og löngu tímabært að við þessu sé brugðist. Íbúar og fyrirtæki Mýrdalshrepps greiða jafn háa skatta og aðrir og þetta veldur sveitarfélaginu margra milljóna króna tapi. Við eigum rétt á því að brugðist sé við þessu viðvarandi ófremdarástandi.Einar Freyr Elínarson, oddviti Mýrdalshrepps
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar
Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar