Fótbolti

Fær sitt stærsta verkefni á leik Íslands

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í París skrifar
Istvan Kovacs dæmir hjá strákunum á morgun.
Istvan Kovacs dæmir hjá strákunum á morgun. Vísir/Getty
Rúmeninn Istvan Kovacs fær sitt stærsta verkefni á dómaraferlinum á morgun þegar hann mun dæma leik Frakklands og Íslands í undankeppni EM 2020.

Það er vitanlega risastór stund fyrir hvaða dómara sem er að dæma hjá ríkjandi heimsmeisturunum og Kovacs er þess heiðurs aðnjótandi á morgun.

Kovacs er 34 ára og hefur verið FIFA alþjóðadómari síðan 2010. Hann hefur bæði dæmt landsleiki hjá Noregi og Svíþjóð, sem og leiki í 32-liða úrslitum Evrópudeildar UEFA. Hann á að baki einn leik í riðlakeppni Meistaradeildarinnar, viðureign Valencia og Young Boys þann 7. nóvember.

Hann hefur líka dæmt á Íslandi en árið 2013 dæmdi hann viðureign ÍBV og Rauðu stjörnunnar í forkeppni Evrópudeildar UEFA. Hann hefur einnig dæmt leik hjá U21-liði Íslands.

Vísir fylgir eftir strákunum okkar á leið þeirra á lokakeppni EM 2020 í knattspyrnu. Stöð 2 Sport sýnir fjölda leikja í undankeppninni næstu daga, fylgstu með dagskránni á stod2.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×