Krísufundur hjá May og félögum eftir fréttir um að henni verði steypt af stóli Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. mars 2019 14:04 Theresa May er forsætisráðherra Bretlands. AP/Frank Augstein Theresay May, forsætisráðherra Bretlands og leiðtogi Íhaldsflokksins, hefur boðað ráðherra bresku ríkisstjórnarinnar og háttsetta þingmenn flokksins til krísufundar á sveitasetri forsætisráðherrans.Greint var frá því í breskum fjölmiðlum í dag að háttsettir þingmenn innan flokksins hefðu hug á því að steypa May af stóli. BBC greindi frá því fyrr í dag að hinir sömu þingmenn gætu sætt við að samþykkja Brexit-samning forsætisráðherrans í skiptum fyrir fullvissu um að May myndi láta af embætti.Helstu samstarfsmenn May hafa þvertekið fyrir að hafa ætlað sér að steypa henni af stóli. Með May á fundinum eru David Lidington, sem sagður er vera næstráðandi May og sá stjórnmálamaður sem bresku blöðin nefndu sem mögulegan arftaka May. Ásamt Lidington eru ráðherrarnir Michael Gove og Stephen Barclay auk harðlínu Brexit-mannanna Boris Johnson, Dominic Raab, Iain Duncan Smith og Jacob Rees-Mogg. Efni fundarins er Brexit og næstu skref tengd útgöngu Bretlands úr ESB. Fyrirhugað var að Bretland myndi yfirgefa ESB formlega þann 29. mars, næsta föstudag, en ólíklegt þykir að verði af því.Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, greindi frá því í síðustu viku að ESB hafi boðið Bretum að fresta útgöngunni frá 29. mars til 22. maí, svo fremi sem breska þingið samþykki útgöngusamninginn í vikunni sem hófst í dag.Ekki er hins vegar talið víst að May muni boða til atkvæðagreiðslu um samninginn í vikunni enda ekki ljóst hvort samningurinn njóti stuðnings nægjanlegs fjölda þingmanna. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Hundruð þúsunda mótmæla Brexit á götum Lundúna Óstaðfestar frásagnir herma að yfir milljón manns séu á mótmælunum. 23. mars 2019 15:43 Katrín segir koma til greina að Bretar gangi í EFTA, vilji þeir það Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, segir koma til greina að ræða við Breta um mögulega aðkomu þeirra að evrópska efnahagssvæðinu í gegnum EFTA. 22. mars 2019 13:03 Leiðtogaráð ESB frestar ákvörðun um aðgerðir í loftslagsmálum Leiðtogaráð ESB ákváðu á fundi sínum í dag að fresta því að taka ákvörðun um loftslagsaðgerðir sambandsins. Uppi eru á teningunum plön um að losun gróðurhúsalofttegunda verði alfarið hætt í ESB-ríkjunum árið 2050. 22. mars 2019 22:15 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Sjá meira
Theresay May, forsætisráðherra Bretlands og leiðtogi Íhaldsflokksins, hefur boðað ráðherra bresku ríkisstjórnarinnar og háttsetta þingmenn flokksins til krísufundar á sveitasetri forsætisráðherrans.Greint var frá því í breskum fjölmiðlum í dag að háttsettir þingmenn innan flokksins hefðu hug á því að steypa May af stóli. BBC greindi frá því fyrr í dag að hinir sömu þingmenn gætu sætt við að samþykkja Brexit-samning forsætisráðherrans í skiptum fyrir fullvissu um að May myndi láta af embætti.Helstu samstarfsmenn May hafa þvertekið fyrir að hafa ætlað sér að steypa henni af stóli. Með May á fundinum eru David Lidington, sem sagður er vera næstráðandi May og sá stjórnmálamaður sem bresku blöðin nefndu sem mögulegan arftaka May. Ásamt Lidington eru ráðherrarnir Michael Gove og Stephen Barclay auk harðlínu Brexit-mannanna Boris Johnson, Dominic Raab, Iain Duncan Smith og Jacob Rees-Mogg. Efni fundarins er Brexit og næstu skref tengd útgöngu Bretlands úr ESB. Fyrirhugað var að Bretland myndi yfirgefa ESB formlega þann 29. mars, næsta föstudag, en ólíklegt þykir að verði af því.Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, greindi frá því í síðustu viku að ESB hafi boðið Bretum að fresta útgöngunni frá 29. mars til 22. maí, svo fremi sem breska þingið samþykki útgöngusamninginn í vikunni sem hófst í dag.Ekki er hins vegar talið víst að May muni boða til atkvæðagreiðslu um samninginn í vikunni enda ekki ljóst hvort samningurinn njóti stuðnings nægjanlegs fjölda þingmanna.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Hundruð þúsunda mótmæla Brexit á götum Lundúna Óstaðfestar frásagnir herma að yfir milljón manns séu á mótmælunum. 23. mars 2019 15:43 Katrín segir koma til greina að Bretar gangi í EFTA, vilji þeir það Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, segir koma til greina að ræða við Breta um mögulega aðkomu þeirra að evrópska efnahagssvæðinu í gegnum EFTA. 22. mars 2019 13:03 Leiðtogaráð ESB frestar ákvörðun um aðgerðir í loftslagsmálum Leiðtogaráð ESB ákváðu á fundi sínum í dag að fresta því að taka ákvörðun um loftslagsaðgerðir sambandsins. Uppi eru á teningunum plön um að losun gróðurhúsalofttegunda verði alfarið hætt í ESB-ríkjunum árið 2050. 22. mars 2019 22:15 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Sjá meira
Hundruð þúsunda mótmæla Brexit á götum Lundúna Óstaðfestar frásagnir herma að yfir milljón manns séu á mótmælunum. 23. mars 2019 15:43
Katrín segir koma til greina að Bretar gangi í EFTA, vilji þeir það Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, segir koma til greina að ræða við Breta um mögulega aðkomu þeirra að evrópska efnahagssvæðinu í gegnum EFTA. 22. mars 2019 13:03
Leiðtogaráð ESB frestar ákvörðun um aðgerðir í loftslagsmálum Leiðtogaráð ESB ákváðu á fundi sínum í dag að fresta því að taka ákvörðun um loftslagsaðgerðir sambandsins. Uppi eru á teningunum plön um að losun gróðurhúsalofttegunda verði alfarið hætt í ESB-ríkjunum árið 2050. 22. mars 2019 22:15