Fótbolti

Segir að Ramos sé fínn náungi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ramos sækir að King.
Ramos sækir að King. vísir/getty
Joshua King, framherji norska landsliðsins, talaði vel um Sergio Ramos, fyrirliða spænska landsliðsins, eftir að hafa mætt honum í undankeppni EM 2020 í gær. King og Ramos skoruðu báðir í leiknum sem Spánn vann 2-1.

King lýsir Ramos sem miklum heiðursmanni og hinum vænsta dreng. Ekki hafa allir sömu sögu að segja en óhætt er að segja að Ramos sé ekki allra.

„Ég held að ég hafi gert vel gegn einum besta varnarmanni heims. Hann hefur orð á sér fyrir að vera grófur en ég man ekki eftir að hafa mætt jafn fínum miðverði,“ sagði King eftir leik.

„Ég hef ekki séð alla leikina hans en mér fannst tæklingarnar hans vera heiðarlegar. Hann vann nokkur einvígi og ég nokkur.“

King jafnaði í 1-1 úr vítaspyrnu á 65. mínútu. Sex mínútum síðar fengu Spánverjar víti sem Ramos skoraði úr og tryggði þeim stigin þrjú. Hann hefur nú skorað í fimm landsleikjum í röð.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×